Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einhver sem þarfnast aðstoðar þinn- ar þorir ekki að tala við þig. Heppni nútíð- arinnar tengist fortíðinni með einhverjum hætti. 20. apríl - 20. maí  Naut Tískan hefur áhrif á framkomu þína. Vertu bara róleg/ur; allt hefur sinn tíma og þannig verður útkoman bezt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gamlir vinir koma til þín á ný. Ef það er eitthvað sem þig langar til þess að komast til botns í, tekst þér það ábyggilega. Ekki hika við að biðja þína nánustu um hjálp þegar hennar er þörf. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Lífið er fullt af furðulegum hlutum sem koma skemmtilega á óvart. Notaðu tækifærið og reyndu að koma sem mestu í verk. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nýttu þér auðlindir annarra til að gera bætur heimavið eða innan fjölskyldunnar í dag. Vertu ekki óþarflega harður/hörð við sjálfa/n þig. Góður göngutúr væri góð byrj- un. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ættir að reyna að sjá fegurðina í hversdagslegum hlutum. En verðirðu óhepp- in/n veistu þó allavega hverjir eru ekki vinir þínir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Samstarfsmaður þinn er reiðubúinn til að hjálpa þér í dag. Efi og mistök sömuleiðis. Biddu fólk að gefa þér lengri tíma. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Leitaðu sanngjörnustu leið- arinnar til að deila eignum og ágóða með öðrum. En ef þú tekur sjálfa/n þig ekki of al- varlega og skoðar málið í öðru ljósi muntu geta hlegið innilega. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Í dag er tíminn til að hringja í vini sína. Reyndu að einbeita þér að starfi þínu og halda hlutleysi þínu innanhúss sem utan. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur verið of upptekin/n að undanförnu og ekki gefið gaum þeim sem næst þér standa. Láttu ekki mannalæti blekkja þig heldur sjáðu í gegnum þau og hagaðu þér svo eftir efnum og ástæðum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er óþarfi að láta sér leiðast þau störf sem skyldan býður. Taktu ekki meira að þér en þú getur staðið við með góðu móti. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhver er tilbúinn til að lána þér pen- inga eða hjálpa þér með öðrum hætti. Reyndu að fylgjast vel með því sem er að gerast í kringum þig. Friðrik Steingrímsson sendijóla- og áramótakveðju 28. desember kl 16.08: Yfir flest má finna nöfn fátt þá hugsun þvingar, við sköpun vísna skilja jöfn skáld og hagyrðingar. Tilefni þessarar vísu voru vangaveltur á Leirnum um muninn á þessu tvennu, skáldi og hagyrð- ingi. 11 mínútum síðar kvaddi Kristbjörg Freydís Steingríms- dóttir sér hljóðs og hafði orð á því að margir væru að kljást við kvef og hita: Þörf er á hlýjum verndar væng ef veikindi sækja að. Jólunum eyddi ég undir sæng, ekki meira um það. Hún sagðist mjög hrifin af fal- lega ljóðinu hans Björns Ingólfs- sonar á Leirnum og bíða í ofvæni eftir ljóðabók. Skáld eða hagyrð- ingur, – það væri spuningin um að vinna úr þeim hæfileikum sem hver og einn fengi í vöggugjöf og þá kæmi sér Björn í hug: Ekki er sama hver ávaxtar fenginn eða hver gígjuna slær, þegar Björn hreyfir hörpustrenginn er hljómurinn ávallt tær. Kristbjörg sagðist trúa því sem faðir hennar, Steingrímur Bald- vinsson í Nesi, hefði sagt: Að yrkja vel er 10% hæfileikar. 