Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 60

Helgafell - 01.01.1943, Blaðsíða 60
46 HELGAFELL Segi menn svo, að þetta víðfræga og umdeilda læknisáhald hafi aldrei komið að liði hér á landi. Þarna virt- ist það fullgott til þess að treina lífið í einni ófrægingarsögu, hvort sem þess verður nokkurn tíma auðið að bjarga með því mannslífi. Og skyldi Vilmund landlækni nokkru sinni hafa órað fyrir því, hve spámannlegt orð honum varð á munni, er hann smíðaði hina frægu fyrirsögn sína: Logið í stállunga ? Það á ekki af þessu vesalings áhaldi að ganga, að lygin leiti sér athvarís innan stálbrynju þess. En þetta er sem sagt síðasta brjóst- vörn hinnar dulbúnu sveitar, sem kaus sér þetta tilræði við mig, sem alveg sérstaklega hugþekka jólaiðju. VII. En er þetta ekki dálítið alvarlegur leikur ? Hér er, án þess að náðst hafi í þá seku, búið að smíða fullskapaða lygasögu um það, að ég hafi framið þau helgispjöll í vígðu húsi á heilag- asta aftni ársins, að ætla að ráða sjálf- an mig þar af dögum og notað kross- inn, helgasta tákn kristinna manna, sem gálgatré. Þeir skipta nú sennilega orðið þús- undum, sem komið hafa í kapellu Há- skólans. í henni er aðeins einn kross. Það er lítill róðukross skorinn úr tré og stendur á miðju altari. Á krossinum hangir Kristur, og mynd hans lýsir á- takanlega þeirri þjáningu, er hann leið fyrir sannleikann, á hinni skuggalegu helstríðshæð utan við múra Jerúsalems- borgar. Mér finnst það ekki nema að vonum, þó að þvaðurlýður bæjarins flýi með róg sinn í stállungað. En er það ekki lengra gengið, en við kunn- um við, að vinna það fyrir fleypur einnar gamanstundar að tylla hald- reipi rógsins á krossinn — jafnvel þó að tilætlunin sé sú að skaða mann, sem einhverra hluta vegna þarf að koma lagi á. Ég geri ráð fyrir, að ég standi nokkurn veginn jafnréttur eft- ir, — og krossinn gerir það líka. En ég öfunda ekki þetta vofulið, af því að horfa á þetta litla krosstákn, ef það skyldi einhvern tíma rekast inn í kap- ellu Háskólans. VIII. Tvær spurningar hafa komið mér í hug í sambandi við þetta fáránlega rógsævintýri: í hverja átt er að leita tilræðismannanna, sem hér hafa verið að verki ? Og í öðru lagi: Er ekki eitt- hvað bogið við menningarástandið í landi, þar sem hernaður af þessu tagi þykir yíirleitt tiltækileg vinnubrögð ? Hér með á ég ekki sérstaklega við það, hver vinnubrögð einstakir menn láta sér sæma, heldur hitt: Vinnubrögð, sem gera má sér von um að beri hinn eftiræskta árangur. Það má líka orða spurninguna svo: Er það mögu- legt á íslandi, eins og nú standa sakir, að Ijúga á menn helgispjöllum, geð- sturlun og voðaverkum, ljúga af mönn- um heilbrigði, vit og æru, án þess að eiga neitt verulegt á hættu um ábyrgð verknaðar síns, og með talsverðri von um að geta eyðilagt meðbróður sinn í vitund samborgara sinna að meira eða minna leyti ? Saga sú, sem hér hefur verið rakin, virðist benda ótví- rætt til þess, að það þyki meira en tiltækilegt. Og það er óneitanlega dá- lítið ömurlegur vitnisburður um innra ásigkomulag allmikils hluta af lands- ins börnum, ofan á þá ytri vitnisburði um andlegt volæði, getuleysi og lífs- flótta, sem stjórnarfar vort, viðskipta- mál, hagstjórn og framkvæmdir bera vott um að öðru leyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.