Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Nýnemadagur Háskólans í Reykja- vík í upphafi vorannar var haldinn í gær, en á þeim degi er starfsemi skólans kynnt. Eru ýmsir viðburðir skipulagðir vegna þessa, og sækja nemarnir til dæmis margvíslegar kynningar um starfsemi skólans. Á einni slíkri ræddi Andri Tómas Gunnarsson, náms- og starfs- ráðgjafi við nýnemana um lyk- ilatriði til árangurs í háskólanámi, og leitaði meðal annars í smiðju Al- berts Einstein til þess að hvetja ný- nemana áfram. Ekki er að sjá ann- að en að Einstein gamli hafi fallið nemendunum vel í geð, og hugs- anlega eiga einhverjir þeirra eftir að feta í fótspor hans. Nýnemadagur í Háskólanum í Reykjavík Morgunblaðið/Þórður Hugljómun sótt í smiðju Einsteins Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Byggingarfulltrúi Reykjavíkur sam- þykkti á þriðjudaginn niðurrif á hús- unum á lóð Hverfisgötu 103. Versl- unin Nexus var áður þarna til húsa. Lóðin er á svæðinu milli Bar- ónsstígs og Snorrabrautar, neðan við Hverfisgötuna. Til stendur að reisa 100 herbergja lúxushótel á lóð- inni. „Niðurrifið hefst bara núna í jan- úar,“ segir Sigurður Andrésson, framkvæmdastjóri og eigandi SA Verks ehf., sem sér um niðurrifið og uppbygginguna. Sigurður vonast til að framkvæmdum verði að miklu leyti lokið í sumarbyrjun. Hótelið á að taka til starfa í maí 2015 og verður rekið af KEA- hótelum, hannað á teiknistofunni Opus á Akureyri. KEA mun einnig hafa tryggt sér gamla Reykjavíkurapótekshúsið við Austurstræti 16 undir hótelrekstur. U-laga hótelbygging „Hótelið verður á allri lóðinni, U- laga og opnast til vesturs,“ segir Sigurður, en sjá má drög að útliti hússins á myndinni hér að ofan til hliðar. Útlitið gæti þó tekið nokkr- um breytingum frá því sem hér birt- ist, þar sem hönnunarvinnu er ekki lokið. „Þetta verður myndarlegt hótel og löngu kominn tími til að lyfta þessari götu aðeins upp,“ segir Sig- urður. Hann bendir á að mikil upp- bygging sé á Hverfisgötunni, og nefnir Hljómalindarreitinn sem dæmi. „Sú framkvæmd nær alveg niður að Hverfisgötunni.“ Inngangur hót- elsins verður á jarðhæð, en í dag er reiturinn nokkru lægri en nærliggj- andi Hverfisgata. Sigurður segir að þar verði bílakjallari, auk þess sem veitingastaður verður að öllum lík- indum á hótelinu. „Það er gert ráð fyrir að hægt verði að sitja úti inni í U-inu,“ segir Sigurður. Sóldýrkendur ættu að geta notið sólarinnar á hótelinu yfir sumarmánuðina, því nærliggjandi hús eru ekki það há að þau skyggi algjörlega á sumarsólina. „Það verð- ur örugglega notalegt.“ Veitingahús á Hverfisgötu 12 Sæmundur í sparifötunum, eig- andi KEX-hostels, sótti um bygg- ingarleyfi til að innrétta veitinga- stað í húsnæði neðar í sömu götu, við Hverfisgötu 12, á horni Ingólfs- strætis og Hverfisgötu. Pétur Marteinsson, einn eigenda fyrirtækisins, vildi lítið gefa upp um hvað til stæði að gera í húsnæðinu, en sagði að von væri á að það myndi skýrast mjög fljótlega. Sama teymi og er að baki KEX sækir um leyfið, en við Hverfisgötuna verður þó ekki gistiaðstaða. Byggingarfulltrúi hafnaði umsókn fyrirtækisins á þeim grundvelli að umsögn Reykjavíkur vantaði, en húsið er eitt elsta steinsteypta hús í Reykjavík, byggt árið 1910. Pétur segir að það setji ekki strik í reikn- inginn því þeir ætli sér að færa hús- ið nær upprunalegri mynd frekar en hitt. Guðmundur Hannesson læknir byggði húsið, en hann er sagður einn helsti arkitektinn á bak við að- alskipulag Reykjavíkur árið 1927. 