Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 22

Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 22
 MÁLFRÍÐUR Sem ég var á gangi í Qassiarsuk, rakst ég á minnis­ merki um landnám í nýjum stíl er kvikfjárrækt og túnaræktun hófst að nýju á Grænlandi eftir nokk­ urra alda hlé. Ekki man ég hvað fyrsti nýi land­ námsbóndinn hét en af honum var prófil lágmynd á minnisvarðanum. Þegar sauðfé kom aftur til lands­ ins var það fyrst flutt frá Sveinsstöðum í Þingi, Austur­Húnavatnssýslu skömmu eftir 1920. Var mér sagt að á vegum nýlendustjórnarinnar hefðu mörg af nýbýlunum verið byggð upp á gömlu eyðijörð­ unum, enda hefði þar verið búið að tína grjót úr jarðveginum á allstórum svæðum. Eftir að hafa skoðað okkur um í Qassiarsuk sigld­ um við með áætlunarbátnum til Qaqortoq (Juliane­ haab). Var það rúmlega fimm stunda sigling. Þar tók á móti okkur aðalleiðsögumaður hópsins, hinn danskmenntaði Inúíti Alibak Hard. Einstaklega ljúf­ ur ungur maður, er hafði frá mörgu að segja. Síðan komum við okkur fyrir á heimavistum í Lýðháskóla verkalýðsfélaganna á staðnum. Við fengum urriða í kvöldmatinn og ýmsar hagnýtar upplýsingar um staðinn og námskeiðið framundan voru látnar í té. – Langur, en skemmtilegur dagur að baki. Laugardagur 23. júlí. Morgunmatur var reiddur fram milli kl. 8 og 9. Síðan var farið í skipulagða gönguferð um bæinn fram að hádegi. Qaqortoq er allstór landsbyggðarbær á íslenskan mælikvarða. Grunnatvinnuvegir staðarins virtust vera rækju­ og skelveiðar, vinnsla afla og skinna­ verkun og skinnfatagerð. Jafnframt virtist mér ýmiss konar opinber þjónusta vera fyrirferðarmikil í bænum: skólar, sjúkrahús og stjórnsýsla fyrir stærra svæði, svo að nokkuð sé nefnt. Meginþema göngufararinnar var maður og grjót en víða á leið okkar gat að líta höggmyndir í kletta eftir bæjarlistakonuna Age Høegh og fleiri listamenn, innlenda sem erlenda. Ennfremur heimsóttum við kirkju þar sem Alibak flutti erindi. Segja má að í gönguferðinni höfum við verið leidd inn í trú, sögu og samfélagsaðstæður grænlensku þjóðarinnar. En meðan á göngunni stóð flugu stórar þyrlur yfir bæinn með efni í vatnsaflsvirkjun sem Phil og Søn og Fossvirki voru að reisa alllangt í burtu því að vegum er vart til að dreifa í strjálum byggðum Grænlands nema að litlu leyti. Eftir hádegisverðarhlé hélt skólastjóri Lýðháskól­ ans, Kay Lyberth, fyrirlestur um grænlenska tungu og þjóðflutninga til landsins. Kom fram í máli hans að iðulega hefði byggð á Grænlandi liðið undir lok og síðan komið nýir straumar fólks frá meginlandi Ameríku. Átti slíkt að hafa gerst nokkru áður en norrænt fólk byggði suðvesturströnd þess. Kom þessi vitneskja mér á óvart. En nú var komið að punktinum yfir i­ið, innblásn­ um fyrirlestri Kurt L. Frederiksens um eigið verk, skáldsöguna Spor yfir ísinn. Kurt þessi er magister í norrænum bókmenntum og cand mag í dönsku og í kvikmyndafræðum. Hann hefir stundað kennslu við kennaraháskóla, kennara­ skóla og menntaskóla. Auk þess hefir hann gefið út heimildaskáldsögur um landkönnuði: Kóngurinn af Thule og Maðurinn í Mongólíu auk ofangreindrar sögu. Kurt hefir ferðast um sögusvið sagna sinna. „Spor yfir ísinn“ fjallar um Hinn fræðilega danska könnunarleiðangur til Grænlands, sem hófst 1902. Auk þess að vera söguleg heimildaskáldsaga er sagan þroskasaga þeirra, sem þátt tóku í leiðangrinum. Hún fjallar um þekktar persónur úr dönsku þjóðlífi og hvernig samstaðan í hópnum brast andspænis ógnum norðurhjarans. Þeir hurfu hver í sínu lagi heim til Danmerkur og tóku aldrei upp þráðinn aftur en áttu þó flestir eftir að ferðast aftur til Grænlands á vit nýrra verkefna og ævintýra ellegar til þess að mæta þar örlögum sínum. – Mikill fengur væri að því að saga þessi yrði þýdd á íslensku. Það var mér afar kærkomið að geta lagt mig stund­ arkorn eftir alla þessa löngu samanþjöppuðu dag­ skrá, glósuskrif og setur á misþægilegum stólum. Síðan að geta rölt svolítið um bæinn og tekið fólk tali. Voru heimamenn einkar þægilegir í viðræðu en sárt þótti mér að sjá drukkið fólk um miðjan dag við bæjarblokkirnar nálægt Lýðháskólanum. Þessa frjálsu stund kynntist ég einnig dönskukennara frá Borgundarhólmi, Ivar Lærkesen, sem sagði mér und­ an og ofan af því sem er að gerast í dönskukennsl­ unni í Danmörku og í dönskum bókmenntum. Eftir kvöldmatinn flutti Georg Nygaard, sem er sérfræðingur í Inúítum norðurhjarans, stutt erindi. Gamall Inúíti frá Norðvestur­Grænlandi sýndi trommudans að hætti sveitunga sinna; en blandaður kór úr bænum söng og dansaði grænlenska þjóð­ dansa. – Löng en skemmtileg dagskrá tæmd. Sunnudagur 24. júlí. Morgunverður var borinn fram milli klukkan sjö og átta. Síðan var hópnum skipt í þrennt. Minn hópur sigldi til Hvalseyjar þar sem eru merkilegar kirkju­ rústir frá tímum norrænna manna. Eru útveggir kirkjunnar enn býsna heillegir. Ennfremur eru þarna miklar tóftir því að um stórbýli hefir verið að ræða á grænlenska miðaldavísu. Heimildir eru fyrir brúð­ kaupi á eyjunni 1407 og er það einn síðasti atburður sem vitað er um að átt hafi sér stað meðal norrænna Grænlendinga á síðmiðöldum, skjalfestur.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.