Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 29

Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 29
(Ljósmynd: Þorvarður Arnason) þetta viðhorfsbreyting — ég hef losað mig við trúarbrögðin í pólitíkinni, en trúarbrögðin ganga stundum undir nafninu hugmyndafræði.“ Þröstur segist ekki finna til sektar- kenndar — brosir sínu breiðasta til ÞJÓÐLÍFS. „Ég hef verið í launa- vinnu síðan ég fór að vinna fyrir mér,“ segir hann, „og á síðustu þrem- ur árum hefur kaupið lækkað mjög. Ég hef staðið í íbúðarkaupum á þessu tímabili og þetta hefur orðið meira basl með hverju árinu. Vinnuafl mitt hefur stórhrapað í verðgildi á þessum þremur árum. Slíkt hefur auðvitað áhrif á sjálfsvirðinguna og mér finnst satt að segja mitt vinnuafl meira virði en þetta. Launavinnan gengur ekki upp — og þetta er ein leiðin út úr vítahringnum.“ Frosti tekur undir, að staða þeirra félaga í þjóðfélaginu nú sé e.t.v. bein afleiðing láglaunastefnunnar. „Ég sætti mig hreinlega ekki við það, að eftir 5-7 ára háskólanám skuli launin ekki vera meiri en þau eru.“ Lágu launin eru höfuðástæða þess að þeir fara út í bisness. Guðmundur nefnir eina til: „Ég hafði sótt um fullt af störfum, sem ég vissi að hentuðu mér og ég gæti leyst mjög vel af hendi. En það gekk ekki. Ég er þekktur. hef stimpii á mér, og atvinnurekendum leist ekki á mig. Ég fékk að lokum gott starf hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, starf sem átti vel við mig og mína hæfileika, en þessi reynsla sem ég fékk af vinnumarkaðnum þegar mér var hafnað, var óneitanlega lítt upp- örvandi. Þegar ég hætti hjá Lána- sjóðnum ákvað ég því að gerast sjálfs mín herra.“ Frosti vann einnig hjá Lánasjóðn- um þar til nýlega. Hann segir að sér hafi líkað starfið mjög vel, hann hafi átt kost á mikilli eftirvinnu en hefði ekki treyst sér til að „vinna eins og skepna" til langframa, eins og hann orðaði það. Hinir taka undir það, að eitt af því sem geri þeirra einkabisn- ess spennandi sé einmitt frjáls vinnu- tími — og vonandi minnkandi vinnu- álag. Þeir geti einnig mótað sín eigin verkefni og skipulagt og það sé tals- vert mikils virði. Fyrir örfáum árum (a.m.k. á tímum 68-kynslóðarinnar, sem þeir félagar eru allir af) var hnussað og sveiað við bissnesskörlum, möppudýrum og öðru viðlíku „hyski“ — og aldrei hef- ur það þótt fínt að vera atvinnurek- andi á vinstri kantinum. Nú hefur orðið á viðhorfsbreyting. Hverju er um að kennatþakka? „Höfum við ekki bara elst og þroskast?“ segir einn þeirra bros- andi. „Hin hreina og piparmeyjarlega ásýnd vinstri mennskunnar á heiminn Frosti, Þröstur og Guðmundur: Sveigjanlegur vinnutími, minna vinnuálag og skemmtilegri verkefni. Plús hærra kaup! og heimurinn sjálfur eru tvennt ólíkt,“ segir Guðmundur. „Raun- veruleikinn er alls ekki hreinn. Þegar. sósíalistar fóru að taka þátt í vinstri stjórnum kom í ljós, að hreinleiki þeirra var bara í orði, ekki á borði - hreinleikinn var bara trúarbrögð. Sami rassinn var á þeim og öðrum þegar til kastanna kom. Svo má kannski segja, að vinstri menn hafi uppgötvað sitthvað nýtilegt úr ný- frjálshyggjunni — án þess þó að taka undir hin kaldrifjuðu og mannfjand- samlegu sjónarmið sem einnig felast í henni. Þá má einnig benda á, að und- anfarin ár höfum við verið að upp- götva mikilvægi þess að hlúa að sjálf- um okkur og rækta eigin áhugamál. Það er engin ástæða til að fórna sér fyrir aðra og vera með allt í klessu hjá sjálfum sér.“ Þröstur Haraldsson er greinilega sammála þessu öllu. „Það er ósköp auðvelt að halda árunni „hreinni“ þegar maður er ungur og ábyrgðar- laus,“ segir hann. „En veruleikinn er bara allur annar. Og er ekki einhver Bjartur í okkur öllum?!“ ÞJÓÐLÍF 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.