Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 14

Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 14
14 MÁLFRÍÐUR hver leggur í nám í Þýskalandi eða Frakklandi, bara með tvo litla tungumálaáfanga upp á vasann? Það að skera niður tungumálakennslu eins og áætlanir segja til um tel ég að aðeins sé byggt á hæpnum rökum og að mínu mati algjörlega úr takti við tímann. Nú, á tímum síaukinnar alþjóðavæðingar, þegar Ísland er virkilega að komast á hið alþjóðlega kort, bæði hvað varðar innflutning og útflutning, á vörum, þjónustu og fólki – þá fyrst er þörf á að menn kunni skil á lyklunum að samskiptum við aðrar þjóðir – tungumálum. Bæði til notkunar erlendis og hér heima – og við megum ekki gleyma því að tungu­ málakunnátta er oft notuð sem mælikvarði á mennt­ unarstig einstakra þjóða. Við Íslendingar megum síst sofna þarna á verðinum, þar sem við erum algjörlega háð tungumálakunnáttu, þegar kemur að samskiptum við aðrar þjóðir. Við erum ekki svo heppin að aðrar þjóðir tali okkar tungu. Nú, þegar töfraorð viðskiptalífsins eru útrás, alþjóðahugsun og landvinningar og viðskiptajöfr­ um er boðið upp á námskeið í menningarlæsi, siðum og háttum erlendra þjóða, þá á að skera niður einn stærsta lykilinn að þessu öllu – tungumálanámið. Menn eru nefnilega í auknum mæli að gera sér ljósa hina miklu þýðingu persónulegra samskipta í alþjóðlegum viðskiptum. Það er alveg sama hversu hátt tæknistigið verður – hversu risastór fyrirtækin verða – það er aldrei neitt sem kemur í stað samskipta manna á milli og þetta nýlega hugtak – „menningarlæsi“ er einhver sá mesti fjársjóður sem menn hafa yfir að ráða í alþjóðlegum viðskiptum. Það þarf að þekkja við­ skiptavininn, siði hans, venjur og hugsanagang ef á að sigra hjarta hans, t.d. að vita að þú mætir aldrei of seint á fund með Þjóðverjum og sýgur ekki upp í nefið meðan á fundinum stendur, þú hneigir þig fyrir japönskum viðskiptafélögum og kyssir þá rúss­ nesku, helst beint á munninn. Það er nefnilega ekki nóg að kunna bara að reikna til að ná árangri á alþjóðavettvangi. Það er engin spurning að það er tungumálakunn­ áttan sem er grunnurinn að menningarlæsinu og einhvern tímann heyrði ég því fleygt og tileinkaði mér að maður lærir aldrei að skilja aðrar þjóðir og menningu þeirra almennilega, nema maður kunni tungu þeirra mjög vel. Það er sama hvert litið er í efnahags­ og atvinnu­ lífinu, svo ekki sé talað um útflutningsatvinnuvegi okkar Íslendinga, allsstaðar rekumst við á ástæður fyrir því að miklu nær væri að bæta við áföngum í tungumálakennslu en að skera þá niður. Ferðaþjónusta er ein þeirra útflutningsgreina sem við Íslendingar bindum miklar vonir við og ekki að ástæðulausu. Vöxtur í greininni hefur verið nær við­ stöðulaus síðan mælingar hófust og ljóst að framtíð­ in getur orðið björt. Árið 2004 er áætlað að rúmlega 6000 manns hafi verið í fullu starfi við ferðaþjónustu allt árið. Ferðaþjónustan er eins og allir vita þjónustugrein sem byggir að miklu leyti á mannauði og samskipt­ um manna á milli. Tungumálakunnátta er þar af leiðandi mikilvæg auðlind í ferðaþjónustu. Eins og fram hefur komið er tungumálakunnátta oft notuð sem mælikvarði á menntunarstig þjóða. Ég hef í starfi mínu oft heyrt gesti dást að því hversu marg­ tyngd við Íslendingar erum og að ótrúlegasta fólk geti haldið uppi samræðum á þýsku. Ég er hrædd um að það verði liðin tíð ef áætlanir menntamála­ yfirvalda ná fram að ganga. Ferðaþjónusta fer mikinn part fram á erlendum tungumálum og því mikilvægt að við sem gest­ gjafar tölum sem flestar tungur og sem best. Það er ótrúlegur fjöldi Íslendinga sem á samskipti við Komdu á rétta staðinn B R A U TA R H O LT I 8 • 1 0 5 R E Y K J AV Í K •   S Í M I 5 6 2 3 3 7 0 •   w w w . i d n u . i s BÓKABÚÐ og gerðu góð kaup! Ný verslun í Brautarholti 8Hlemmur IÐNÚ bókabúð Laugavegur N óa tú n Brautarholt Þ ve rh ol t www.boksala.is Alltaf vi› höndina!

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.