Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014 Útsalan í fullum gangi Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Útsalan hefst í dag kl. 10 Klappastíg 44 - sími 562 3614 Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni • Nýtt kortatímabil ÚTSALA Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is/kjólar GLÆSIKJÓLAR FRÁ STÓRÚTSALA SPARIKJÓLAR, VETRAYFIRHAFNIR, PEYSUR, BOLIR, PILS OG M.FL. 20-50% afsláttur! Útsala! Kvenfatnaður - skór - jólavara Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16 www.facebook.com/spennandi Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Gert er ráð fyrir að með nýrri reglu- gerð um sjúkraþjálfun, er sett var í desember síðastliðnum, muni út- gjöld ríkisins til sjúkraþjálfunar lækka um 100 milljón krónur í sam- ræmi við aðhaldsmarkmið fjárlaga ársins 2014. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að forsvarsmenn Félags sjúkraþjálfara væru ósáttir við reglugerðina, sem gerir það að for- sendu fyrir greiðsluþátttöku Sjúkra- trygginga Íslands í sjúkraþjálfun að fyrir liggi skrifleg beiðni frá lækni. Töldu þeir hana torvelda aðgang fólks að heilbrigðisþjónustu. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins kemur fram að í lögum um sjúkraþjálfun nr. 58/1976 sem féllu úr gildi 1. janúar 2013 hafi verið ákvæði um að sjúkra- þjálfari mætti ekki taka sjúkling til meðferðar án samráðs við lækni. Þetta hafi breyst með gildistöku nýrra laga um heilbrigðisstarfsmenn í upphafi síðasta árs og var þá sjúk- lingum heimilt að leita beint til sjúkraþjálfara án beiðni frá lækni. Segir í svarinu að ráðuneytið telji nauðsynlegt að stýra flæði sjúklinga til sjúkraþjálfara og setja þannig faglegar skorður við því hvenær unnt sé að efna til útgjalda vegna sjúkraþjálfunar með greiðsluþátt- töku hins opinbera. Leiti sjúklingur beint til sjúkraþjálfara án tilvísunar læknis ber hann kostnaðinn sjálfur. „Að mati ráðuneytisins á þetta ekki að torvelda fólki aðgang að heil- brigðisþjónustu þar sem greiðslu- þátttaka er tryggð ef fyrir liggur læknisfræðilegt mat á þörf fyrir sjúkraþjálfun,“ segir í svarinu. Nauðsyn talin á að stýra flæði í sjúkraþjálfun  Gert ráð fyrir 100 milljóna króna lækkun útgjalda Morgunblaðið/Heiddi Sjúkraþjálfun Um 100 milljón krónur eiga að sparast með nýrri reglugerð. Björgunarsveitarmenn björguðu þremur fimmtán ára drengjum nið- ur af Ingólfsfjalli í gærkvöldi. Drengirnir lentu þar í sjálfheldu. Björgunarsveitir Slysavarna- félagsins Landsbjargar í Árnes- sýslu voru kallaðar út rétt eftir klukkan fimm í gær til aðstoðar drengjunum. Þyrla Landhelg- isgæslunnar var í æfingaflugi og var beint á staðinn þar sem í fyrstu var talið að leita þyrfti að fjórða drengnum sem fór á undan félögum sínum úr fjallinu. Hann kom fljót- lega fram. Um þrjátíu björgunarmenn sem sérhæfðir eru í fjallabjörgun tóku þátt í björguninni. Samkvæmt upp- lýsingum frá Landsbjörgu þurfti nokkra línuvinnu til að koma drengjunum niður af fjallinu en að- stæður til björgunar voru sagðar nokkuð krefjandi. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarna- félagsins Landsbjargar, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að piltarnir hefðu verið nokkuð kaldir eftir vistina á fjallinu enda ekki búnir til fjallgöngu. Fjöldi björgunarsveitarmanna tók þátt í björgun drengja úr sjálfheldu í Ingólfsfjalli Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Umferð um hringveginn jókst um 3,6 prósent á síðasta ári, en nær sí- felldur samdráttur hefur verið í um- ferðinni frá árinu 2007, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verk- efnastjóri hjá umferðardeild Vega- gerðarinnar, segir að tölur um um- ferð geti tengst ýmsum þáttum, eins og mannfjölda og fjölda bíla í um- ferðinni, og einnig vergri landsfram- leiðslu eða hagvexti. „Hjá öðrum þjóðum hefur fundist samsvörun á milli hagvaxtar og umferðartalna, það er hvernig umferð eykst eða dregst saman eftir því hvernig hag- fóturinn hefur það,“ segir Friðleifur Ingi. Hið sama gildi hérlendis. „Við höfum skoðað þetta og séð fylgni þarna á milli, á bilinu 96-98%.“ Frið- leifur Ingi segir því að hægt sé að nota umferðartölur sem hitamæli á efnahagsástandið. „Þessi aukning er því klár vísbending, og ég undir- strika það orð, til þess að við séum að hafa það betra en við höfum haft það.“ Ekki sé þó hægt að fullyrða um slíkt, þar sem eftir sé að taka saman tölur af öðrum vegum landsins. Umferð jókst um hringveginn Morgunblaðið/Styrmir Kári Umferðarþungi Umferð um hring- veginn jókst á síðasta ári um 3,6%.  Vísbending um meiri hagvöxt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.