Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 101

Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 101
SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ 87 gögn, er fyrir lágu, skýrir hann frá því, að Sigurður hafi sökum bjargræðis- leysis og atvinnuleysis farið vestur á land haustið 1828. Bjóst hann ekki við að geta framfleytt heimilinu. Hefur tilætlunin verið, að Sigríður kæmi vestur á eftir honum, þegar hann væri búinn að útvega þeim samastað. Og 7. desember 1828 skrifaði Sigurður Sigríði rækilegt bréf um framtíðarfyrir- ætlanir sínar, og för hennar vestur til hans. Bréfið er á þessa leið: Helgafelli 7da des. 1828. Elskulega góða kona. Ég tek að sðnnu penna í Köndur, í því skyni að skrifa þér bréf, en ekki veit ég, hvað ég á með hann að gjöra, eða hvað að skrifa, þó má ég láta þig vita mína bærilegu heilsu og heil- brigði, sem æ fer heldur batnandi —; dável ann eg her hag minum, um þann tima, sem ég verð hér. Bréf þín komu reiðulega til mín, þegar ég var nýkominn hingað, sem mér var þá nýnæmi og óvæntur boðskapur af fjarlægu landi. Ekkert er enn í dag víst um forþénustu mína í Ólafsvík, sem ég gjörði mér fastan reikning upp á, þegar við skildum og fæ ekki neina fullkomna vissu um það fyrr en skip kemur í sumar, og það er þá langtum of seint. Og í þessari óvissu má ég slíta þessum vetri út, án þess að geta gjört mér neitt til gagns, svo mér liggur nú við að fara að iðrast, eftir að ég fór að hlaupa að austan, hvar ég þó ætíð vissi mína ákvörðun og þolanlega út- komu, eins og vant var. Ég veit þú vildir álasa mér, ef þú næðir til mín, sem von er, og ég yrði að þegja og þola það. En hvað er þá til ráðs að taka úr því sem komið er? Ekki get ég af mér fengið að fara austur aftur alfarinn, því nú hef ég, sem þú veizt, farið til skrattans á ringulreið með aljt okkar litla búhokur þar, þó að það mætti brátt aftur lagfærast. Ég get að sönnu tekið hér kotskratta og farið að búa á því, þó lítið sé til að búa við, eins Og ég drap á í bréfi mínu með Hallvarði, en mér lízt ekki á það, ef ekkert annað fyrir fellur til hjálpar. Að vera í húsmennsku hér, er ekki betra en þar. — Ég hef svo ótal plön í höfð- inu, að ég get ekki talið þau upp fyrir þér, og vil ekki heldur, meðan ekkert getur framkvæmzt og orðið víst, því svo lengi hafa þau ekkert að segja. Mín vegna gildir mig einu á hverju veltur, en þegar þú kemur, máske þegar minnst varir í sumar, þá má guð ráða í hvaða for- fatning þú fyrir hittir mig, og hvað ég get þá af okkur gjört, fyrst allt er svona óvíst og hringlandi vitlaust. — Hvemig ætli þér litist á að sigla með Petreusi í sumar og ráða þig fyrir eitt ár í þénustu kvinnu (hans?). Ég skyldi koma og verða samferða, annaðhvort þaðan eða héðan og sjá, hvernig þar gengi? Hvernig ætli það færi við sætum eitt ár, svona sitt á hvoru lands horni, og vita hvernig tímarnir veltast, til dæmis, þú ættir að vaka yfir einhverri af beztu jörðunum í Vestmannaeyjum og gefa auga höndlunar ásigkomulagi þar um leið, og ég í sama máta hér fyrir vestan, eitthvað skyldi skipast á þeim tíma öðru hvoru megin? Þetta og annað því um líkt eru grillur mínar nú um stundir; ekki vænti ég þér litist á sigling- una, sem ég nefndi, og er það verst, að ég get nú ei fengið neitt bréf frá þér fyrr en í vor upp á allt þetta rugl úr mér. — Ég býst ekki við þér lítist vel á þennan pistil, en ég les nú hlífðarlaust, eins og skrifað er, og lýg ekkert að þér, því ég er ekki vanur að berja mér, það veiztu, en það er ekki heldur verra en ég segi, og mun þér þykja helzt til illt. Ekkert get ég gjört í vetur, því að fjandinn taki það járn eða kerband fæst hér í kaup- stöðunum, eins er það og fleira á sig komið. Nú ætla ég að biðja þig að senda mér bréf með Hallvarði í vor, ef þú kemur ekki með honum sjálf, því það máttu vita, að ég tek á móti þér, nær sem þú kemur, hvernig sem móttakan verður. — Ekki er að prútta neitt, kelli mín, þetta getur allt orðið betra en á horf- ist, en verst þykir mér, að vita ekki nær þú kemur. Það væri Iíkast með Hallvarði, ef þú setlar að leggja út í þetta ófæru vað. Því komirðu árlangt, þá vildi ég það yrði sem fyrst, hvernig sem á kynni að standa fyrir mér, ef ég upp á einhvern máta færi að reyna búskap. — fc-g veit Hallvarður yrði þér Iíka hlynntur með það, sem hann getur. Hvernig sem ruslið okkar kæmist, því ekki geturðu befattað þig með áburð. Þú gætir beðið Petreus að koma því í Reykjavík með skipi, og þar næst mætti það bíða, þangað til ég tæki mér reisu suður og austur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.