Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 58

Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 58
44 HELGAFELL á þessu svæði mætast frumkvöðlar þessarar ófrægingarsögu og hið alþýð- lega ímyndunarafl óafvitandi. Gagnvart hinum óþægilegu stað- reyndum, vitnisburði manna, sem höfðu verið með mér, séð mig, talað við mig, á þeim tíma, er ég hafði átt að gera misheppnaða tilraun til þess að ráða mig af dögum í húsakynnum Háskólans, finna þeir upp snillibragð hinnar tilfczrilegu dagsetningar: Nei, það var ekki þennan dag, ekki þetta kvöld, ekki þessa nótt, heldur næsta dag, næsta kvöld, næstu nótt. Og við þá, sem það ekki dugar, af því þeir hafa verið með mér, séð mig að kvöldi þess dags eða morgni næsta, er viðkvæðið þetta: Nei, það var ekki á þriðjudaginn 22. desember, það var á miðvikudag, Þorláksmessu og þann- ig áfram. Þannig mátti í bráð gera sög- una sanna, hvar sem var og hvernig sem á stóð, þangað til fjöldi sagna- mannanna væri orðinn svo mikill, að tilræðismennirnir sjálfir gætu um aldur og ævi falizt í myrkviði mergðar- innar og skotizt þannig undan ábyrgð, en sannfæringin um ólán mitt orðin nægilega útbreidd, til þess að ég fengi ekki framar komið neinum vörnum við. Þannig þoka þeir rógsögunni um sjálfsmorðstilraun mína í Háskólanum nær og nær aðfangadegi jóla, — hinni helgu nótt. Það er einmitt dagurinn, sem ég fer úr bænum, kl. 5 síðdegis, suður að Kothúsum í Garði. En hér er það, sem hið alþýðlega ímyndunarafl hnígur óafvitandi á sveif með rægitungunum, eftir sínum eigin lögum, ogauðveldar stórum starf þeirra. Athugum allar aðstæður: Kunnur mað- ur, vígður klerkur, fyrrverandi sóknar- prestur, alþingismaður, alþekktur fyr- irlesari, kennari í guðfræði við Há- skólann, gerir tilraun til þess að fyrir- fara sér, með því að hengja sig í sjálf- um Háskólanum, og er skorinn niður dauðvona og fluttur í sjúkrahús. Menn leika sér að lífinu í leikritum og kvik- myndum, — og er æsandi á að horfa, — en ekki í fullri alvöru í lífinu sjálfu, nema í einstaka tilfellum. Og með því að þetta hefur skeð, — og fyrir því eru sagðar „góðar heimildir“, — þá heyrir þetta óneitanlega til hins fá- gæta, æsandi og dularfulla. En mánu- dagurinn 21. desember er frá sjónar- miði þeirra lögmála, er stýra sköpunar- starfi hins alþýðlega ímyndunarafls í þjóðsögum og skáldskap, allsendis ó- hæfur dagur til svo örlögþrunginna at- hafna, af því að kostur er stórum áhrifameiri dagsetningar. Og hann fær ekki að komast svo mikið sem til álita, þegar í hlut á vígður klerkur, með aðgang að guðs- húsi. Hér þarf annars háttar leiktjöld um hinn óhugnanlega atburð. Enda er sagan í stuttu máli orðin sú á bak jólum, — að SigurSur Einarsson hengdi sig í fvtllum prestssfyrúSa í \apellu Háskólans á aÓfangadags\tiöld jóla og festi snörunni um krossinn. Nú vaknar ósjálfrátt fyrir manni þessi spurning: Hvernig getur svona fáránlegur tilbúningur orðið til, og gengið frá manni til manns, jafnvel byggðarlaga og landshorna á milli á örskömmum tíma ? Mér hefur ekki, að svo stöddu, tekizt að hafa hendur í hári hins raunverulega upphafsmanns, eða upphafsmanna og hafa af þeim sagnir um hinn upprunalega tilgang. Hann verður aðeins óbeint ráðinn af frumsniði sögunnar. En hitt er auð- ráðið, hvernig hún síðar fær sitt íburð- armeira og dramatiskara snið. Sagan er frá upphafi, með öllum aðstæðum sínum, í hættulegri nánd við segulsvið allra þjóðsagna og helgi-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.