Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 33
dögum voru bara unnin allra nauðsynlegustu störfin eins og að sinna skepnum og slíku. Sveitung- ar okkar undruðust oft þennan sið og þá sérstaklega í kringum hey- skap en aldrei minnist ég þess að hvíldardagurinn hafi komið niður á heyfeng í Hundadal. Ég á því láni að fagna að hafa fengið að eyða stórum hluta af mínum uppvaxtarárum með Hirti og Lilju í Hundadal og tel ég að samvera mín með þeim hafi gert mig að betri manni. Mig langar að enda þetta á því að senda henni Lilju þinni og börnum innilegar samúðarkveðj- ur. Hvíl í friði, elsku Hjörtur minn. Magnús Sveinsson. Hjörtur var á líkum aldri og sum eldri systkin mín og þau höfðu verið saman í farskóla áður en ég fæddist, bæði hjá okkur fram í Skógsmúla og hjá þeim fram í Hundadal. Hann minntist stundum á mismunandi viðmót foreldra minna þegar þau krakk- arnir voru að ólátast milli kennslustunda. Honum var einkar hlýtt til fjölskyldu minnar og talaði ætíð um okkur sem ná- frændur þótt reyndar værum við ekki nema fimmmenningar. Þessi vinátta var gagnkvæm þótt fólkið væri nokkuð ólíkt. Bræður mínir voru nokkuð „upp á heiminn“ en Hjörtur stilltur og bindindissamur, afar vandaður maður til orðs og æðis og svo sanntrúaður að sumum fannst hann allt að því hafa heilags manns yfirbragð. Öll hrærðust þau þó sameiginlega í anda ung- mennafélaganna á árunum milli stríða, en sumt af mínu fólki var öllu róttækara í samfélagsmálum en framsóknarmönnum einsog Hirti fannst við hæfi. Ég heyrði sem barn stundum slá í brýnu þótt vináttan og samheldnin skertist ekki. Hjörtur var bæði greindur maður og margfróður, hvort held- ur var um sögu sveitar sinnar og landslag eða gang heimsmála frá örófi alda. Það var til að mynda ekki ónýtt að leita til hans þegar unnið var að árbókum Ferða- félags Íslands um Dalabyggð. Hann þreyttist ekki á að leiðbeina mér sem yngri frænda um ágæti samvinnustefnunnar og mundi auk þess líklega hafa talist til þeirra sem sumir þjóðfrægir menn nú á dögum vilja kalla „sanna Íslendinga“. Þegar ég um tvítugt var farinn að hallast að al- þjóðahyggju og álíta að flestar þjóðir hefðu til síns ágætis nokk- uð, man ég að Hjörtur sagði eitt sinn: „Þar riðu ekki hetjur um héruð.“ Það var ætíð notalegt að þiggja veitingar og jafnvel gistingu hjá þeim Lilju hvort heldur var fram í Hundadal eða Gröf og eins eftir að þau voru flutt í Silfurtún í Búð- ardal. Of sjaldan lét maður samt verða af því. Það var eins og mað- ur héldi að hann yrði eilífur. Árni Björnsson. Minn kæri tengdafaðir, Hjört- ur Einarson bóndi í Neðri-Hunda- dal, hefur nú kvatt okkur í bili og hvílist til upprisunnar. Ég kynnt- ist honum og Lilju 15 ára gömul þegar ég kom í sveit til þeirra sumarið 1974. Þau hjónin voru mikið trúfólk og ég fann mig „heima“ hjá þeim. Mér eru minn- isstæðar stundirnar á laugardög- um eftir morgunfjós, þegar Lilja spilaði á orgelið og Hjörtur las úr Biblíunni. Það voru gefandi og glaðar stundir. Hjörtur var ótæm- andi fróðleiksnáma um ýmislegt, ættfróður mjög og minnugur með afbrigðum. Hann var mikill fé- lagsmálamaður, og treyst til ým- issa trúnaðarstarfa innan sveitar sem og utan. Alla tíð bar hann hag sinnar sveitar fyrir brjósti, barð- ist m.a. fyrir því að sláturhúsið í Búðardal var endurreist, þá rúm- lega áttræður. Hann átti líka alla tíð bágt með að sætta sig við þeg- ar því var lokað, þótti vera skammsýni af versta tagi. Ekki má gleyma veginum yfir Bröttu- brekku og þætti hans í því að hann var endurgerður. Er þá bara fátt eitt nefnt. Óþrjótandi áhuga hafði hann á að fylgjast með búskapn- um bæði heima og hjá öðrum. Og gladdist þegar vel gekk. Örnefni kunni hann flestum betur og alltaf hægt að spyrja hann. Mikil þekk- ing á því sviði sem og mörgum öðrum hefur nú horfið en eftir lifir minning um sterkan og hlýjan mann sem ég virti mikils og sakna. En ég er viss um að við munum hittast í upprisunni þegar Jesú kemur til að sækja alla þá sem við honum hafa tekið og þeirri gjöf sem hann gaf okkur öll- um til endurlausnar. Í Post. 4:12 stendur: Um Jesúm: Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss. Þessu trúði Hjörtur. Blessuð sé minning hans. María. „Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum.