Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2000, Blaðsíða 17

Freyr - 01.03.2000, Blaðsíða 17
Landssambands kúabænda og Fé- lags hrossabænda. Þessi svör verða að liggja fyrir áður en ákvarðanir eru teknar um stofnun fleiri leið- beiningamiðstöðva. Þá fjallaði hann um væntanlegan sauðfjár- samning og bað samninganefndar- menn að hafa í huga þá bændur sem þurft hefðu að skera niður fjárstofn sinn vegna riðu. Þá spurði hann hvor ekki væri áfram gert ráð fyrir að ríkisvaldið greiddi 6% mótfram- lag til Lífeyrissjóðs bænda. Hann kvað brýnt að innan samningsins yrðu fjármunir eymamerktir hag- ræðingarverkefnum, s.s. aðstöðu til útflutningsverkunar á kindakjöti. í því sambandi þarf jafnframt að leiðrétta þá mismunun sem sumar afurðastöðvamar hafa mátt búa við vegna utanaðkomandi aðstæðna, eins og tafa á ESB-vottun o.fl. Að síðustu fjallaði hann um framlög til vatnsveitna á bújörðum og taldi þau mál vera í algjörum ólestri eftir að þau lentu á verksviði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. 16. Georg Jón Jónsson. Ræðu- maður þakkaði í fyrstu framlagðar skýrslur og gögn, góða setningarat- höfn og stjóminni fyrir ágæt störf. Hann kvað kjaramál bænda vera mál þessa þings. Ljóst væri að bændur myndu ekki sækja miklar kjarabætur til hækkandi afurða- verðs. Islenskir bændur verða að leggja áherslu á að framleiða há- gæðavöm og því þurfa ímyndar- og umhverfismálin að vera í góðu lagi og þau slys sem hent hafa í þeim efnum að undafömu mega ekki endurtaka sig. Hann taldi fráleitt að ætla að færa búfjáreftirlitið frá sveitarfélögunum til búnaðarsam- bandanna, en fmna verður leiðir til að gera það virkara þannig að fyrr sé gripið inn í þegar vandamál koma upp. Bændasamtökin verða að fylgjast vel með lagasetningum Alþingis því að þar er ramminn settur um allt starf bænda og við megum ekki missa af tækifærinu til þess að reyna að hafa áhrif á laga- setninguna. Honum stóð stuggur af því sem væri að gerast í þjóðlendu- málunum og sagði bændur verða að bregðast við þessum nútíma þjófn- aði sem ein heild. Það væri sann- enda án þess að það hafi áhrif á framleiðendaverðið. En hvaða leið- ir em færar í þeim efnum hérlend- is? Afnám virðisaukaskatts á mat- gimiskrafa að ríkisvaldinu bæri að leggja fram kröfugerð sína í heilu lagi áður en lengra verður haldið. Þá fjallaði hann um væntanlegan sauðfjársamning og kvaðst vonast til þess að það tækist að ganga frá honum í tæka tíða þannig að þetta þing gæt fjallað um hann. Hann kvað mikinn ugg vera í ungu sveitafólki og það hlyti að velta því fyrir sér hvort ekki væri betra að flytja strax á mölina ef ekki væri hægt að sýna því fram á að kjörin myndu batna. Við verðum að geta sýnt unga fólkinu okkar fram á að það sé hægt að stunda landbúnað á Islandi til frambúðar. Finna verður lausn á fjárhagsvanda búnaðarsam- bandanna og koma leiðbeininga- þjónustunni í það form sem hægt er að una við. Betri ímynd landbúnað- arins er besta auglýsingin fyrir framleiðsluvörur hans, en það, ásamt aðhaldi í fjárfestingum og öllum tilkostnaði við framleiðsl- una, skapar bændum mesta mögu- leikann á kjarabótum. Ekki má gleyma afurðastöðvunum, en á því sviði verður að leita allra leiða til hagræðingar, án þess þó að það komi niður á vöruþróunar- og markaðsstarfi. 17. Hörður Harðarson. Ræðu- maður fagnaði þeim tón sem hefði verið í umræðunni nú, menn hefðu talað með heilstæðari sýn yfir allt sviðið en oftast áður. Menn hafa fjallað um þjóðlendurmálin, stöðu byggðanna, búfjáreftirlit o.s.frv. en slík mál ættu líka að vera megin verkefni búnaðarþings. Flestir bændur gera sér ljóst að þeir munu ekki sækja miklar afkomubætur í hækkað afurðaverð. Norðmenn hafa lagt upp með nýja landbúnað- arpólitík þar sem áherslan er lögð á að fikra sig nær þeim veruleika sem þjóðir heims væru að sigla inn í. Eitt af ráðum þeirra er að freista þess að ná að lækka verð til neyt- væli og ýmissa álagna sem hafa áhrif á verð til neytenda. Leita þarf allra leiða til þess að gera fram- leiðsluvörur landbúnaðarins sam- keppnishæfari á markaðnum, en gæta verður þess að viðvarandi hagræðing og lækkandi verð til neytenda komi ekki niður á gæðum vörunnar til lengri tíma litið. Bænd- ur í Evrópu hafa gripið til ýmissa örþrifaráða til þess að gera vörur sínar samkeppnishæfari með al- kunnum afleiðingum. Islenskir bændur verða að staðsetja sig á markaðnum sem framleiðendur hreinna og ómengaðra afurða. Neysla lambakjöts er miklu meiri en þekkist í öðmm löndum, en í næsta landi á eftir okkur, Grikk- landi, er neyslan u.þ.b. helmingi minni en hér á landi, og margt bendir til þess að neysla á íslensku lambakjöti dragist saman niður í 15-20 kg á íbúa á komandi árum. Þeim fækkar óðum sem stunda sauðfjárrækt, sem haldið hefur uppi byggðinni umfram aðrar greinar og þjónustustigið í dreifbýlinu minnk- ar að sama skapi. Nálgast verður lausn á byggðavandanum út frá öðrum forsendum, þ.e. ekki með því að reyna að stýra búsetunni, heldur með því að reyna að skapa þannig skilyrði í dreifbýlinu að ungt fólk eigi möguleika á því að búa þar. Ljóst er að fleiri byggðir landsins munu leggjast af í framtíð- inni og við verðum að freista þess að skapa pólitískt afl til þess að fá löggjafarvaldið til þess að taka af- stöðu til þess hvemig viðhalda má byggðinni eins og kostur er. Þeir sem vilja fara út í aðra atvinnustarf- semi í dreifbýlinu en landbúnað verða að eiga aðgang að fyrir- greiðslu. Hvað er því t.d. til fyrir- stöðu að fólk geti starfað við hug- búnaðargerð úti á landsbyggðinni? Það vantar nýja hugsun í þessum efnum. Samfara þeirri endurskipu- lagningu, sem nú á sér stað hjá FREYR 2/2000- 17

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.