90% æfing. Hann gaf börnunum sínum þetta veganesti: Leggðu þig fram það er lífsins boð lítil að náminu er þér stoð ef kappið ei hugann hvetur. Hvort há eða lág þín einkunn er alltaf er prófið til sæmdar þér ef þú gerir eins vel og þú getur. Og rúmlega klukkutíma síðar lét Friðrik aftur til sín heyra: Þegar hæstum hæðum ná hugverk snillinganna virðist stundum örla á öfund sumra manna. Og um kvöldið skrifaði Ágúst Marinósson á Leirinn: Alveg sam- mála föður þínum og þér, Krist- björg. Góðan bata. Fékk Árleysið hans Bjarka líka og hef verið að lesa mér til ánægju: Um kverið eftir Bjarka bað bók sem hefur vægi. Um kallinn sem var alltaf að álpast suður á bæi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hvort er hagyrðingur skáld eða öfugt? Í klípu „MÉR FINNST HELDUR EKKI GOTT AÐ STIMPLA FÓLK SVONA, ÞESS VEGNA FÆ ÉG TRÖLLLJÓTA, HUGLAUSA, ILLA LYKTANDI AÐSTOÐARMANNINN MINN TIL AÐ GERA ÞAÐ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VINSÆLDIR OKKAR FARA DVÍNANDI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að koma heim með vín og rósir, án sérstakrar ástæðu. ÚRHRAK ENGIN VERÐLAUN GRETTIR, VIÐ SKULUM STAÐNÆMAST OG HUGLEIÐA LÍFIÐ OG TILVERUNA. MIG KLÆJAR Í FÓTINN. ERUM VIÐ HÆTTIR AÐ HUGLEIÐA? HEYRÐU ... BÍDDU AÐEINS ... HVERNIG VEIÐIR MAÐUR BJÖRN, HRÓLFUR? ÞAÐ ER EINFALT, ÞÚ BARA MIÐAR Á BJÖRNINN OG AFSKRIFAR HANN. Fyrir nokkrum áratugum spáðiAndy Warhol því að í framtíð- inni yrðu allir frægir í fimmtán mín- útur. Víkverja varð hugsað til þess- ara orða eftir fréttir helgarinnar, þar sem hann frétti fyrst af tilvist Vine-samfélagsmiðilsins, sem gerir gott um betur en Warhol spáði, og skammtar notendum sínum sex sek- úndur af frægð í formi misskond- inna myndbanda. Á grundvelli þeirrar skammtímafrægðar höfðu nefnilega tveir útlenskir smápjakk- ar náð því markmiði að vera sem goðum líkastir í Smáralindinni síð- astliðinn sunnudag, með tilheyrandi eignaskemmdum, yfirliði og troðn- ingi. x x x Sem betur fer ákváðu Víkverji ogfrú að versla í Kringlunni þenn- an sunnudaginn og losnuðu því við það að sjá íslensk ungmenni öskra líkt og Bítlarnir, Elvis og Jesús hefðu ákveðið að koma saman og væru allir mættir þarna í íslenskan verslunarkjarna. Víkverji og frú eru bæði rétt svo nýskriðin á fertugsald- urinn, og reyna eftir megni að fylgj- ast með stefnum og straumum, svona til þess að halda í það sem eft- ir lifir af æskuárunum. Höfðu Vík- verjahjón þó hvorugt nokkra hug- mynd um það hvaða andans menn höfðu verið þarna á ferðinni. Vík- verja hefur sjaldnar liðið eins og meira gamalmenni, fyrir að vita ekki hverjir þessir menn væru. Ja, fuss- um svei! x x x En allt fram streymir víst enda-laust og árin og dagarnir líða. Víkverji var kominn langt með að fordæma unglingakynslóðina fyrir að eltast við hvaða tískubólu sem er og veita hverjum sem er mjög svo óverðskuldaða, en sem betur fer skammvinna frægð. Þá leit hann í eigin barm. Kynslóð Víkverja var alls ekkert betri. Setningin „en hann er svo sætur,“ heyrðist alveg jafnoft þá og nú, og líklega eru þeir jafn- margir þá og nú sem hlutu frægð á þessum mektarárum Víkverja án þess að eiga neina innistæðu fyrir henni. Án þess að Víkverji þori að fullyrða það var kynslóð foreldra hans eflaust líkt farið. Víkverji hefur því stigið eitt skrefið enn til graf- arinnar. víkverji@mbl.is Víkverji Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm • Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.