“ Þannig mælti Steingrímur Thorsteinsson. Þessi orð falla einkar vel að persónu- leika Hjartar Einarssonar, frænda míns frá Neðri-Hundadal í Dalasýslu. Hann lést 23. desem- ber s.l., rúmri viku fyrir afmæli sitt á gamlársdag. Heilsa hans hafði verið heldur bágborin síð- ustu árin; sjón og heyrn farin að dofna og dauðinn ekki óvæntur gestur. Hjörtur bjó mestan hluta starfsævi sinnar í Neðri-Hunda- dal. Þar hefur sama ættin í karl- legg búið frá árinu 1780. Í Hunda- dal er tvíbýli og var þar stundum fjölmennt. Skömmu fyrir alda- mótin 1900 voru þar til heimilis tæplega 30 manns. Hið óvenju- lega nafn jarðarinnar er rakið til eins af fylgdarmönnum Auðar djúpúðgu. Sá hét Hundi og hlotn- aðist þessi jörð, þegar Auður út- hlutaði og skipti upp landi í Dölum til þeirra manna, sem hún hafði velþóknun á. Hjörtur bjó í Hundadal til árs- ins 1994, en þá hafði hann nokkru áður keypt jörðina Gröf, þar sem hann og eiginkona hans Lilja Sveinsdóttir, bjuggu í nokkur ár áður en þau fluttu í Dvalarheim- ilið Silfurtún, þar sem þau nutu góðrar aðhlynningar. Hjörtur kvæntist Lilju árið 1956. Hún er ættuð úr Vestmannaeyjum, var kennari og skólastjóri um tíma og organisti í mörgum Dalakirkjum. Hún lifir mann sinn eftir 57 ára hjónaband. Þrátt fyrir frændsemina urðu fundir okkar Hjartar ekki margir. Innan ættarinnar naut hann mik- ils álits, var einskonar ættfaðir, sem margir leituðu til um góð ráð og lausnir. Bróðir hans, Guð- mundur Hans Einarsson, sem um áratuga skeið var þekktur og virt- ur læknir í Gautaborg, sagði mér ýmislegt um uppvöxt og æskuár þeirra bræðra. Honum varð tíð- rætt um hjartahlýju og ljúf- mennsku bróður síns. Þegar fundum okkar Hjartar bar saman, voru mörg umræðu- efni á dagskrá. Hann fylgdist grannt með landsmálum og stjórnmálaskoðanir hans voru skýrar og klárar. Hann hafði áhuga á félagsmálum og hags- munamálum sveitar sinnar. Hann hafði gaman af kveðskap og safn- aði vísum og margvíslegum þjóð- legum fróðleik, sem hann skrifaði hjá sér. Ekki er ólíklegt, að eftir hann liggi umtalsvert safn þjóð- legra fræða. Þá hafði hann yndi af tónlist og spreytti sig á orgelleik. Hjörtur var trúaður, kristinn maður. Hann minntist æskuár- anna, þegar lesið var úr Postill- unni á sunnudögum og á föstunni og kvaðst þá hafa fundið nálægð æðri máttar, sem aldrei hefði frá honum horfið. Hjörtur var heil- steyptur og traustur í öllum sam- skiptum. Sál hans var ung allt til loka. – Ég flyt Lilju og fjölskyld- unni samúðarkveðjur úr mínum ranni. Árni Gunnarsson. MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014 ✝ Eyjólfur Ólafs-son, vöru- bifreiðastjóri á Þrótti, fæddist 13. apríl 1932 í Stóra- Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd. Hann lést 28. des- ember 2013 á Droplaugarstöðum í Reykjavík. Hann var sonur hjónanna Ólafs Péturssonar út- vegsbónda á Stóra-Knarrarnesi, f. 28. júní 1884, d. 11. október 1964, og Þuríðar Guðmunds- dóttur húsfreyju á Stóra- Knarrarnesi, f. 17. apríl 1891, d. 25. febrúar 1974. Eyjólfur var næstyngstur fjórtán systkina. Guðmundur, f. 6. október 1914, d. 28. nóvember 2001. Guðrún Ingibjörg, f. 13. febrúar 1916, d. 27. desember 1995. Ellert, f. 24. apríl 1917, d. 17. janúar 1984. Guðfinna Sigrún, f. 2. júlí 1918, d. 17. mars 2009. Guðmundur 2008. 