Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 21

Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 21
MÁLFRÍÐUR 1 Jafnvel þótt Grænlendingar séu næstu nágrannar okkar Íslendinga í vestri, þá er það ekki á hverjum degi að maður skreppur til Grænlands, að minnsta kosti ekki ég. Landinn hefir ríka tilhneigingu til þess að ferðast eitthvað suður fyrir Ísland þegar farið er út fyrir landsteinana. Þannig var það allavega með mig. Og ég held að það eigi einnig við um fleiri. Hins vegar hefir hér orðið á nokkur breyting, hvað mig áhrærir, síðan ég komst upp á lag með að sækja Nordsprok námskeið. Ég er búinn að taka þátt í einu slíku í Norður­Noregi, nánar tiltekið í Tromsfylki sem er talsvert norðar en Ísland og öðru í Kokkola (Karleby) á Finnlandi sem er á svipaðri breiddargráðu og Ísland. Viðhafa má mörg lýsingarorð um það að upplifa hvernig aðrir íbúar Norðursins búa að sínu í sam­ anburði Íslendinga. Orð eins og lærdómsríkt, fróðlegt, áhugavert, skemmtilegt koma upp í hugann. Það er erfitt að velja eitt fremur en annað. Þegar mér barst bréf þess efnis að ég gæti átt kost á því að komast á Nordsprok námskeið á Suður­ Grænlandi var ég undir eins sannfærður um að á það yrði ég að komast. Hvað sem öðru liði. Og viti menn, umsókn mín var tekin til greina enda vorum við bara tvö frá Íslandi sem sóttum um: ég og Elínborg Ragnarsdóttir kennari Kópavogi. Hún fékk einnig að koma með. Miðað við beint flug milli Íslands og Grænlands með Flugfélagi Íslands hentaði flugáætlun þess mér ekki með hliðsjón af því hvernig námskeiðið var dagsett. Aftur á móti fann dóttir mín netsmell fram og aftur milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar (allt­ af gaman að koma til Köben), en flug þaðan til Grænlands og þangað frá Grænlandi var innifalið í námskeiðsgjaldinu. Flestir þátttakendur í námskeiðinu stigu svo út úr þotunni frá Kaupmannahöfn í Narsarsuaq þann 22.7.05, kl. 11:40 að staðartíma en nokkrir komu ekki fyrr en kl. 13, og þá gegnum Ísland, sökum þess að Grænlandsflug hafði tvíbókað í vélina. Í Narsarsuak er aflagður bandarískur herflug­ völlur. Þjónar hann nú sem alþjóðavöllur er tekur á móti þyrluflugi frá ýmsum byggðum Grænlands og tengir þær áfram við útlönd með þotuflugi. Þar er og höfn, fáein íbúðarhús, gistihús með alþjóðlegu yfirbragði og veitingastaður sem tengist herminja­ safni og sýningu um norrænt fólk á síðmiðöldum, lífi þess og örlögum á Grænlandi og annarsstaðar í Vesturheimi. Þarna má einnig finna góðar göngu­ leiðir milli hafs og heiða, jökla og dala. Frá Narsarsuaq sigldum við yfir Eiríksfjörð til Qassiarsuk en svo kallast bæjartorfa sú þar sem Brattahlíð, bær Eiríks rauða hefir staðið. Þarna stóð kappinn líka upp á háum kletti og leit fránum augum til hafs, steyptur í málm. Af öðru sem fyrir augu bar má nefna skóla, verslun, kirkju, safn­ aðarheimili og veitingastað sem að vísu var lokaður þegar við komum að honum. Dönsk kennslukona komin á eftirlaun dvelur þarna á sumrin. Ég held ég megi segja að hún vinni þarna sem leiðsögumaður. Kona þessi er ein­ staklega hress og skemmtileg og getur brugðið fyrir sig ýmsum tungumálum, þar á meðal íslensku. Hún sýndi okkur fornminjar og líkön í fullri stærð af Þjóðhildarkirkju og langhúsi Eiríks rauða. Árni Johnsen fv. alþingismaður var í forystu fyrir hönd Íslendinga, þegar norrænu þjóðirnar reistu þessi mannvirki. Margt bar þarna á góma um afdrif norrænna manna á Grænlandi. Sú danska hélt því fram, að gömlu Grænlendingarnir hefðu ekki getað lifað af án skipakoma frá meginlandi Evrópu. Þegar Marc O´ Polo fann silkiveginn, fjallabaksleið til Indlands og Kína, varð auðveldara að fá annars staðar frá þær vörur sem kaupmenn sóttust eftir á Grænlandi. Urðu þá siglingar mjög strjálar til landsins uns þær lögðust alveg af. – Athyglisverð kenning, sem vert er að gefa gaum. Magnús Óskarsson, kennari­ Varmahlíðaskóla í Skagafi­rði­ segi­r hér frá námskei­ði­ á vegum Nordspråk sem haldi­ð var á Suður­Grænlandi­, sumari­ð 2005. Magnús Óskarsson Nordspråk námskeið á Grænlandi

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.