Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 8

Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 8
Oxford, R. (1990) Language Learning Strategies. What every teacher should know. Boston: Henle & Henle Publishers. Sheils, J.(1999).European year of languages: towards a language port­ folio for all. Babylonia 1, 62­63. Wandergrift, L. (1999) Facilitating second language listening compre­ hension: acquiring successful strategies. ELT Journal Volume 53/3 July, bls. 168­ 175. Experimenterial learning in foreign language education. London Pearson Education, bls. 61­105. Kohonen, V (Í útgáfu). Autonomy, awareness and community – towards a new paradigm of FL education. Little, D. (1991) Learner autonomy, definitions, issues and problems. Dublin: Authentik. Munby, J. (1978) Communicative Syllabus Design. Cambridge University Press O’Malley, J.M. og Chamot, A.U. (1990) Learner Strategies in Second Language Acquisition. Cambridge: Cambridge University Press.  MÁLFRÍÐUR Hlustun A1 Ég get skilið algeng orð og einfaldar setningar um sjálfa(n) mig, fjölskyldu mína og nánasta umhverfi þegar fólk talar hægt og skýrt. A2 Ég get skilið setningar og algeng orð sem tengjast mér per­ sónulega (t.d. persónulegar upplýsingar um mig og fjöl­ skyldu mína, innkaup, nánasta umhverfi og atvinnu). Ég get skilið aðalatriðin í stuttum, skýrum og einföldum skilaboðum og tilkynningum B1 Ég get skilið aðalatriði venjulegs talmáls um efni sem ég þekki og tengjast vinnu minni, skóla, frístundum o.þ.h. Ég get skilið í grófum dráttum aðalatriði í mörgum útvarps­ og sjónvarps­ þáttum um málefni líðandi stundar eða efni sem tengjast mér persónulega eða faglega þegar talað er tiltölulega hægt og skýrt. B2 Ég get skilið langan málflutning og fyrirlestra, og get fylgst með frekar flóknum rökræðum ef efnið er mér kunnugt. Ég get skilið fréttir og flesta sjónvarpsþætti með fréttatengdu efni. Ég get skilið flestar kvikmyndir á stöðluðum mállýsk­ um C1 Ég get skilið langan málflutning jafnvel þegar talað er óskipu­ lega og þegar samhengi er einungis gefið í skyn en ekki nákvæmlega skýrt tilgreint. Ég get skilið sjónvarpsþætti og kvikmyndir án mikilla erfiðleika. C2 Ég á ekki í neinum erfiðleikum með að skilja fólk hvort held­ ur þegar það talar eða þegar talað er í útvarpi / sjónvarpi, jafnvel þegar talað er hratt af þeim sem hafa tungumálið að móðurmáli, svo fremi sem ég hef fengið tíma til að venjast málhreimnum. Lestur A1 Ég get lesið kunnugleg nöfn, orð og mjög einfaldar setningar, t.d. á skiltum og veggspjöldum eða í bæklingum. A2 Ég get lesið stutta og einfalda texta. Ég get fundið tilteknar, fyrirsjáanlegar upplýsingar í einföldu, hversdagslegu efni, t.d. í auglýsingum, kynningarbæklingum, matseðlum og tímatöfl­ um. Ég get líka lesið stutt og einföld bréf. B1 Ég get lesið texta sem innihalda aðallega algeng orð úr daglegu lífi eða orðaforða sem tengist atvinnu minni. Ég skil lýsingar á atburðum, tilfinningum og óskum í persónulegum bréfum. B2 Ég get lesið greinar og skýrslur sem tengjast vandamálum samtímans þar sem fram koma ákveðin viðhorf eða skoðanir. Ég skil nútíma bókmenntatexta. C1 Ég get lesið langa og flókna texta og bókmenntaverk, og get greint stílbrigði. Ég get lesið sérfræðigreinar og lengri tækni­ leiðbeiningar, jafnvel þótt það tengist ekki mínu sérsviði. C2 Ég get auðveldlega lesið nánast allar gerðir skrifaðs máls, þar með talið fræðilega texta, setningafræðilega eða mál­ fræðilega flókna texta eins og handbækur, sérfræðigreinar og bókmenntaverk. SJÁLFSMATSRAMMI Ski­lni­ngur Samræður A1 Ég get tekið þátt í einföldum samræðum ef hinn aðilinn er reiðubúinn að endurtaka eða umorða hluti hægt og hjálpa mér að koma orðum að því sem ég er að reyna að segja. Ég get spurt og svarað einföldum, algengum spurningum og spurn­ ingum um kunnug málefni. Munnleg frásögn A1 Ég get notað einföld orðasambönd og setningar til þess að segja frá búsetu minni og fólki sem ég þekki. Talmál

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.