Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 31

Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 31
MÁLFRÍÐUR 1 Dönskukennarafélagið sendi bækling í alla skóla landsins um mikilvægi þess að læra Norðurlandamál. Eftirfarandi setningar eru úr þessum bæklingi. Dönskukennsla er lykill að Norðurlöndunum. Norðurlöndin eru málsvari milljóna manna. Norðurlandasamstarf er okkur mikilvægt. Saga okkar og menning er samofin sögu og menningu hinna Norðurlandanna. Danskan tengir okkur við norræna menningu. Íslendingar eiga mikil samskipti við Norðurlöndin á fjölmörgum sviðum. Dönskukunnátta auðveldar þessi samskipti. Norræn samtök bjóða ýmsa styrki til náms og verkefna. Danska og íslenska eru skyld mál. Það auðveldar okkur að læra dönsku. Færni í dönsku gerir okkur einnig kleift að eiga samskipti við þá sem tala norsku og sænsku. Dönskukunnátta auðveldar öll samskipti þjóðanna í íþróttum, menningu, viðskiptum og stjórnmálum. Dönskukunnátta kemur sér vel í mörgum starfsgreinum, s.s. ferðaþjónustu, stjórnsýslu, viðskiptum og tækni. Með því að læra mörg tungumál aukum við möguleika okkar í leik og starfi. Rúmlega helmingur íslenskra námsmanna erlendis stundar nám á Norðurlöndunum, langflestir í Danmörku. Mjög margir Íslendingar leggja leið sína til Danmerkur allan ársins hring. Hróarskelduhátíðin er sívinsæl meðal Íslendinga. Fjöldi Íslendinga sækir atvinnu til Norðurlanda. Fjöldi íslenskra ungmenna stundar vinnu á sumrin í Danmörku. Námsefni í framhaldsnámi á Íslandi er oft á Norðurlandamálum. Dönskukunnátta auðveldar lestur leiðbeininga sem fylgja innfluttum vörum. Íslendingar eiga vinabæi á Norðurlöndum og það samstarf gefur mikla möguleika á samskiptum, s.s. milli skóla og gagnkvæmum heimsóknum nemenda. • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.