Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Íslenska skátahreyfingin hefur verið starfrækt í meira en heila öld en fyr- ir rúmu ári fagnaði hreyfingin aldar- afmæli skátastarfs á Íslandi. Til að standa undir starfi skátahreyfing- arinnar og bæta og styrkja starfið hafa skátar leitað til almennings með ýmsum hætti en Helgi Tómas- son sem gegndi lengi stöðu yfirlækn- is á Kleppi stóð fyrir einni fyrstu söfnun skáta hér á landi haustið 1913 en fyrir ágóða hlutveltunnar var keypt tromma og sjö lúðrar frá Eng- landi. Skátahreyfingin er orðin töluvert stærri í dag og aðferðirnar aðrar að sækja styrki og fjármagn til að reka hreyfinguna. Nú treystir skáta- hreyfingin m.a. á dósa- og flösku- söfnun en margir muna eftir appels- ínugulu söfnunarkúlunum sem voru vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið. „Við höfum verið að safna flöskum og dósum frá því að endurgjaldið var tekið upp árið 1989 en þessi söfnun stendur undir töluverðum hluta af tekjum hreyfingarinnar,“ segir Her- mann Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Bandalags íslenskra skáta. Lífæð skátahreyfingarinnar Þrátt fyrir að appelsínugulu söfn- unakúlurnar séu horfnar er söfnun skáta alls ekki í neinni lægð. „Það er reyndar ein appelsínugul söfn- unarkúla enn í notkun og hún er á Akureyri en annars höfum við skipt þeim út enda voru þær farnar að skemmast og voru dýrar í rekstri. Í dag erum við með 60 söfnunargáma en við bættum nýlega við 30 og stefnum á að verða með 120 söfn- unargáma,“ segir Hermann. Fjármagnið sem fæst úr dósa- og flöskusöfnuninni fer að mestu í innra starf skátanna þ.e. að bæta og efla fræðslustarf hreyfingarinnar. „Við erum með um 2.500 skráð börn og unglinga í starfinu okkar og síðan bætast við um 2.500 til viðbótar sem mæta í sumarnámskeiðin okkar og sumarbúðir. Þess vegna teljum við mikilvægt að búa til öfluga skátafor- ingja og mennta þá og þjálfa. Söfn- unin stendur fyrir þeirri þjálfun og einnig viðburðum á vegum skát- anna.“ Grænir skátar Skátahreyfingin hefur ætíð reynt að vera öðrum til fyrirmyndar í framkomu og umgengni og því er verkefnið Grænir skátar öðrum góð fyrirmynd. „Þegar söfnunin hófst árið 1989 var það gert með þeim for- merkjum að hreinsa til og stuðla að endurvinnslu,“ segir Hermann en árið í ár er það besta í söfnun skát- anna frá upphafi. „Árið sem er að líða er metár hjá okkur og við vonum að hægt verði að gera enn betur á næsta ári. Það er auðvitað ekki hægt með öðrum hætti en að fólk sé dug- legt að færa okkur dósir og flöskur og skátarnir þakka fyrir stuðninginn á árinu og velvilja þeirra fjölmörgu sem gefa skilagjaldsskyldar umbúð- ir til stuðnings skátastarfinu.“ Umhverfisvænir skátar safna flöskum  Dósa- og flöskusöfnun skátahreyfingarinnar mikilvægur þáttur í tekjuöflun hennar  Söfnunargámum fjölgað Söfnun Skátarnir hafa safnað flöskum og dósum af kappi frá árinu 1989. Gert er ráð fyrir að norðurljós verði áberandi á norðurhveli jarðar í dag, fimmtudag. Hins vegar er því spáð að skýjað verði víðast hvar á landinu og að líklega eigi þau ekki eftir að sjást annars staðar en á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra þar sem verði léttskýjað. „Það er von á gusu svona rétt fyrir hádegi og leifar af henni verða kannski fram á kvöld,“ sagði Þórður Arason, sérfræðingur hjá Veð- urstofu Íslands, í samtali við mbl.is. „Vandamálið er að það er alltaf svo skýjað. Við á höfuðborgarsvæð- inu fáum ekki að sjá neitt. Það verð- ur kannski bjart fram undir kvöld- mat og síðan kemur skýjabakki yfir okkur,“ segir Þórður. Virkni norður- ljósanna verður 5 á mælikvarðanum 0-9 sem þýðir að hún verði mikil. Samkvæmt vef Veðurstofunnar verður virknin hins vegar 2 eða lítil en Þórður segir að sú tala byggist á röngum gögnum frá veðurstofu Bandaríkjanna, NOAA. Upplýsingar um virkni norðurljósanna á vefsíðu jarðvísindastofnunar Háskólans í Alaska séu hins vegar réttar en þar segir að hún verði 5 sem fyrr segir. Norðurljós verða áber- andi á norðurhvelinu Morgunblaðið/Brynjar Gauti FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA FORRÉTTUR Hvítlauksristaðir humarhalar með brauði og hvítlaukssmjöri AÐALRÉTTUR Lamba primesteik með ristuðu grænmeti, rósmarín, hunangi og bakaðri kartöflu EFTIRRÉTTUR Frönsk súkkulaðikaka með þeyttum rjóma og ferskum berjum BRUNCH Heilsu Brunch: Brauð, ostur, soðið egg, tómatur, gúrka, ávextir, sulta, kjúklingaskinka og íslenskt smjör Lúxus Brunch: Spæld egg, beikon, ostasneiðar, spægi- pylsa, brauð, kartöflur, ferskt tómatsalat, smoothie, ávextir, sulta, smjör og amerískar pönnukökur með sírópi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.