Málfríður - 01.10.2013, Síða 12

Málfríður - 01.10.2013, Síða 12
Hjá Tungumálaveri í Laugalækjarskóla er veitt kennsla í norsku, sænsku og pólsku: staðbundin kennsla í 7. og 8. bekk og fjarkennsla í 9. og 10. bekk. Tilgangur innra eftirlits í Tungumálaveri er fjórþætt- ur: • að bæta námsgögnin, samskiptin, kennsluna og námsumhverfið • að nemendur meti eigin áhuga, stöðu, eigið vinnuframlag • að nemendur velti fyrir sér hvað þeir þurfa að leggja áherslu á í næsta áfanga og hvers konar viðfangsefni þá langar til að fást við • að nemendur þjálfist í að færa rök fyrir skoðun sinni á viðurkenndan hátt, hvort sem að hún er jákvæð eða neikvæð Matsverkefni eru lögð fyrir nemendur og eru þau sér- staklega mikilvæg fyrir kennara nemenda í netnámi þar nemendur og kennari hittast ekki. Foreldrum gefst einnig færi á að koma skoðun sinni á framfæri. Til að hvetja nemendur að vanda svörin er mikilvægt að orða spurn- ingarnar vel og nemendur finni að svör þeirra eru lesin og tekin til greina. Dæmi úr sænskukennslu: Fjarnemendur skrifa leiðarbók vikulega. Þar svara þeir spurningum um hvernig tæknin virki, hvort þeim hafi tekist að leysa vissar þrautir og hvort þeir skilji hvað þeir eigi að gera. Það er mikilvægt að finna nýjar spurn- ingar í hverri viku, orða þær nákvæmlega og hafa skýr markmið. Ef spurningin er: Hvernig gekk? getur svarið orðið hið gagnslitla: Vel! Leiðarbókin er líka tækifæri til málþjálfunar; að tjá skoðanir sínar og útskýra flókin mál getur verið mikil æfing! Dæmi um spurningar í vikulokin: Är uppgifterna lagom stora? Behövs fler extrauppgifter? Är du effektiv när du jobbar med svenskan? Dæmi um svör: Jag tycker att uppgifterna är lämpligt stora och svåra och det behövs inte alls fler extrauppgifter, jag hinner inte alltid endast göra alla uppgifter och lyssna på alla låtar du sätter in . Í lok hvors misseris er lögð könnun fyrir netnema. Þeir eru beðnir um að nefna þrennt sem þeir hafa lært á misserinu, hvaða þema var áhugaverðast og hvað þeir telji að gagnist þeim best í tungumálanáminu. Jafnframt eru þeir beðnir um tillögur að nýjum þemum og að meta hvað er gott og síður gott við netnámið. Niðurstöður eru kynntar foreldrum. – Sjálfsmat nemenda: Vad har jag lärt: väldigt många nya ord, hur man skal svara på frågor från texter och hur man skal skriva bra berättelser. Vad var bäst: Alt :-) Jag tyckte August Strindberg temat var bra; temat om olika brottstyper och rätt- systemet i Sverige; att vi skulle skriva och ta int- ervjuver. – Námsvitund nemenda: Hur lär man sig språk: Läsa jätte mycket, prata och lyssna på andra. Med repetitioner tror jag. När jag lärde mig svenska behövde jag repetera hela tiden så att det skulle fastna i huvudet. Jag tycker att om man är tvungen att prata ett språk så att andra kan förstå så lär man sig det språket bäst på det sättet. – Mat sem liður í að þróa námið, viðfangsefni og skipulag í samvinnu við nemendur: Positivt med distansundervisningen: Man kan organisera sin tid mycket bättre och koncentrera sig 12 MÁLFRÍÐUR Xxxxxx Gry Ek Gunnarsson (t.v.), kennsluráðgjafi í norsku og Erika Frodell (t.h.), kennsluráðgjafi í sænsku við Tungu­ málaverið Matsaðferðir: Sjálfsmat í fjarnámi í sænsku og norsku

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.