Freyr

Volume

Freyr - 01.03.2000, Page 29

Freyr - 01.03.2000, Page 29
sína, og veita honum minnst þriggja mánaða, en mest sex mánaða frest til að lýsa rök- studdum kröfum ríkisins um þjóðlendur. Obyggðanefnd skal ekki taka mál til úrskurðar fyrr en ríkið hefur lýst rökstuddum kröfum til allra þeirra landsvæða sem það hyggst gera. Greinargerð: Búnaðarþing telur eðlilegt að festa í lög að ríkið beri sönnunar- byrði um eignarhald á landssvæð- um. Búnaðarþing telur að í breyting- artillögumar vanti að festa í lög að eignarlönd með þinglýstum landa- merkjaskrám verði aldrei þjóð- lendur. Einnig að koma því í kring að ríkið lýsi kröfum sínum um allt land, sem til greina kemur að verði þjóðlendur áður en óbyggðanefnd úrskurðar nokkurs staðar. Samþykkt samhljóða. Þjóðlendukröfur ríkisins og frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta Búnaðarþing 2000 felur stjóm Bændasamtaka Islands að fylgja vel eftir samþykktum varðandi þjóðlendumál, og vinna að því að þær lagabreytingar, sem farið er fram á, verði að veruleika. Jafnframt felur Búnaðarþing stjóm Bændasamtaka Islands að sjá til þess að þetta mál verði vel kynnt meðal þeirra sem í hlut eiga. Samþykkt samhljóða. Umboðsmaður bænda Búnaðarþing 2000 telur ekki tímabært að stofna embætti um- boðsmanns bænda, en felur stjóm BÍ að sjá til þess að óskum bænda um aðstoð við lausn vanda, sem þeir lenda í þegar þeir telja að ein- hver bijóti á þeim rétt, sé sinnt sem best. Þörf er á að einhverjum starfs- manni BÍ verði falið að annast sam- skipti við bændur varðandi þetta, gefa þeim leiðbeiningar og koma í samband við lögmann þegar þörf er á því. Samþykkt samhljóða. Tillaga til þingsályktunar um að efla og samræma aðgerðir til að auka fjölbreytni atvinnulífs í dreifbýli Búnaðarþing 2000 hefur fengið til umfjöllunar tillögu til þings- ályktunar um að efla og samræma aðgerðir til að auka fjölbreytni atvinnulífs í dreifbýli. Búnaðarþing fagnar þessari til- lögu og mælir með því að hún verði samþykkt. Samþykkt samhljóða. Frumvarp til laga um breytingu á vegalögum,nr. 45/1994, með síðari breytingum Búnaðarþing 2000 hefur fengið til umfjöllunar frumvarp til laga um breytingar á vegalögum nr. 45/1994 með síðari tíma breytingum. Búnaðarþing leggur til að niður- lag 1. greinar verði orðað svo:....og skulu kostaðir af opinberum aðil- um, þó er heimilt að þeir séu kost- aðir af einstaklingum, félagasam- tökum og fyrirtækjum. Að öðru leyti mælir Búnaðarþing með því að 1., 2., og 3. grein frum- varpsins verði samþykktar. Hins vegar leggst þingið gegn því að 4. grein frumvarpsins verði sam- þykkt, þar sem nefnd sú, Veg- svæðanefnd, sem falið var að fjalla um það sem greinin er um, hefur ekki lokið störfum. Búnaðarþing telur brýnt að sú nefnd ljúki störf- um sem fyrst. Auk þess leggur þingið til að 56. grein vegalaganna verði felld brott. Greinargerð: Frumvarp það sem hér er til um- fjöllunar er unnið í tvennu lagi. Fyrstu þrjár greinar frumvarpsins fjalla um reiðvegi. Æskilegt er að þeir séu kostaðir af opinberu fé, en ekki er rétt að útiloka að einstakl- ingar, félagasamtök eða fyrirtæki greiði kostnað við þá. Brýnt er að treysta réttarstöðu slíkra vega og því rétt að fá heimild til að taka land undir þá eignamámi. 4. grein frumvarpsins er um girðingar með vegum. Svo- nefnd Vegsvæðanefnd hefur þegar unnið gott starf, og mælti Búnað- arþing 1999 með áfangaskýrslu hennar, sem þá lá fyrir. (Þingmál 22/1999). Ekki er ástæða til að setja inn ný ákvæði í vegalög, sem varða það sem nefndin er að fjalla um, fyrr en hún hefur lokið störfum. Augljóst er að engin leið er að banna lausagöngu búfjár á vegum fyrr en þeir hafa verið girtir af þannig að búfé komist ekki inn á þá. Nú eru dæmi um að girt sé með- fram vegum á köflum en ekki lokað fyrir að fénaður komist inn í þá girðingu. Framanritað á einnig við um 56. grein laganna. Samþykkt samhljóða. Tillaga til þingsályktunar um tólf ára samfellt grunnnám Búnaðarþing 2000 hefur fengið til umfjöllunar tillögu til þings- ályktunar um tólf ára samfellt grunnnám. Búnaðarþing fagnar þeim áhuga fyrir menntun unglinga, sem þar kemur fram. Hins vegar er ekki tímabært að slá því föstu að þær hugmyndir, sem settar eru fram í tillögunni, séu raunhæfar að svo komnu og tryggi nógu vel vandaða menntun ung- FREYR 2/2000 - 29

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.