100 herbergja lúxushótel rís á Hverfisgötu 103  KEA bætir við sig hótelum  Sæmundur í sparifötunum vill opna veitingastað Morgunblaðið/Golli Hverfisgata 103 Hótelið verður mikil bragarbót. Teikning/Opus Hótel Á Hverfisgötu 103 verður lúxushótel. Myndin hér að ofan sýnir ekki endanlegt útlit hússins. Morgunblaðið/Golli Hverfisgata 12 KEX-menn vilja opna veitingastað. Eigendur fiskvinnslunnar Marmetis í Sandgerði stefna að því að halda rekstri áfram. „Ég vona að fisk- vinnslan fari aftur af stað og neita að gefa upp vonina um að eitthvað verði þarna,“ segir Magnús S. Magn- ússon, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Sandgerðis. Marmeti hætti vinnslu í nýju og glæsilegu fiskvinnsluhúsi sínu í Sandgerði á haustmánuðum eftir að- eins nokkurra mánaða starfsemi. Öllu starfsfólki var sagt upp störfum en þegar mest var unnu þar yfir fjörutíu manns. Uppsagnarfrestur þrjátíu starfs- manna rann út um áramót en fyr- irtækið gat ekki greitt þeim laun fyrir desember. Verkalýðsfélagið hefur verið í samskiptum við fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins frá því á föstudag og í gærmorgun fékk starfsfólkið hluta af laununum, 60- 65%. Ekki er vitað hvernig fer með það sem útistandandi er. Beint á atvinnuleysisskrá Unnið hefur verið að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins undanfarnar vikur. Í fréttatilkynn- ingu frá forráðamönnum félagsins kemur fram að fregna af nið- urstöðum þeirrar vinnu og þar með lausnar á fjárhagslegum erfiðleikum sé að vænta innan skamms. „Mark- mið þeirrar endurskipulagningar er að starfsemi félagsins haldi áfram,“ segir í tilkynningunni. Magnús segir að ekki sé mikla vinnu að hafa í Sandgerði og telur hann að flestir þeir sem misstu vinn- una hjá Marmeti hafi farið beint á atvinnuleysisskrá. Byggt var nýtt fiskvinnsluhús yfir starfsemi fyrirtækisins, um 2000 fermetrar að stærð, og Marel setti upp fullkomna vinnslulínu. Heildar- fjárfesting var áætluð liðlega 600 milljónir kr. í lok janúar þegar Steingrímur J. Sigfússon atvinnu- vegaráðherra og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri gerðu fjárfestingasamn- ing við Örn Erlingsson útgerð- armann um ívilnanir vegna fjárfest- ingarinnar. helgi@mbl.is Vilja halda áfram  Marmeti gerði upp hluta desemberlauna Efnainnihald vatnsins í Múlakvísl á Mýrdalssandi bendir til að hlaupvatn sé að leka undan einum katlanna á vatnasviði Kötlujökuls í Mýrdalsjökli. Veðurstofa Íslands fylgist sérstaklega með vatnshæð og rafleiðni í ánni og telur ekki hættu á tjóni, enn sem komið er. Mælir Veðurstofunnar á Múla- kvíslarbrú sýnir stöðuga aukningu á rafleiðni í ánni frá því á gaml- ársdag. Svipaðir lekar hafa komið áður í Múlakvísl, til dæmis í smáhlaupi í október sl. Brúna yfir Múlakvísl tók af í miklu jökulhlaupi í byrjun júlí 2011. Þetta var á aðal-ferða- mannatímanum og fljótlega var tengingu komið á um bráða- birgðabrú. Starfsmenn verktakafyrirtæk- isins Eyktar vinna nú að smíði nýrrar brúar. Stöplarnir voru steyptir í haust og vetur. Einnig verða gerðir miklir varnargarðar austan ár til að halda henni í far- vegi sínum. Nýja brúin er hærri en sú gamla og á að þola mun stærri jökulhlaup. helgi@mbl.is Hlaupvatn talið leka í Múlakvísl Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Múlakvísl Ekki hefur aukist mikið í Múlakvísl en rafleiðni bendir til að hlaupvatn leki undan Kötlu. Unnið er að smíði nýrrar brúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.