Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 7

Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 7
MÁLFRÍÐUR  Þar telur allt, kynni af erlendum ferðamönnum á Íslandi, frí erlendis, kvikmyndir, tónlist o.s.frv. ETM og kennarinn Til að nýta ETM í kennslu þurfa kennarar að læra að hugsa um kennslu á annan hátt en hefðin hefur boðið. Notkun ETM kallar á önnur vinnubrögð en þeir hafa vanist bæði sem nemendur og kenn­ arar. Aukið sjálfstæði skóla með eigin skólanámskrá skapar kennurum svigrúm í kerfinu til slíkra vinnu­ bragða. Í ETM er áherslan færð frá kennaranum og kennslu á nemandann og nám. Kennarinn gegnir áfram afar mikilvægu en breyttu hlutverki. Það er hann sem þarf að kenna nemendum ný vinnubrögð og selja þeim hugmyndina að þessum nýju vinnu­ aðferðum. Reynslan í Evrópu sýnir að það er hægt og hún kennir okkur líka hvað þarf til. Notkun möppunnar fer ekki í bága við núgildandi aðalnám­ skrá og þar er ekki breyting á í þeim drögum sem liggja fyrir að endurskoðaðri námskrá. Þvert á móti styðja þau drög við þær hugmyndir um tungumála­ kennslu sem ETM felur í sér. Þekkt er að breytingar á kennsluháttum eru erfiðar í framkvæmd og þær taka tíma (Fullan, 1982; 1999). Til að gera slíkar róttækar breytingar á kennsluhátt­ um eins og hér hefur verði rætt um þurfa kennarar ekki bara fræðslu, heldur líka tækifæri til ígrund­ unar; að vinna með eigin starfskenningar. Michael Fullam, einn þekktasti sérfræðingur heims á sviði skólaþróunar, sagði að breyting á skólastarfi væri undir því komin hvað kennarar hugsuðu og gerðu, svo einfalt væri það (Fullan, 1982). Mikilvægt er því að kennara sem vilja taka upp kennslu í anda ETM eigi vísan stuðning stjórnvalda, skólastjórnenda og foreldra. Til þess að svo megi verða þarf að kynna þessa hugmyndafræði og framkvæmd hennar vel fyrir öllum hlutaðeigandi og skapa þarf í skólanum andrúmsloft sem hvetur til breytingstarfs í þessa veru. Kennarar sem hafa verið að tilraunkenna tungu­ mál í anda ETM á Íslandi hafa unnið mikilvægt brautryðjendastarf við erfiðar aðstæður og takmark­ aðan stuðning. Engu að síður virðist árangur þeirrar kennslu fyrirheit um að EMT gefi jafn góða raun á Íslandi eins og annars staðar þar sem hún hefur verið reynd. En til þess að vel megi takast þarf að bjóða kennurum og skólum vettvangstengda end­ urmenntun og ráðgjöf. Íslendingar og tungumálakunnátta Íslendingar hafa löngum lagt metnað sinn í að kunna erlend mál og þau hafa skipað veglegan sess í námskipan grunn­ og framhaldsskóla. Lengi vel ríkti einhugur um að góð tungumálakunnátta væri lífsbjörg þjóðar sem talar mál sem svo fáir kunna. Minnist ég þess að við skólasystur gáfum út bekkj­ arblað á síðasta ári í menntaskóla sem var skrifað á sex tungumálum. Ekki er ég að leggja slíkt til – en ég hef þungar áhyggjur af hversu mikið tungumála­ kennslan hefur verið skert og hvernig stendur til að skerða hana enn frekar. Það er menntapólitískur viðsnúningur að draga úr tungumálakennslu frek­ ar en orðið er. Ég efa ekki að grunnskólakennarar verði fullfærir um að tileinka sér þá kunnáttu sem til þarf til að kenna erlend tungumál, þ.e. þeir sem ekki búa yfir henni nú þegar, en vegna mismunandi vitsmunaþroska nemenda í grunn­ og framhalds­ skólum er ekki hægt að flytja kennslu niður í yngri aldursflokka og setja svo samasemmerki á milli þar sem heildartíminn hafi ekki verið skertur. Við bætist að við þá tilhögun mun líða enn lengri tími frá því að unglingar ljúka formlegu námi í tungu­ málum þar til þeir þurfa að fara að nota þau í námi og starfi. Oft verð ég vör við að nemendur vanmeta kunn­ áttu sína í tungumálum. Það tengist hugsanlega kennsluaðferðum og námsmati sem hefur tíðkast fram til þessa. ETM möppunni er ætlað að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir raunverulegri kunnáttu sinni og setja sér raunhæf markmið. Einn kostur hennar er þetta gegnsæi sem fylgir mats­ aðferðum sem einkenna hana. Besta sóknarfærið til að styrkja stöðu tungumála­ kennslunnar og snúa vörn í sókn er að gera kennsl­ una skilvirkari og gegnsærri svo nemendur megi skynja að þeir séu að eignast mikilvægt tjáning­ artæki. Notkun Evrópsku tungumálmöppunar gæti ef vel tekst til hjálpað okkur að ná fyrri einhug um mikilvægi tungumálakunnáttu fyrir Íslendinga. Heimildaskrá CEF (2001) Modern languages, learning teaching, assessment. A common European framework of reference. Strasbourg: Council of Europe og Cambridge University Press. Fullan, M. (1982) The Meaning of Educational Change. Toronto: OISE Press. Fullan, M. (1999) Change Forces. The Sequel. Falmer Press. Hafdís Ingvarsdóttir (í útgáfu) Námsaðferðir: Leiðir til árangursríkara tungumálanáms. Mál málanna (Ritstj. Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir). Hafdís Ingvarsdóttir (2004) „Ef það er eitthvað sem þeim þykir áhuga­ vert.“ Enskukennsla við upphaf 21. aldar. Í Úlfar Hauksson (Ritstj.) Rannsóknir í Félagsvísindum V. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan, bls. 471­482 John. L. Trim (1973) Systems Development in Adult Language Learning. Council of Europe, Strasbourg, 1973. J. van Ek, (1975) The Threshold Level. The Threshold Level in a European Unit/Credit System for Modern Language Learing by Adults. Council for Cultural Cooperation of the Council of Europe, Strasbourg, 1975. Kaikkonen, P.(2001) Intercultural learning through foreign language education. Í V. Kohonen, R. Jaatinen, P. Kaikkonen og L. Lehtovara (Ritstj.)

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.