Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 31

Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 31
Hveijir eru betrien marxistar?! Björn Jónasson: Hugmynda- fræöilegir hlekkir vinstri manna hafa brostið. (Ljósmynd: Gunnar Elisson) Björn Jónasson var ritstjóri Stúd- entablaðsins fyrir nokkrum árum og á sama tíma vann hann við tímaritið Svart á hvítu. í hópi stúdenta var hann mikill róttæklingur að eigin sögn þar sem hann situr í stól fram- kvæmdastjóra bókaútgáfunnar Svart á hvítu, sem á örfáum árum hefur breyst úr nær fallít fyrirtæki í eitt umsvifamesta fyrirtækið á sviði bóka- útgáfu á íslandi. Fyrirtækið stofnaði hann á árinu 1981 ásamt fjórum öðrum. Brösug- lega gekk fram til ársins 1984 en fór þá að rétta úr kútnum. Samtímis var hlutféð aukið og inn gekk nýr hópur manna. Hlutafjáreigendur eru úr öllu litrófi stjórnmálanna — og Björn seg- ir það einn meginstyrk fyrirtækisins að þar séu einlægir lýðræðissinnar að verki, en það þýðir m.a. „að allir geta unnið með öllum og allir rifist við alla,“ segir Björn. „Petta gerir fyrir- tækið ákaflega dýnamískt og er stór þáttur í velgengi þess. Hér er aldrei spurt um pólitískar skoðanir, þótt við vitum allt um alla hina, en það er að mínu mati grundvallaratriði í stjórn- málum að öðrum sé leyft að hafa sínar skoðanir í friði. “ Ég hef alltaf verið spenntur fyrir veseni. Aðspurður um hvers vegna hann hefði farið út í fyrirtækjarekstur, rót- tækur maðurinn, og þá á sviði bóka- útgáfu, segist hann hafa aflað sér smávægilegrar fagþekkingar á fram- leiðsluferli útgáfustarfsemi. „Hafi ég haft einhverja innsýn í atvinnurekst- ur þá var það á þessu sviði,“ segir hann. „Ég fór út í þetta vegna þess að ég hef alltaf verið spenntur fyrir ves- eni — ég hef alltaf unnið að mörgu í einu, var á mínum skólaárum alltaf að leiðast út í hliðarstörf, hef senni- lega ríka þörf fyrir tilbreytingu.“ Hefurðu samviskubit? „Nei, ekki í dag,“ svarar hann. „Á mínum unglings- og skólaárum þótti vinstri mönnum, og mér líka, fyrir- tækjarekstur og allt í sambandi við slíkt eitthvað sem ekki komi manni við. Og þegar ég fór út í þetta langaði mig til þess að gefa út bækur með boðskap — það var ekki nóg að gefa bara út bækur. Það er ákveðin teg- und af misskilningi að það sé hægt að láta hlutina bera sig án tillits til arð- seminnar, og þetta rak ég mig að sjálfsögðu fljótt á. Ég breyttist því smám saman vegna aðstæðna; að- stæður ráku mig til þess að koma mér upp áhuga á arðseminni.“ Björn segir að stundum stangist hans starf á við sínar grundvallar- skoðanir. „Mér finnst að ég þurfi að hugsa meira um hlutina og leita fleiri lausna heldur en ef ég væri hægri maður sem gengi beint inn í þetta kerfi,“ segir hann. „En mér finnst að vinstri menn eigi einmitt að gera þetta núna: spyrja sig að því hvernig eigi að reka atvinnulífið. Margir eru reyndar farnir til þess, eins og dæmin sanna í kringum okkur. Hugmynda- fræðilegir hlekkir hafa brostið og hefðbundin störf vinstri manna, störf í ríkisgeiranum, veita ekki Iengur vel. Erlendis er víða að verða mikill áhugi á því að fá húmanista inn í atvinnu- lífið — þeir hafa oft mikinn skilning á þjóðfélaginu í heild, kunna á tölvur og möguleika þeirra og þekkja einnig vankanta þeirrar tækni. Gamlir hipp- ar eru t.d. að verða mjög vinsælir í atvinnulífinu í Bandaríkjunum. Og hver er betur til þess fallinn en marx- isti að rannsaka og skilgreina mark- aðinn? Hann hefur eytt allri ævinni í það!“ ÞJÓÐLÍF 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.