Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 19

Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 19
ENGAR NIÐURGREIÐSLUR Á VÖXTUM Miðað við 16 ára lánstíma og átta pró- sent vexti kostar nýbyggingarlán að fjárhæð 2,1 milljón Húsnæðisstofnun 3,5 milljónir króna, sem er summa þeirra afborgana og vaxta sem stofnun- in greiðir lífeyrissjóðunum af 2,1 millj- ón krónum á 16 árum. Lántakinn greið- ir samtals á öllum lánstímanum, 40 árum, 4,0 milljónir til baka af 2,1 millj- ón, séu afborganir og vextir lagðir sam- an. Það er talsvert hærri fjárhæð en Húsnæðisstofnun lagði út fyrir hann. Tal um „niðurgreiðslur“ á vöxtum er því út í hött. með árinu 1983. 1974 féllst verkalýðshreyfingin á að verja 20 prósent af fjármagni lífeyris- sjóðanna til skuldabréfakaupa hjá Húsnæðisstofnun. Þetta var gert gegn loforði ríkisvaldsins um stórauknar félagslegar íbúðabyggingar. Nú bind- ur verkalýðsforystan 55 prósent af ráðstöfunarfé sjóðanna án þess að minnst sé einu orði á auknar bygging- ar verkamannabústaða! Braski boðið heim? Ein breytinganna sem felast í nýja kerfinu er sú að hætt verður að miða lánsfjárhæð við fjölskyldustærð. Þetta hefur m.a. í för með sér stór- bætt kjör einhleypinga sem nú öðlast sama lánsrétt og fimm manna fjöl- skylda. Þetta mun án efa stuðla að því að fleiri einhleypingar komast í eigið húsnæði en áður. Þessi opnun á kerfinu býður hins vegar einnig heim möguleikum á mis- notkun. Þannig gætu ung hjónaleysi, sem hvergi eru komin á skrá sem sambýlingar eða makar, fest kaup hvort á sinni íbúð og fengið tvö G-lán að fjárhæð samtals þrjár milljónir króna. Þau stofna síðan heimili í ann- arri íbúðinni en leigja hina út fyrir upphæð sem stendur undir kostnaði við að greiða niður lánin af báðum íbúðunum. Stóreignamenn gætu einnig skv. nýja kerfinu fengið sem næst óskert byggingarlán án þess að selja fyrri eign, þar sem engin slík ákvæði eru í nýju lögunum. Þetta þýðir að t.d. velstæður verkfræðingur í 400 m2 ein- býlishúsi á Arnarnesi getur — að því tilskyldu að hann greiði í lífeyrissjóð — byggt annað hús í Stigahlíðinni sem hann síðan t.d. leigir erlendu sendiráði fyrir 50-100 þúsund á mán- uði og samt fengið nýbyggingarlán hjá Húsnæðisstofnun að fjárhæð 1600 þúsund til 40 ára með niðurgreiddum vöxtum! Erfitt að stækka við sig Húsbyggjandi getur skv. nýju lög- unum byggt húsnæði (t.d. með bygg- ingarsamvinnufélagi) fyrir þrjár millj- ónir og fengið 70 prósent að láni hjá Húsnæðisstofnun. Eigið framlag hans er þá 900 þúsund krónur. Greiðslu- byrði hans af láninu frá Hús- næðisstofnun er ótrúlega lág, aðeins rúmlega sex þúsund krónur á mánuði fyrstu tvö árin og um 8.345 krónur á mánuði næstu 38 ár lánstímans. Villtustu draumar húsbyggjenda fyrri ára virðast vera orðnir að veruleika. Sá sem kaupir í fyrsta sinn getur feng- ið um 1,5 millj. króna að Iáni og greiðir af því um fjögur þúsund á mánuði fyrstu tvö árin en eftir það tæplega sex þúsund á mánuði (allt miðað við verðlag í ársbyrjun 1986). Þetta eru óneitanlega góðar fréttir fyrir húsbyggjendur og íbúðakaup- endur. Það eru hins vegar ekki góðar frétt- ir að með nýja kerfinu dregur svo úr eignamyndun að vafasamt verður hver á í raun húsnæðið — skráður eigandi þess eða Húsnæðisstofnun ríkisins. Við þetta bætist að þótt mun léttara verði að eignast fyrsta hús- næðið virðist mun erfiðara en áður að stækka við sig eða skipta um húsnæði. Þetta stafar af tvennu; annars veg- ar af því hve langan tíma tekur að greiða niður nýju lánin og hins vegar af því að fyrri hluta lánstímans greiðir fólk nær eingöngu vexti. Eftir 20 ár er t.d. aðeins búið að endurgreiða 30 prósent lánsfjárhæðarinnar. Hús- byggjandi sem vill stækka við sig eftir fimm ár stendur í raun ver að vígi en í ÞJÓÐLÍF 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.