Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 27

Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 27
MÁLFRÍÐUR  með víðtæka menntun, grunn að þeim fræðilegu­ og vísindalegu vinnubrögðum sem við viljum sjá byggja upp menningar­og menntasamfélag. Fyrir austan hefur tekist að fjölga mjög nem­ endum í tungumálum öðrum en ensku og þýsku. Á Egilsstöðum er blómleg frönsku­ og spænsku­ kennsla, ásamt umtalsverðri kennslu í rússnessku. Við sem erum lítil, úti á landi, þarna fyrir aust­ an, þar sem uppgangurinn er svo mikill, stönd­ um nefnilega auðvitað á vissan hátt höllum fæti. Samgangur við upplýsingatækni alla, aðra en tölvur (því upplýsingatækni og upplýsingaöflun lýtur jú að ansi mörgu öðru en tölvum) er takmarkaður. Þess vegna höfum við kennararnir allar klær úti til þess að auka það framboð sem felst í hefðbundinni námskrá. Prívat og persónulega bý ég að miklu efni eftir áratug í Frakklandi, en það er bara mín heppni. Ef niðurskurður í þessu fagi, frönskunni, hefur það í för með sér að ég verð að skera niður aðgang og notkun á því efni, til dæmis, þá er verið að sníða okkur enn þrengri stakk en ella. Slíkt er óviðunandi. Þegar ég var að velta upp punktum um það sem ég gæti talað um hér, var ég spurður hvort við hefð­ um efni á að leggja niður tungumálakennslu. Um slíkt er auðvitað ekki að ræða en aftur á móti er heildarhugsunin á bak við svona spurningu, höfum við efni á að skerða nám í samfélagi sem legg­ ur sífellt meiri áherslu á menntun, þekkingu, sem víðtækust tengsl milli sem fjölbreytilegastra þátta? Höfum við efni á því að draga úr því sem verður á margan hátt sífellt meiri lífæð okkar sem þjóðar? Enda spyr ég stundum á móti, þegar ég hef verið spurður spurningarinnar góðu: „Tja, það fer nú eftir því hvað við köllum uppgang.“ Charles Baudelaire Le vin du solitaire Le regard singulier d‘une femme galante Qui se glisse vers nous comme le rayon blanc Que la lune onduleuse envoie au lac tremblant Quand elle y veut baigner sa beauté nonchalante ; Le dernier sac d‘ecus dans les doigts d‘un joueur ; Un baiser libertin de la maigre Adeline Les sons d‘une musique énervante et câline, Semblable au cri lointain de l‘humaine douleur, Tout cela ne vaut pas, ô bouteille profonde, Les baumes pénétrants que ta panse féconde Garde au coeur alteré du poëte pieux ; Tu lui verses l‘espoir, la jeunesse et la vie, – Et l‘orgueil, ce trésor de toute gueuserie, Qui nous rend triomphants et semblables aux Dieux ! Vín einstæðingsins Eitt augnaráð frá ástkonu í laumi sem um þig fer sem mjúkur silfurglampi er tunglið skín á vatn sem lýsi lampi og leggst í bað af mýkt og ljúfum draumi; Í spilafíkilshöndum, hinsta pyngja; og heitur tungukoss frá mögru Línu; þeir hljómar sem í væru verki sínu virðast mennskir, kela, gráta og syngja. Ekkert það fær eins og flaskan bjarta með ýstru sinni þanið skáldsins hjarta sem smyrsl við angist, allri þraut og puði. Þú skenkir von og æsku allra drauma sem ólga í stolti því sem lætur krauma í okkur sigurvissu og gerir guði. Þýðandi: Sigurður Ingólfsson

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.