Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 5

Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 5
MÁLFRÍÐUR  Í byrjun áttunda áratugarins þegar ljóst var að hugmyndir um Efnahagsbandalag Evrópu væru að verða að veruleika kom fljótlega fram umræða um að efla þyrfti tungumálakunnáttu í álfunni. Hinn sameiginlegi markaður Evrópuþjóða myndi hafa í för með sér aukið streymi fólks á milli landa bæði í atvinnuleit og til náms. Tungumálakunnátta eða öllu heldur skortur á henni gæti skapað veruleg vandamál í þessum efnum. Breski málvísindamaðurinn John L. Trim skrifaði á þessum tíma (Trim, 1973) að mismunandi tungumál álfunnar yrðu ein megin hindrunin fyrir samskipt­ um og samsömun Evrópubúa ef ekki yrði að gáð. Það væri því knýjandi nauðsyn að gera tungumála­ kennsluna skilvirkari. Hugsanlega myndi þróast ein „lingua franca“ en engu að síður yrði mikilvægt að búa yfir góðri kunnáttu í a.m.k. tveimur erlendum tungumálum og afmarkaðri kunnáttu, t.d lesfærni í fleiri. Í kjölfar þessarar umræðu hrinti Evrópuráðið úr vör rannsóknum á tungumálanámi og tungu­ málakennslu sem staðið hafa yfir allar götur síðan. Í fyrstu var lögð mikil áhersla á gerð námskráa og fram komu svokallaðir „notional functional syllabu­ ses“ (Wilkins, 1976) þar sem reynt var að skilgreina hvað það væri sem fólk þyrfti að kunna til að geta unnið t.d. sem þjónn eða hjúkrunarfræðingur í við­ komandi landi (sjá t.d. Munby, 1978). Áherslan var í byrjun á fullorðinsfræðslu og út var gefin svonefnd „Threshold Level“ (van Ek, 1975) sem var skilgrein­ ing á lágmarkskunnáttu í tilteknu tungumáli fyrir fullorðið fólk sem flytur í tiltekið land. Í framhaldi af því var þróuð „threshold level“ fyrir yngri nem­ endur. Rammaáætlun um kennslu og nám í erlend- um tungumálum Í kjölfarið hófst vinna við að semja víðtækan sam­ ræmdan skilgreiningarramma um áherslur og við­ mið í tungumálum „The Common European Frame­ work of Reference for Languages, CEF,“ Ramma­ áætlun Evrópuráðsins um kennslu og nám í erlendum tungumálum. Þetta er eins og nafnið ber með sér, viðmiðunarrammi um tungumálakunnáttu, og tóku margar Evrópuþjóðir þátt í að þróa hann. Þessi rammi hefur haft áhrif á námskrá í tungumálum víðsvegar um Evrópu og er hann í dag hafð­ ur til hliðsjónar við námskrárgerð í tungumál­ um. Viðmiðunarramminn getur einnig verið mjög gagnlegt stuðningstæki fyrir kennara sem eru að glíma við að semja skólanámskrár í tungumálum. Rammaáætlunin sem er til á öllum algengustu Evrópumálum var gefin út í bókarformi 2001 (CEF, 2001). Hér var ekki látið staðar numið og er nýj­ asti sprotinn á meiði þessa víðtæka þróunarstarfs í tungumálakennslu Evrópska tungumálamappan, ETM (á ensku European Language Portfolio, ELP). Evrópska tungumálamappan Segja má að Evrópska tungumálamappan sé hluti rammaáætlunarinnar. Hún stefnir að sömu mark­ miðum: að gera tungumálakennsluna markviss­ ari og umfram allt skilvirkari. Möppunni er skipt í þrjá hluta, tungumálapassann (The Language Passport), námsferilskrá (The Language Biography), og safnmöppu (The Dossier). Tungumálamappan var þróuð og notuð í tilraunakennslu á vegum Tungumáladeildar Evrópuráðsins 1998–2000. Fimmtán Evrópulönd tóku þátt í þróunarvinnunni og var hún tekin formlega í notkun sem sam­evr­ ópskt tæki til tungumálakennslu árið 2000, á ári tungumálsins. Tuttugu og þrjú lönd hafa nú fengið vottun (validation) og tekið hana formlega upp og fleiri lönd eru að þróa slíka möppur, m.a. Ísland. ETM mappan: Leið til að snúa vörn í sókn Hafdís Ingvarsdóttir, dósent við Háskóla Íslands. Hafdís Ingvarsdótti­r, dós­ ent vi­ð Háskóla Íslands, fjallar hér um evrópsku tungumálamöppuna, ETM, ti­lurð hennar og þann fræði­lega grunn sem hún byggi­r á. Gerð verður grei­n fyri­r hug­ myndafræði­nni­ og mark­ mi­ðunum, breyttu hlut­ verki­ nemenda og kenn­ ara. Loks er rætt um hvers vegna höfundur telur mi­ki­lvægt að hún verði­ teki­n upp í íslenskum skólum. Hafdís Ingvarsdóttir Office 1 alltaf ódýrari! Office 1 Miglior prezzo garantito! Office 1 Altid billigere! Office 1 Fantastic value! Me› innkomu Office 1 á kennslubókamarka›inn hefur ver› á innlendum og erlendum kennslubókum stórlækka› á Íslandi á sí›ustu árum. Virk samkeppni á flessum marka›i er tvímælalaust til hagsbóta fyrir alla a›ila, ekki síst nemendur sem flurfa a› fara vel me› sumarh‡ru sína. Á örfáum árum hefur Office 1 ná› verulegri hlutdeild í marka›inum og spara› nemendum stórar fjárhæ›ir. fia› er engin tilviljun a› Office 1 verslanirnar eru jafn vinsælar me›al nemenda og raun ber vitni. fietta hef›i ekki veri› gerlegt án gó›rar samvinnu vi› kennara og fagstjóra í framhaldsskólum. A› eiga gott samstarf vi› tungumálakennara framhaldsskólanna skiptir okkur hjá Office 1 miklu máli. Vi› hvetjum ykkur til fless a› hafa samband me› uppl‡singar um námsefni næsta vetrar sem fyrst og tryggja me› flví móti nægjanlegt frambo› kennslubóka á hagstæ›u ver›i. Vinsamlega a›sto›i› okkur me› flví a› hafa samband vi› Hildu Karen í síma 575-5716, netfang hildagar@office1.is e›a Eggert í síma 575-5712, netfang eggert@egilsson.is. Me› fyrirfram flökk. Starfsfólk Office 1 BESTA KJARABÓT NEMENDA ÓD†RARI KENNSLUBÆKUR

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.