Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 31

Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 31
TVÆR KVENLÝSINGAR 17 allt, smátt og stórt, í gotneskri kirkju er í sama stíl. í þessu tilfelli er stíllinn nefndur einstaklingssvipur. í öðru lagi: Persónan þróast í sögunni. Lífsatvikin breytast í skapferli, þannig að þau hafa áhrif á sálarlífið, sem fær sína mótun af þeim og heldur henni, eftir að atvikin eru liðin hjá og horfin úr huganum (kannske gleymd). Þessi mótun ræður svo andsvari mannsins við öðrum atvikum, skyldum og óskyldum, síðar meir. Þetta er einkar greinilegt, þegar athuguð eru hjónabönd Hallgerðar. Við sjáum hin bölþrungnu áhrif fyrsta hjóna- bandsins, sem þó eru ekki svo sterk, að þau festist að fullu, því að gæfa hjónabands þeirra Glúms glæðir aðra betri eiginleika hennar. Við víg Glúms er öllu heillavænlegu feykt burt, þessi djúpi harmur rennur saman við reynslu fyrsta hjónabandsins og það hvorttveggja mótar hana að fullu og öllu. Þessari breytingu lífsatvika í skapferli fylgir þá það, að persónuein- kennin eru að meira eða minna leyti „sögulega mótuð“, þau eru eins konar steingerð lífsatvik. í þriðja lagi: í lýsingu Hallgerðar og ekki síður í lýsingu Njáls eða Skarp- héðins eru áreitin eða ástæðurnar eða hvatirnar, sem reka menn til athafna, margar í senn. Þetta er t. d. einkar greinilegt um samband Njáls og Hösk- ulds Hvítanessgoða. Athafnirnar stjórnast þannig af heilu kerfi hvata eða tilfinninga í brjósti mannsins, heilu kerfi utanaðkomandi ástæðna, og þessi ytri og innri kerfi mynda eina heild. í fjórða lagi: Þróun eða breyting skapferlisins felur í sér ríka tímatil- finningu. Á líkan hátt kveður mikið að mismunandi tíma í þeim hreyfi- kerfum athafnanna, sem ég minntist á. Stundum koma öll áreiti í einu og heimta athafnir að andsvari, en ég held hitt sé miklu oftar, að ástæður frá löngu liðnum tíma blandast saman við aðrar nýjar (og getur vitanlega kveðið svo rammt að, að nýja ástæðan sé frekar tilefni en orsök). Víg Höskulds Hvítanessgoða held ég ekki verði skýrt nema með gaumgæfilegri athugun á mjög sundurleitum og misaldra atriðum í sálarlífi Skarphéðins. í fimmta lagi: Á ýmsum stöðum í sögunni, ekki sízt í frásögninni af því, er Gunnar sneri aftur, og frásögninni af slæðunum og bótunum á alþingi, má finna dæmi þess, hvernig hvöt kemur skyndilega upp í huga manns og veldur athöfn, sem ríður alveg í bága við það sem öll rök sögunnar á undan virtust hníga að. Við athugun kemur að vísu í ljós undirrót þessara um- skipta, þau eiga sínar ástæður í huga mannsins, og ætla má, að á undan hafi gengið barátta. En hér er lýst fyrirbrigðum í huga manns, sem gerast að töluverðu leyti svo sem í hálfrökkri. Tilefnin til umskiptanna standa í kyn- lega óljósu röksambandi við athafnirnar, sem þau koma af stað — einnig það er sveipað hálfrökkri. í ævi Hallgerðar koma fram þrjú atvik, sem engin orsakatengsl í vanalegum skilningi eru á milli, og þó eru þau í nánu sam- bandi sín á milli: það eru kinnhestarnir þrír, sem Hallgerður verður fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.