Fréttatíminn - 03.12.2010, Page 65

Fréttatíminn - 03.12.2010, Page 65
Gonzalez Byass Jerez Xeres Sherry 15,5% Verð fyrir 375 ml 1.998 kr. Þetta er bragðmikið og dísætt desertvín framleitt úr þrúgu sem oft er notuð í sérrí eða Pedro Ximenez Dulce. Þetta er allt annars konar vín en hin sætvínin hér, sem öll eru framleidd úr hvítvíns­ þrúgum. Það er kaffilitað, þungt og með sterku rúsínu­ og fíkju­ bragði og miklu eftirbragði. Ekta piparkökuvín og gott með sætum kökum og fullri skál af möndlum og hnetum. jólakræsingar 65Helgin 3.­5. desember 2010 Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson matur@frettatiminn.is Nú þegar hátíð- arnar nálgast og margir gefa sér meiri tíma við matargerð er vissulega til- efni til að íhuga þessi vín því sum þeirra eru vægast sagt meiriháttar. Ekki spillir heldur fyrir að sum þeirra smellpassa við hinar ýmsu kökur og eru frá- bær með ís, sér í lagi möndluís, og geta verið frábær með mygluost- um. Bragðbætt biscotti er frábært með kaffi og sætum vínum í eftirmat. Nafnið er dregið af biscoctus sem þýðir tvíbaka. Ítalir voru iðnir við að baka slíkt brauð þar sem það geymdist vel og var afar vinsælt á tímum Rómaveldis í nestistösku hermanna. Þetta tvíbakaða brauð er afar einfalt að búa til. Hér er uppskrift með jólalegu ívafi: Ítalskar biscotti tvíbökur 2/3 bolli sykur 2 stór egg 1 tsk. vanilludropar 1 tsk. lyftiduft (baking powder) ¼ tsk. salt 1¾ bolli hveiti ½ bolli pistasíuhnetur ½ bolli trönuber (cranberries) Hitið ofninn í 175 gráður. Þeytið eggin og sykurinn saman þar til þau verða létt og ljósgul, ca 5 mín., bætið vanilludropum í. Blandið þurrefnum saman og hrærið saman við deigið. Bætið þar næst hnetunum og berjunum út í og blandið saman. Setjið á bökunarplötu og formið hleif sem er ca 30 cm langur og 8 cm breiður. Bakið í 25 mín. Takið úr ofninum og látið standa í 10 mín., lækkið ofnhitann í 165 gráður. Skerið brauðið í sneiðar sem eru ca 2 cm þykkar og leggið sneiðarnar aftur á plötuna. Bakið í 10 mín. Snúið sneiðunum og bakið í aðrar 10 mínútur. Látið kólna og geymið á þurrum stað. Dugar í 16­20 sneiðar. Það er tilvalið að breyta til og bragðbæta með því sem manni þykir best, t.d. pecan­hnetum, súkkulaði, rús­ ínum eða öðru góðgæti. Þar sem jólin nálgast er einnig tilvalið að dýfa sneiðunum í bráðið súkkulaði.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.