Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 136

Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 136
LETTARA HJAL SryrjaMir eru kennslustundir í landafræði. Á hverjum morgni vakna mcnn við það, að stríðið setur þeim fyrir nýjar og nýjar lcxíur, Kynnir þeim ókunnar slóðir og leggur þeim á minni nöfn borga og bæja, sem þeir hafa STYRJALDIR OG aldrci heyrc gctlð aður’ LANDAFRÆÐI ,afnvcl ^61,1 lönd-_sem engan gat órað fyrir, að væru til. í fáeina daga, stundum í vikur eða kannske í mánuði, leggja þcssi nöfn undir sig landafræði okkar, og þá er það ef til vill ó- þekkt borg á fljótsbakka, fjallaskarð eða bara árfarvegur, staðir, sem máske hafa aldrei feng- ið gistingu á nokkru landabréfi, scm hrópa til okkar. En styrjöldin heldur ferð sinni áfram, og fyrr en varir eru ný nöfn komin til sög- unnar, og önnur borg, annað klettabelti, sand- auðn með nýju nafni, staðir, sem máske hafa ekki heldur átt athvarf í neinni landafræði, ryðja sér allt í einu til rúms í vitund okkar, en hinir fyrri, sem áður voru þýðingarmestir, fara á nýjan lcik huldu höfði um landabréfið og týnast burt. Eða hver man nú lengur öll þau undarlegu heiti, sem Þorsteinn Ö. Step- henscn og styrjöldin í Abessiniu lagði okkur í munn fyrir örfáum árum og þá voru á hvers manns vörum? Jafnvel framburður Ríkisút- varpsins á blóðugum örnefnum Spánarstyrj- aldarinnar er liðinn mönnum úr minni, og er það skaði, því við það er hcimurinn orðinn einu tungumáli fátækari. — En þannig er þessu varið með styrjaldirnar; þær fara að jafn- aði fljótt yfir sögu og stunda kennslu sína meira af kappi en forsjá, og er það raunar lítið annað en segja má um jarðlíf mannkynsins í heild sinni. Að vísu tala menn venjulega með nokkurri virðingu um það, sem þeir kalla skóla lífsreynslunnar, og er það að vonum, þar sem jafn gömul menntastofnun á hlut að máli, en þó munu flestir hliðra sér hjá að sækja þangað þyngri fræðslu en þá, sem að þeim er haldið. Það verður heldur ekki annað sagt, en að mannkyninu hafi sótzt námið fremur treglega, að minnsta kosti í þeim efnum, sem okkur hefur verið kennt að væru ein nauðsynleg, og eftir árangrinum að dæma mætti svo virðast sem meiri áherzla hefði verið lögð á verklegar menntir eins og HandíSaskólinn gerir, heldur en andlegt uppeldi, svo sem gert er á Sam- vinnuskólanum og stjórnmálanámskeiSi Heim- dallar. Mörgum finnst einnig, að kennslufyr- irkomulagið í skóla lífsins sé í mörgum efn- um orðið úrelt, að lífið fylgist ekki nógu vel með tímanum og geri auk þess of miklar kröf- ur til nemenda sinna. Hitt mun þó sönnu nær, að það sé tíminn, sem fylgist ekki nógu vel með lífinu, og að það séum við en ekki lífið sjálft, sem setur okkur of mikið, og sérstak- lega of margt, fyrir í einu. Við látum líðandi stund haldast það uppi að rétta okkur við- fangsefni sín af handahófi og vegna þess, að þau eru venjulega aðgangssamari en hin, sem eru ótímabundin og eilífs eðlis, eru hin síðar- nefndu að jafnaði höfð útundan. Engu að síð- ur getur okkur verið fullkomlega ljóst, að til kunni að vera ýms slík ótímabundin verðmæti, svo sem sáluhjálp og fleira þess háttar, sem gott gæti verið að grípa til síðar meir, en hvernig ættum við að hafa tíma til að snúast í þeim eins og stendur? Vissulega hafa menn margt sér til afsökun- ar, en tæplega verður það sagt, að allt sé með feldu í heimi, þar sem flest gengur úr sér á jafn skömmum tíma og hér á sér stað. Og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.