2) Elín Ingibjörg, kelt- neskufræðingur, f. 24. maí 1979. Eyjólfur byrjaði sem ung- þjónn á Hótel Borg, þaðan fór hann yfir á Gullfoss þar sem hann vann einnig sem þjónn um borð. Síðan vann hann ýmis störf til sjós og lands, í bygging- ariðnaði og sem háseti á Tungu- fossi þangað til hann gerðist vörubifreiðastjóri 1964. Eyjólf- ur keyrði síðan eigin bíl frá Vörubílastöðinni Þrótti og var þar þangað til hann lét af störf- um vegna veikinda árið 2006. Hann fluttist á Droplaugarstaði 17. desember 2009 og var þar þangað til hann lést. Eyjólfur var í Stangaveiðifélagi Reykja- víkur um árabil, var félagi í El- liðaárnefndinni, sem sá meðal annars um hreinsun á svæðinu. Hann var mikill áhugamaður um tafl og spilamennsku og vann til fjölda verðlauna. Hann var í Bridgefélagi Hreyfils og tók þátt í mótum atvinnubíl- stjóra í Noregi og Svíþjóð. Eyjólfur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 9. jan- úar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Viggó, f. 20. nóv- ember 1920, d. 15. ágúst 2002. Pétur, f. 26. nóvember 1922, d. 5. mars 1998. Hrefna, f. 16. apríl 1923. Mar- grét, f. 11. nóv- ember 1924, d. 27. desember 2012. Ólafur, f. 6. júní 1926, d. 22. júní 1940. Guðbergur, f. 7. ágúst 1927. Bjarney Guðrún, f. 17. desember 1928. Áslaug Hulda, f. 7. júlí 1930. Hulda Klara, f. 10. októ- ber 1933, d. 25. apríl 1994. Hinn 12. júní 1960 kvæntist Eyjólfur Ágústu Högnadóttur, f. 15. desember 1940. Börn þeirra eru: 1) Júlíus Helgi, raf- eindavirki og kerfisstjóri, f. 1. maí 1967, eiginkona hans er Svala Huld Hjaltadóttir, f. 11. júlí 1969, og börn þeirra eru Katrín Lilja, f. 5. júlí 2001, og Guðjón Ágúst, f. 31. desember Hann pabbi var mjög fótviss og frár, fram á sjötugsaldur gat hann þotið upp í vörubílinn sem ekkert væri. Það var því mikið áfall fyrir pabba að fá eins hamlandi sjúkdóm og parkin- sons-sjúkdóminn að glíma við. Allt í einu var minnsta hreyfing orðin að átaki og undir það síð- asta gat hann rétt svo fært sig milli stóla. Stuttu fyrir jól þeg- ar ég var hjá honum vorum við að tala saman um sjónvarpsþátt þar sem fólk glímdi við að keyra bíla eftir erfiðustu vegum heims. Í þessum þætti var fólk- ið að feta sig eftir snjóþungum vegi í blindhríð í Kanada. Þetta var virkilegt ævintýri. Hann var nú á því að ævintýrin væru búin hjá sér í bili. Síðustu ævintýrin hans voru býflug- naævintýrið með Hafberg og útskriftin mín, ári seinna var hann kominn á Droplaugar- staði. Síðustu fjögur árin voru erfið af því að nú vorum við tvístruð. Vegna veikindanna var pabbi á Droplaugarstöðum en mamma heima. Heimilið var allt í einu á tveimur stöðum. Meðan mamma hafði heilsu til var hún hjá pabba á hverjum degi, en þegar hún veiktist urðu heim- sóknirnar færri og yfirleitt bundnar við helgarnar. Eitt- hvað voru heimsóknir mínar færri, því ég var ennþá í skóla erlendis, allt þangað til í júlí 2012. En við tók vinnan svo að heimsóknirnar voru aðallega bundnar við helgar, síðan náð- um við systkinin að skiptast á að fara til hans í miðri viku. Svo lengi sem veður og heilsa leyfðu vorum við mamma hjá pabba á hverjum laugardegi og sunnudegi. Það var slík laug- ardagsheimsókn þegar við kom- um til pabba sem endaði sem kveðjustundin. Við vorum kom- in öll til pabba, mamma, Júlíus og ég, meira að segja Óli og Munda komu og Guðs mildi að svo var. Við vissum í hvað stefndi en grunaði aldrei að þetta yrði svona snöggt. Við vorum að undirbúa okkur fyrir kvöldið að sitja hjá pabba og það mátti ekki miklu muna. Ég rétt náði til pabba áður en hann kvaddi alfarið. Ég sat við hlið hans og hélt í hönd