Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Nýleg númer er heiti sýningarinnar sem Tumi Magnússon myndlistar- maður opnar í Hverfisgalleríi neðst við Hverfisgötuna klukkan 17 í dag, fimmtudag. Á sýningunni gefur að líta röð verka í samnefndri seríu og auk þess myndbandsverk á fimm skjám sem hann kallar Telefonitis. „Þessi röð heitir Nýleg númer, eða Recent Numbers þegar ég setti nánast sömu sýningu upp í Frank- furt í vor,“ segir hann. „Þetta eru teikningar af símanúmerum á fundið efni. Símanúmerið teiknast á sama hátt og fingurinn færist yfir talna- borðið á símanum,“ segir hann og teiknar út í loftið eins og hann sé að slá númer á stóran síma. „Ég byrjaði á að gera verk í þessa átt fyrir mörgum árum en þau urðu ekki að seríu fyrr en núna.“ Samspil hugmyndar og efnis Verkin eru, eins og hann segir, á fundið efni. Til að mynda á tvöfalt gler, masónítplötur, skáphurð, lím- trésplötu og plexígler. „Oftast ákveður efnið hvernig tölurnar enda á fletinum. Þetta er samspil hug- myndar og efnis. Flest verkanna eru máluð, þarna er eitt gert með límbandi og í þetta þarna er skorið djúpt með grafík- áhaldi og fyllt í skurðinn með máln- ingu. Þetta er málverk en málningin er komin ofan í flötinn.“ – Er þetta núningur málverks og nytjahlutar? „Notaðs nytjahlutar,“ segir Tumi. „Ramminn sem ég nota við gerð verkanna er nokkuð stífur en þó sveigjanlegur. Ég get leikið mér nokkuð með hann. Þetta eru teikningar, eða mál- verk; mér er sama hvað þetta er kallað. En það sem ég teikna, formið, kemur alltaf úr listanum yfir nýleg númer í farsímanum. Og titlarnir á verkunum eru númerin sjálf, án landnúmers. Það er hugsanlegt að fólk geti hringt í þessi númer en þau eru frá nokkrum löndum.“ Hann bendir svo á eitt einfaldasta verkið, þar sem teikningin byggist aðeins á láréttum og lóðréttum lín- um. „Þetta virkar einfalt en er samt langt númer, í Nepal,“ segir hann og les titilinn: 9808789993! Allt saman myndlist Á dögunum sýndi Tumi í Lista- safni ASÍ ásamt dönskum kollega sínum, þar á meðal myndbandsverk þar sem hann hafði fellt saman myndir þar sem sjá mátti hellt upp á kaffi í mörgum könnum; þær voru settar á helluna á sama tíma og lauk uppáhellingunni einnig samtímis, þar sem ýmist var hægt eða hraðað á tímanum. „Þetta er annað verk í sömu röð. Ég fékk leyfi til að taka upp þegar fólk svaraði í símann, við sjáum og heyrum samtalið og því lýkur þegar lagt er á. Lengsta símtalið var um 14 mínútur og það stysta innan við mín- úta, ég stytti þau eða lengi og nú eru öll samtölin orðin fimm mínútur. Þetta er eins konar umbreyting á tíma og hefur með upplifun okkar á tíma að gera við hversdagslega iðju. Tíminn líður mishratt, eins og við þekkjum, lífið gengur mishratt eða -hægt fyrir sig. En með þessu reyni ég að setja þá pælingu fram á mjög hversdagslegan hátt.“ Tumi var prófessor í myndlist við Listaháskóla Íslands um skeið en tók svo við kennarastöðu við Lista- akademíið í Kaupmannahöfn, sem hann gegndi til ársins 2011. „Ég var þar með deild sem var upphaflega málaradeild en ég opn- aði hana upp og fékk alls konar lista- menn í heimsókn, allar tegundir af list. Eins og sést á þessari sýningu finnst mér mjög mikilvægt að mað- ur líti ekki á hverja aðferð sem heil- aga, heldur sé þetta allt saman myndlist. Mér finnst mjög gefandi að vinna í fleiri en einn miðil, þeir hafa áhrif hver á annan og geta opn- að fyrir fleiri hugmyndir en ef mað- ur einblínir alltaf á sama miðilinn. Vídeó, hljóð, teikning og ljósmynd; þetta blandast allt saman hjá mér.“ „Þetta blandast allt saman hjá mér“  Tumi Magnússon sýnir Nýleg númer í Hverfisgalleríi Morgunblaðið/Einar Falur Númeraverk „Það sem ég teikna, formið, kemur alltaf úr listanum yfir ný- leg númer í farsímanum,“ segir Tumi og lyftir hér upp einu verkanna. Danskur danshópur, Hello Earth, er staddur á Egilsstöðum og mun dvelja þar í þrjár vikur. Hópurinn er þangað kominn á vegum Wild- erness dance, alþjóðlegs samstarfs- verkefnis sem Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs tekur þátt í. Hann mun vinna að list sinni í Sláturhús- inu, halda vinnustofur og standa fyrir fjölmennum dansviðburði. Dansarar Danshópurinn Hello Earth íklæddur forvitnilegum búningum. Hello Earth dansar á Egilsstöðum Byltingarkenndar rannsóknir sýna að lífvirka efnið í brokkolí, sulforaphane, hindrar hrörnun fruma og stuðlar að endurnýjun þeirra - bæði í heilanum og öllum líkamanum Getur haft frábær áhrif á heilsu og útlit • Hjálpar líkamanum að halda heilbrigði Stuðlar bæði að fyrirbyggjandi heilsuvernd og uppbyggjandi áhrifum til bættrar heilsu • Spornar gegn ótímabærri öldrun – á líkama og sál Getur hægt á öldrunarferlinu og dregið úr sýnIlegum áhrifum öldrunar á útlitið Einföld leið til að njóta þess áhrifaríkasta úr brokkolí - sulforaphane ... náttúrulega yngri ! Verndaðu frumurnar þínar ! Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily Cognicore byggir á sulforaphane úr lífrænt ræktuðum brokkolí-spírum að viðbættu túrmeric og selenium Fást í heilsubúðum, apótekum og Fjarðakaup brokkoli.is Tvær á d ag! HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið Englar alheimsins (Stóra sviðið) Lau 18/1 kl. 19:30 61.sýn Lau 25/1 kl. 19:30 aukas. Fös 7/2 kl. 19:30 71.sýn. Sun 19/1 kl. 19:30 aukas. Fim 30/1 kl. 19:30 Fim 13/2 kl. 19:30 72.sýn. Mið 22/1 kl. 19:30 62.sýn Fös 31/1 kl. 19:30 69.sýn Fim 23/1 kl. 19:30 63.sýn Fim 6/2 kl. 19:30 70.sýn. Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús. Þingkonurnar (Stóra sviðið) Fim 9/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 16/1 kl. 19:30 Fös 24/1 kl. 19:30 Mið 15/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 17/1 kl. 19:30 Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 12/1 kl. 13:00 25.sýn Sun 26/1 kl. 13:00 27.sýn Sun 9/2 kl. 13:00 Sun 19/1 kl. 13:00 26.sýn Sun 2/2 kl. 13:00 Sun 16/2 kl. 13:00 Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Pollock? (Kassinn) Fös 10/1 kl. 19:30 Lau 18/1 kl. 19:30 Lau 1/2 kl. 19:30 Sun 12/1 kl. 19:30 Fös 31/1 kl. 19:30 Vel skrifað verk og frábærir karakterar. Aukasýningar komnar í sölu! Englar alheimsins (Menningarhúsinu Hofi) Fös 10/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 15:00 Englar alheimsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í janúar! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 18/1 kl. 13:30 Sun 26/1 kl. 16:00 Sun 9/2 kl. 16:00 Lau 18/1 kl. 15:00 Sun 2/2 kl. 16:00 Sun 16/2 kl. 16:00 Síðustu sýningar fyrir jól - sýningar hefjast aftur í janúar. Sveinsstykki (Stóra sviðið) Fös 10/1 kl. 19:30 Aukas. Aukasýning í janúar. Ekki missa af Arnari Jónssyni í þessum einstaka einleik. Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Hamlet – frumsýning laugardagskvöld Mary Poppins (Stóra sviðið) Sun 12/1 kl. 13:00 Fös 24/1 kl. 19:00 Sun 2/2 kl. 13:00 aukas Fös 17/1 kl. 19:00 Lau 25/1 kl. 13:00 Fim 6/2 kl. 19:00 aukas Lau 18/1 kl. 13:00 Sun 26/1 kl. 13:00 Fös 7/2 kl. 19:00 aukas Sun 19/1 kl. 13:00 Fim 30/1 kl. 19:00 Lau 8/2 kl. 13:00 aukas Mið 22/1 kl. 19:00 aukas Lau 1/2 kl. 13:00 aukas Sun 9/2 kl. 13:00 lokas Súperkallifragilistikexpíallídósum! Síðustu sýningar! Jeppi á Fjalli (Gamla bíó) Fös 10/1 kl. 20:00 Mið 15/1 kl. 20:00 Lau 18/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 20:00 Fim 16/1 kl. 20:00 Sun 19/1 kl. 20:00 Sun 12/1 kl. 20:00 Fös 17/1 kl. 20:00 Flytur í Gamla bíó í janúar vegna mikilla vinsælda. Síðustu sýningar! Hamlet (Stóra sviðið) Fös 10/1 kl. 20:00 fors Fim 16/1 kl. 20:00 3.k. Lau 25/1 kl. 20:00 aukas Lau 11/1 kl. 20:00 frums Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Sun 12/1 kl. 20:00 2.k Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Mið 15/1 kl. 20:00 aukas Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Sun 2/2 kl. 20:00 Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýjir tímar, nýr Hamlet. Óskasteinar (Nýja sviðið) Fös 31/1 kl. 20:00 frums Fim 13/2 kl. 20:00 7.k Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Lau 1/2 kl. 20:00 2.k Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Sun 2/2 kl. 20:00 3.k Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Þri 4/2 kl. 20:00 4.k Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Mið 5/2 kl. 20:00 aukas Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Lau 8/2 kl. 20:00 aukas Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Sun 9/2 kl. 20:00 5.k Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Þri 11/2 kl. 20:00 6.k Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla Refurinn (Litla sviðið) Fim 9/1 kl. 20:00 Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt. Síðustu sýningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.