Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 10

Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 10
að upplýsa það mál. En hundrað þús- und króna lán milli okkar Alberts verður miklu meira fjölmiðlamál heldur en stærsta gjaldþrotamál landsins. Hvers konar fréttamat er þetta eiginlega? Eitthvað hafði verið ýjað að þessu áður í Helgarpóstinum, en vegna þess að sjónvarpinu finnst hann ekki nógu fínn pappír er fréttin súrruð saman gegnum Ritzau-fréttastofuna og send sjónvarpinu sem alheims- frétt. Og inn í þetta koma svo um- mæli frá manni í hljóðeinangruðum klefa, sem talar ekki við aðra en þá Ég er í trúnaðarstarfi fyrir Dagsbrún og ásakanir um að ég þiggi fé hjá skipa- félagi er það sama og að svipta mig ærunni. búast. Og þessi frétt var frétt númer tvö hjá útvarpinu. Hvers konar fréttamennska er þetta eiginlega? Yfirlýsing Hallvarðs fékkst ekki birt í sjónvarpinu — og ekki var hún stór í þeir fengir til að skrifa hverja greinina á fætur annarri gegn mér með fordæmingum, persónulegum svívirðingum og brigslyrðum og sið- ferðisprédikunum. Ég hef einhvers staðar áður sagt að þeir tali mest um siðferðið sem hafa minnst af því sjálf- ir. Ég vil gera orð Oscars Wilde að mínum: Guð valdi mér ættingja, en ég er honum ægilega þakklátur fyrir að mega sjálfur velja mér vini.“ Varðandi vináttu sína við Albert segir Guðmundur J. að hún hafi verið löng og allnáin. Þeir hafi kynnst smám saman eftir að Albert kom heim frá Frakklandi og þáttaskil hafi orðið í hörðu verkfalli á árinu 1963. Albert rak þá heildverslun og var að byggja Tollvörugeymsluna. Guð- mundur segir, að Albert hafi talið sig eiga rétt á að láta vinna fyrir sig ákveðið verk, en hann hafi staðið á móti. Við rannsókn hafi komið í ljós, að menn Alberts höfðu gert meira en Albert vissi um. Þá hafi Albert aft- urkallað allar kröfur sínar og beðist formlega afsökunar; það hefði ekki verið meining sín að brjóta verkfall- ið. „Þetta vakti nokkra athygli mína,“ segir Guðmundur. Frekari Mitt álit er, að höfuðpaurar atlögunnar séu ýmsir af forystumönnum Alþýðubandalagsins. sem bundnir eru þagnarskyldu. Ég veit reyndar hver kom fréttinni á þennan hátt í sjónvarpið; það var flokksbróðir minn og blaðamaður. Ég get bara ekki sannað það og ríkis- saksóknari treysti sér ekki til að rann- saka hver væri heimildarmaður fyrir ummælum forstjóra Hafskips vegna trúnaðarskyldu blaðamanna.“ Guðmundi J. liggur þungur rómur til íslenskra blaðamanna, einkum fréttamanna á útvarpi og blaða- manna á HP og Þjóðviljanum. Hann segist ekki eiga von á öðru frá H?,gulu pressunni, sem hann kallar svo. Hins vegar hefði hann verið hissa á þessari frétt sjónvarpsins, svo og fréttamennsku útvarpsins. „Yfirlýsing sem Hallvarður Ein- varðsson sendi frá sér þess efnis, að fréttir fjölmiðla af þessu máli væru meira og minna rangar og í æsifrétta- stíl var lesin upp í útvarpinu sem frétt númer sjö,“ segir hann. „Hennar var í engu getið í fréttayfirliti. Hins vegar var rækilega tíunduð í fréttayfirliti frétt frá ónafngreindum flokksbróður mínum þess efnis, að gífurleg reiði- alda sé innan Alþýðubandalagsins vegna þessa mál og að við öllu sé að Þjóðviljanum." Guðmundur J. Guðmundsson fór fram á það við ríkissaksóknara að hann rannsakaði hvort hann tengdist að einhverju leyti Hafskipsmálinu. Guðmundur sagði af sér öllum trún- aðarstörfum á meðan. Rannsóknin tók einar þrjár vikur og niðurstaða hennar var sú, að Guðmundur tengd- ist því máli á engan hátt og hefði ekki mátt vita hvaðan peningarnir frá Al- bert komu. Guðmundur segir, að þá hafi Þjóðviljinn magnast í skrifum sínum. Aðspurður segir Guðmundur J. að hluti af eigin flokksfólki hafi reynst sér verst í þessu máli. „Mitt álit er, að höfuðpaurar atlögunnar séu ýmsir af forystumönnum Alþýðubanda- lagsins," segir hann. „Og ég fer ekki dult með það, að það vakti hjá mér djúpa hneykslan, sem verður lengi að hverfa, hvernig Þjóðviljinn tók á mál- inu. Össur Skarphéðinsson skrifar hvern svívirðingarleiðarann af öðrum og talar um siðferðisbrot og að ég eigi að segja af mér o.s.frv. Sumir blaða- menn voru mjög hlutdrægir og Þjóð- viljinn verstur. Hann hélt uppi sam- felldum árásum á mig allan tímann, / Eg veit hver súrraði fréttina svona fyrir sjónvarpið, en get ekki sannað það. eins og Helgarpósturinn. Nú er ég ekki að gera kröfur til þess að ég verði tekinn í dýrlingatölu hjá þeim á Þjóðviljanum, en ég hafði vænst hlut- lausari skrifa. Svo eru teknir upp persónulegir óvildarmenn mínir og Ég læt engan stjórna því við hverja ég tala eða hverja ég tel vini mína. kynni tókust síðan með þeim er Al- bert fór í borgarstjórn. Þá kom það oft fyrir, að fólk leitaði til Guðmund- ar J. með aðstoð en sagðist ætla líka til Alberts. Þetta líkaði báðum illa til að byrja með. Síðan fóru þeir að vinna saman, „og þá var Albert oft með kommann og ég með sjálfstæðis- manninn,“ segir Guðmundur. Guðmundur ber Albert mjög vel söguna í þeim málum, sem sumir kalla þjóðþrifamál en aðrir fyrir- greiðslupólitík. Guðmundur J. segir að þetta sé margháttuð aðstoð við fólk sem þurfi á hjálp að halda í ýmsum mannanna meinum. í þessum 10 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.