hans og lá með höf- uðið á koddanum hjá honum. Ég veit að hann vissi að ég var þarna, því þegar hann dró síð- ast andann snerist höfuð hans eilítið í átt til mín og svo var hann farinn. Hann skilur eftir sig stórt skarð bæði hjá fölskyldunni og líka á Droplaugarstöðum. Pabbi var einstaklega heppinn með dvalarstað, þar sem yndislegt fólk var á sama gangi og hann og þau sem þar vinna. Lengi vel var sama fólkið með pabba og fjölskyldur þeirra og við hittumst á hverjum degi í kaffi- tímanum. Það leið ekki á löngu að fólk fór að kalla staðinn Kaffi Dropa, því þarna var fjörið og stemningin. Ásamt Sigurlaugu, Birgi, Svanhvíti, Guðrúnu og fjölskyldum þeirra mynduðum við litla fjölskyldu. Við skipt- umst á að koma með eitthvert lítilræði með kaffinu til að lífga upp á daginn þeirra. Fyrir utan hana Guðrúnu okkar, sem er hundrað ára gamall prakkari, eru þau nú öll fallin frá og er þeirra sárt saknað ennþá, en nýtt fólk hefur komið og farið og tekið sess þeirra sem áður voru. Pabbi átti líka góða spila- félaga á Droplaugarstöðum, þau Edith og Pétur og hann naut þess til síðasta dags að spila við þau. Elín Ingibjörg. Nú er hann afi okkar dáinn og viljum við minnast hans með þessu fallega ljóði. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði sem guð nú fær Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er svo sár En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt hann var mér góður afi, það er klárt En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú Því þar getur hann vakað yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt hann mun ávallt okkur vernda vináttu og hlýju mun hann okkur senda Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth) Katrín Lilja Júlíusdóttir og Guðjón Ágúst Júlíusson. Eyjólfur Ólafsson ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG INDRIÐADÓTTIR, Engjavegi 55, Selfossi, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 2. janúar. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 11. janúar kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á blóðlækningadeild Landspítalans, 11-G. Björn Sverrisson, Indriði Björnsson, Edda Björk Sævarsdóttir, Erla Soffía Björnsdóttir, Daði Jóhannesson, Kolbrún Björnsdóttir, Sveinn Elíasson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALBJÖRG JÓNSDÓTTIR sjúkraliði, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt laugardagsins 4. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á að leyfa Landspítala – Háskóla- sjúkrahúsi að njóta þess. Sigríður Rut Skúladóttir, Valgerður Margrét Skúladóttir, Sveinbjörn Halldórsson, Jón Hjörtur Skúlason, Margrét Óðinsdóttir, Steinunn Skúladóttir, Guðni Erlendsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær systir mín og mágkona, SIGRÍÐUR SUMARLIÐADÓTTIR, lést mánudaginn 30. desember. Útför hennar fer fram frá Neskirkju mánudaginn 13. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hvítabandið eða Kristniboðssambandið. Þökkum auðsýnda samúð. Ísleifur Sumarliðason, Sigurlaug Jónsdóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær móðir okkar, MÁLFRÍÐUR HRÓLFSDÓTTIR frá Höskuldsstöðum, Breiðdal, Miðvangi 22, Egilsstöðum, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað föstudaginn 3. janúar. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 11. janúar kl. 14.00. Börn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, amma og lang- amma, ERNA GUÐBJÖRG INGÓLFSDÓTTIR, Knarrarstíg 1, Sauðárkróki, lést föstudaginn 27. desember á Heilbrigðis- stofnun Sauðárkróks. Útför hennar verður frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 11. janúar kl. 14.00. Guðmundur Helgason og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.