Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 29

Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 29
að milliríkjaverslun hefur aukist nærri tvöfalt hrað­ ar en heimsframleiðsla og sífellt fleiri ríki eru virkir þátttakendur í viðskiptum í heiminum. Þegar litið er til Íslands hefur þróunin verið örari en víðast annars staðar þar sem útflutningsverslun okkar hefur auk­ ist talsvert hraðar en landsframleiðsla – t. a. m. jókst útflutningur um 4.3% og innflutningur um 33% fyrstu 11 mánuði síðasta árs miðað við árið áður.2 Breytt heimsmynd – ný tækifæri Með nokkurri einföldun má segja að utanlands­ för íslenskra fyrirtækja hafi hafist í Danmörku, en í minna mæli á hinum Norðurlöndunum og þaðan fetuðum við okkur til Bretlands, Þýskalands, Frakklands og út um alla Evrópu – og nú eru íslensk fyrirtæki um heim allan. Viðskipti utan Evrópska efnhagssvæðisins (EES), Bandaríkjanna og Japan hafa aukist mikið, úr 3.0% af útflutningi og 7.0% af innflutningi árið 1990 í 5.1% af útflutningi og 12.4% af innflutningi árið 2004.3 Mikil tækifæri felast í Austur­Evrópu og á nýjum mörkuðum í Asíu, Suður­Ameríku og Afríku. Íslensk fyrirtæki reka nú um 300 skrifstofur eða dótturfyrirtæki utan landsteinanna.4 Bankar og flutningsfyrirtæki eru að huga að því að setja upp útibú í Kína og á Indlandi, þar sem íslensk fyrirtæki sjá margskonar tækifæri. Meðal þeirra ríkja sem mestur áhugi er á að fara með viðskiptasendinefnd til á næstunni, skv. óformlegri könnun Útflutningsráðs, eru Indland, Kína, Úkraína, Ungverjaland, Nýja Sjáland, Spánn, Rússland, Dúbæ og Óman. Enska er alþjóðamálið . . . Íslenskt samfélag er smám saman að verða tvítyngt. Það er vandfundið það starf á Íslandi þar sem góð enskukunnátta er ekki nauðsynleg eða æskileg. Samhliða hnattvæðingu í viðskiptum, þekkingarleit og menningu verður til umhverfi þar sem fólk frá mismunandi menningarsvæðum starfar að sam­ eiginlegum markmiðum. Tungumálið sem notað er í viðskiptum, í vísindum, í fræðsluefni um nýja tækni er enska. Almenn og góð enskukunnátta er ekki aðeins kostur heldur grundvallaratriði – bæði fyrir afkomu einstaklingsins og samkeppnishæfni atvinnulífsins í heild. Erlendar kannanir sýna fylgni á milli enskukunnáttu og tekna og sú niðurstaða kemur ekki á óvart. Það kemur heldur ekki á óvart að erlendar kannanir sýna einnig að kunnátta í tungumálum hefur áhrif á árangur fyrirtækja í utan­ ríkisviðskiptum.5 ...en enskan nægir ekki Þann 5. janúar hleypti George W. Bush af stokkunum átaki til að efla tungumálakennslu í Bandaríkjunum. Ástæðan er mat ýmissa viðskiptaleiðtoga, stjórn­ málamanna og fræðimanna að léleg tungumála­ kunnátta ógni samkeppnishæfni bandarísks atvinnulífs, skaði þjóðaröryggi og vinni gegn ímynd Bandaríkjanna í heiminum. Rúmlega 200 milljónir kínverskra barna læra ensku, en aðeins 24.000 skóla­ barna í Bandaríkjunum læra einhverja kínversku, segir í fréttatilkynningu bandaríska menntamála­ ráðuneytisins.6 Formaður samtaka iðnaðarins í Bretlandi, Sir Digby Jones, sagði í ágúst í fyrra að „...við verðum að breyta hugsunarhætti okkar. Við erum eyjaskeggjar og þurfum að leita út til umheimsins og tala tungumál annarra þjóða ef við ætlum að standast alþjóð­ lega samkeppni7“. Getur verið að það sama eigi við um okkur Íslendinga? Þekking á tungumálum eflir samkeppnishæfni á alþjóðlegum mörkuðum, ekki aðeins vegna þess að menn geta gert sig skiljanlega heldur vegna þess að tungumálið er frábært far­ artæki í þeirri vegferð að kynnast, þekkja og virða menningu og siði annarra. Sá sem þekkir menningu og siði hefur jafnframt innsýn í markaði og hefur auk þess sterkari stöðu þegar kemur að því að efla tengsl og skapa traust. 2 Hagstofa Íslands. 3 Hagstofa Íslands. 4 Skv. heimildum Útflutningsráðs. 5 Sjá m.a. The Employment of Foreign Language Specialists and Export Success – The Case of New Zealand. Peter Enderwick and Michele E.M. Akoorie 6 U.S. Dep. of Education. Fréttatilkynning 5. janúar 2006. 7 CBI. Fréttatilkynning 12. ágúst 2005.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.