Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014 Í dag er stjórnendadagur hjá Icelandic Group og því verður nógað gera hjá Gunnari Má Sigurfinnssyni, framkvæmdastjóraIcelandair Cargo, fram að kvöldmat. „Þá fer ég heim og ég veit að konan er búin að skipuleggja eitthvað skemmtilegt eins og venju- lega á þessum degi,“ segir hann, en Gunnar Már er 49 ára í dag. Af- mælisbarnið segir að á þessum tíma ársins séu flestir búnir að fá nóg af veislum í bili. „En það er alltaf gaman að gera sér dagamun þegar tilefni er til þess,“ áréttar hann. Gunnar Már er mikill íþróttamaður, spilaði lengi fótbolta og hef- ur látið til sín taka í golfinu auk þess sem hann er örugglega með betri Eyjamönnum á skíðum. „Golfið er númer eitt, tvö, þrjú og fjög- ur en ég sinni því ekki á veturna og þá halda skíðaferðir mér róleg- um,“ segir kappinn. Hann segir að fjölskyldan fari á skíði í Bláfjöll og norður á Akureyri auk þess sem hún fari í eina skíðaferð til meg- inlands Evrópu á hverjum vetri. „Við stefnum á að fara til Frakk- lands í febrúar og svo förum við í golf í Manitoba í Kanada í sumar.“ Hann bætir við að Lindu, eiginkonu sinni, hafi þótt hann eyða full- miklum tíma í golfið og því hafi þau gert samkomulag fyrir um ára- tug þess efnis að hann færi með henni á skíði og hún með honum í golf. „Ég fór strax á skíðin með henni og er alveg þokkalegur en hún byrjaði í golfinu í fyrra.“ steinthor@mbl.is Gunnar Már Sigurfinnsson 49 ára Morgunblaðið/Valdís Thor Í vinnunni Alltaf nóg að gera hjá Gunnari Má Sigurfinnssyni. Með betri Eyja- mönnum á skíðum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Helen Aría fæddist 16. apríl kl. 18.39. Hún vó 3.174 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Aníta Sig- urbjörg Emilsdóttir og Björgvin Sig- mar Ómarsson. Nýir borgarar Reykjavík Aleksandra Sól fæddist 19. febrúar kl. 0.00. Hún vó 4.820 g og var 57 cm löng. Foreldrar hennar eru Ragnheiður Þórisdóttir og Aleks- andar Knezevic. S igurður Arnar fæddist á Akureyri 9.1. 1964 og ólst upp á Brekkunni. Hann var í Barna- og Gagn- fræðaskóla Akureyrar, lauk stúdentsprófi frá MA 1984 og cand.oecon-prófi frá HÍ 1991. Á unglingsárum vann Sigurður á sumrin hjá Vatnsveitu Akureyrar. Hann og kona hans fóru til Reykja- víkur í háskólanám eftir stúdents- próf, en eftir útskrift frá HÍ vann hann við endurskoðun og reiknings- hald hjá KPMG og Endurskoðun ehf., í Reykjavík og á Akureyri, en fjölskyldan flutti aftur norður. Þau fluttu aftur til Reykjavíkur 1997 er Sigurður hóf undirbúning að opnun verslunar sem átti eftir að breyta verslunarsögu á Íslandi og í febrúar 1998 var opnuð raftækja- verslunin ELKO. Má segja að þá hafi runnið kaupæði á Íslendinga, en langar biðraðir mynduðust og versl- unin hefur verið leiðandi í sölu á raf- tækjum frá fyrsta degi. Sigurður var fyrsti fram- kvæmdastjóri ELKO og rak versl- unina í nokkur ár. Hann var fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs BYKO 2001-2004, en þá var m.a. ný stór- verslun BYKO í Breidd opnuð ásamt nýjum verslunum víða um land. Sigurður varð forstjóri Kaupáss 2004, sem rak verslanir Krónunnar, Nóatúns, 11-11, Intersport og Hús- gagnahöllina. Rekstur Kaupáss var endurskipulagður og Krónan hóf stórsókn í samkeppni við Bónus á matvörumarkaðnum í ársbyrjun 2005. Þar með komst Krónan á kort- Sigurður Arnar Sigurðsson framkvæmdastjóri – 50 ára Með eiginkonu og sonum Sigurður og Harpa, ásamt Sigurði Aroni og Viktori, í sumarfríi í Tyrklandi. Maður framkvæmda í verslun og viðskiptum Á kunnuglegum slóðum Sigurður og Harpa á skíðum í Hlíðarfjalli. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Framrúðuviðgerðir Gerum við og skiptum um bílrúður fyrir öll tryggingafélög Skeifan 2 • Sími 530 5900 • www.poulsen.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.