Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 13

Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 13
MÁLFRÍÐUR 1 Það varð sennilega ekki aftur snúið þegar ég, 10 ára gömul, byrjaði að syngja í barnakór og féll kylliflöt fyrir þýskum lögum og ljóðum og lagði metnað minn í réttan framburð þessarar ægifögru tungu. Ferill minn á því sviði náði síðan hámarki þegar ég var valin til að kynna söng kórsins í Ríkissútvarpinu, m.a. lagið „Ich liebe Dich“ og fékk ég mikið hrós fyrir lýtalausan framburð. Hrósið varð að sjálfsögðu mikil hvatning til frekari afreka. Áhugi minn á Þýskalandi og þýsku öðlaðist síðan nýjar víddir þann 3. ágúst árið 1982 þegar fyrsti þátt­ urinn af hinni geysivinsælu glæpaþáttaröð Derrick fór í loftið. Ég varð umsvifalaust yfir mig hrifin bæði af Derrick og Harry Klein. Tók ég þá með­ vitaða ákvörðun um að þetta hljómfagra og kjarn­ yrta tungumál skyldi ég læra. Þar sem ég bjó úti á landi, varð ég að bíða árum saman eftir því að geta hafið formlegt þýskunám, var verulega svekkt yfir því að árið sem ég var í 10. bekk var ekki þýska í boði sem valfag, eins og oft hafði verið áður. Ég var því orðin nokkuð óþreyjufull þegar ég loksins hóf nám í þýsku 103 í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þar tók ég næstu árin alla þýskuáfanga sem í boði voru, held að þeir hafi verið 7 áður en yfir lauk, auk þess að sigla veturlangt einu sinni í viku til Reykjavíkur á námskeið á vegum þýska sendiráðsins, sem lauk með prófi í Mittelstufe II. Það próf veitti mér síðan rétt til að hefja nám við þýska háskóla. Þessi mikli þýskuáhugi leiddi svo einnig til sumardvalar í Þýskalandi á menntaskólaárunum og stúdentshúfan var enn volg á höfðinu á mér, þegar ég var búin að pakka niður öllu mínu hafurtaski, yfirgefa foreldrahús og Ísland og búin að hreiðra um mig suður í München á slóðum hins gamla vinar míns, lögregluforingjans Derricks. Þar dvaldi ég síðan við nám og störf næstu 7 árin og lagði grunninn að því sem ég hef síðan gert að mínu lífsviðurværi. Nú berast hins vegar þau ólíkindatíðindi frá yfir­ mönnum menntamála á Íslandi að verði nám til stúdentsprófs stytt um eitt ár, muni það koma mikið niður á tungumálakennslu og m.a. muni þýsku­ kennsla – meira að segja á málabraut – verða skorin verulega niður. Það sem eftir stendur er svo lítið að varla er nokk­ urt gagn af. Þessar fyrirætlanir yfirvalda menntamála á Íslandi ganga einnig algjörlega á skjön við markmið Evrópusambandsins á sviði menntamála í álfunni fram til ársins 2010. Þar er m.a. lögð áhersla á að efla menntun í allri Evrópu og opnun menntakerfanna fyrir umheiminum og að mestu gæðum menntunar verði þar náð. Eitt undirmarkmiðið er að bæta tungumálakunn­ áttu og þar segir: „Fjölbreytileiki Evrópulanda nýtist best ef tungumálakunnátta er fyrir hendi. Færni í tungu­ málum ýtir undir gagnkvæma virðingu og fordómaleysi. Best væri ef að allir gætu talað tvö erlend tungumál. Markmiðið er að minnka þann fjölda Evrópubúa, 15 ára og eldri, sem tala einungis sitt móðurmál.“ Þetta markmið hljótum við Íslendingar að skilja sem svo að við þurfum að læra þrjú erlend tungu­ mál, til að standa jafnfætis lunganum af öðrum Evr­ ópubúum sem flestir hafa að móðurmáli eitt þeirra mála sem við þurfum að ströggla við að læra. Enda hefur það verið reglan hjá þeim sem tekið hafa stúdentspróf fram til þessa að þeir hafa lært dönsku, ensku og síðan þriðja tungumálið í a.m.k. tvö ár. Því má svo í þessu samhengi bæta við að tungumálakunnátta eykur líkur á að íslensk ung­ menni sæki sér menntun til annarra þjóða og ég held að það vilji enginn að allir Íslendingar sem fara í nám til útlanda fari í nám til Danmerkur eða Bandaríkjanna. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að senda Íslendinga til náms sem víðast. Og ég spyr, Bjarnheiður Hallsdóttir Tungumálakunnátta er grunnur menningarlæsis Bjarnheiður Hallsdóttir Bjarnhei­ður Hallsdótti­r er framkvæmdastjóri­ ferðaskri­fstofunnar Katla DMI og Vi­ator.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.