Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 3

Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 3
MÁLFRÍÐUR  Stundum þegar tímarit fagfélags berast, verður manni hugsað sem svo að það taki því varla að opna þau, þetta hafi allt komið fram áður. En ef maður tekur upp blaðið, fer að lesa í hringiðu samræð­ unnar, kemst maður aftur inn í eitthvað sem má ekki þagna, því að það er til þess að tengja saman ólíka aðila. Alveg eins og tungumálið. Það koma fram aðferðir, skoðanir, hlutir sem þarf að ræða ef við viljum ekki sitja eins og þursar við eld sem okkur yljar en við skiljum ekki. Við tjáum okkur hvert við annað, við veltum upp aðferðum við að tjá okkur, við veltum fyrir okkur samskiptum okkar og hvernig við komum mismunandi aðferð­ um áfram til komandi kynslóða. Við veltum fyrir okkur merkingu tungumálsins, tungumálanna, og þá skiptir það ekki máli hvort um er að ræða töluð orð, handahreyfingar, liti, tóna eða snertingu. Það sem skiptir máli er að tala saman. Hvernig sem við gerum það. Í þeim anda búum við til svona blað, og í þeim anda tökum við það upp til þess að lesa það. Efnisyfirlit Ritstjórnarrabb . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 ETM mappan: Leið til að snúa vörn í sókn . . . . 5 Fun English Teaching – Relaxed Mind Learning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Tungumálakunnátta er grunnur menningarlæsis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13 Fluer i hovedet. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 Nordspråk námskeið á Grænlandi . . . . . . . . . . . 21 „Það er nú svo mikill uppgangur þarna fyrir austan“ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Tungumálakunnátta eykur samkeppnishæfni . . 28 Málfríður tímarit Samtaka tungumálakennara, 1. tbl. 2006 Útgefandi: Samtök tungumálakennara á Íslandi Ábyrgðarmaður: Auður Torfadóttir Ritnefnd: Ásmundur Guðmundsson Bryndís Helgadóttir Halla Thorlacius Sigurður Ingólfsson Prófarkalestur: Eygló Eiðsdóttir Umsjón með netútgáfu: Guðbjartur Kristófersson Málfríður á Netinu: http://malfridur.ismennt.is Umbrot, prentun og bókband: Gutenberg Póstfang Málfríðar: Pósthólf 1110 128 Reykjavík Eftirtalin félög tungumálakennara eiga fulltrúa í ritstjórn Málfríðar vorið 2006: Félag dönskukennara: Bryndís Helgadóttir Iðnskólanum í Hafnarfirði heimasími: 557 4343 netfang: bryndis.helgadottir@idnskolinn.is Félag enskukennara: Halla Torlacius Garðaskóla heimasími: 552 4509 netfang: halla@gardaskoli.is Félag frönskukennara: Dr. Sigurður Ingólfsson Menntaskólanum Egilsstöðum heimasími: 471 2110 netfang: si@me.is Félag þýskukennara: Ásmundur Guðmundsson Menntaskólanum í Reykjavík heimasími: 568 1267 netfang: asmgud@mr.is Ritstjórnarrabb Forsíðumynd: Gestur Friðrik Guðmundsson

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.