Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 52

Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 52
Hannes Hólmsteinn hrökklaðist úr Hverfisgötunni eftir sigur Lýðræðishreyfingar- innarárið 1991. Reyndar höfðu umsvif hans og völd minnkað verulega eftir að hann bauð allt skólakerfið út. eins og allir vissu. Þær höfðu aldrei bóg í sér til að vera annað en (stund- um) líflegur saumaklúbbur þegar best lét og flestum stundum þó á eftir RUV, sem stal af þeim hverjum glæpnum af öðrum í öngstrætum lág- kúru og sölumennsku. Verkalýðs- hreyfingin hafði síðla árs 1985 gefið endanlega upp á bátinn þá hugmynd að stofna eigin útvarpsstöð, forystu- mönnum var áætlunin einfaldlega of framandi og verkefnið þeim ofvaxið. Sú sókn sem þar hófst ekki endur- speglaði aðeins innri veikleika hreyf- ingarinnar og átti síðar eftir að verða Lýðræðishreyfingunni víti til varn- aðar. KOSNINGARNAR 1987. Sigur Sjálfstæðisflokksins var aldrei dreginn í efa þegar leið fram á árið, stjórnarandstöðunni tókst ekki þá frekar en allt kjörtímabilið að skapa sér trúverðugt andlit. Óánægja óx á vinstri vængnum: innan Framsóknar- flokks vegna spillingarmála og hægrihyggju, einkum meðal ungs fólks og kvenna; Alþýðubandalaginu tókst ekki að brjóta af sér fjötra „stjórnlyndis og klíkuskapar" (sjá áð- urnefnt viðtal við ritstj. — „spreng- ingin“ á Þjóðviljanum endurómaði um landið á versta tíma fyrir flokk- inn); stór hluti Alþýðuflokksins gerð- ist fráhverfur JBH (viðreisnar- mynstrið), mest ungt fólk og verka- lýðssinnar, „vinnudýrin“ í flokknum; Kvennalisti hélt sínu, en á ráðstefn- unni á Egilsstöðum („Hvað má læra af reynslunni?“) kom í Ijós, að ekkert hafði í raun lærst, a.m.k. ekki til að taka forystu í íslenskum stjórn- málum. í Ijósi hinnar lítt þokkuðu stjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks var „stóra áfallið" þeim mun verra að öllum var ljóst að hverju stefndi í lok 1986 og í upphafi kosn- ingaársins. Eina huggunin á vinstri kosninganóttina. Upplausnin sem í kjölfarið dró, óánægja almennra flokksmanna, sérstaklega yngra fólks, verkalýðsarmanna, og „hópa kvenna“ leiddi til þess að forystu- menn urðu að gefa eftir einhvers staðar til að halda frið. Margir Fram- sóknarmenn voru æfir út í ráðherrana fyrir að sitja áfram, formenn A- flokkanna urðu að sýna viðleitni; þar sem þessir fylgisrúnu forystumenn litu í kringum sig urðu fyrst fyrir þau Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða — sem þá gengu undir nöfnunum Tíminn, Alþýðublaðið og Þjóðvilj- inn. Þar utan dyra höfðu einmitt óánægðir uppreisnarmenn safnast saman. NÝR BIRTINGUR. Nýja biað ið komst ekki á koppinn hægða- tregðulaust. Nauðsyn braut samt öll fyrri lög hagsmunatengsla og helst þó „sögulegrar arfleifðar“ (sem var sá biti sem Mjallhvít A-flokkanna kom hvorki upp né niður fyrr en prinsinn í líki ungra uppreisnarmanna tróð nið- ur í vélinda og áfram gegnum melt- ingarveg flokksbroddanna uns ekki varð annað eftir en kyngja — eftirá). Gert var samkomulag um stofnun Nýs Birtings, en þríblöðin væru „ekki lögð niður“ (það varð að heita allt annað), sem að mörgu leyti var heilladrjúgt þegar fram í sótti. Svona gerðist þetta: Stofnað var nýtt „almennt fréttablað félagshyggju og vinstrisinna“, eins og gulnuð minnisblöð nú gefa til kynna að vinnuheiti hafi verið. Blaðið fékk í hendur stóran hluta af ritstjórnar- eignum þríblaðanna: Ijósmyndasöfn, skrifstofubúnað og allt annað sem þurfti til almennrar fréttaþjónustu. Sett var á laggirnar fréttastofa sem átti að starfa „eins og fréttastofa út- varps, væri hún góð“, eins og einn starfsmanna sem þaðan kom sagði. Ráðningarmálin urðu deilumál þar til Samband 68-kynslóðarinnar tók að blómstra eftir ballið snjalla í Þjóðleikhúskjallaranum. kantinum var sú, að ungt félags- hyggjufólk kvaddi Framsókn, án þess að skila sér í beinhörðu fylgi við ein- hvern einn hinna flokkanna. Sjálf- stæðisflokkur bcetti við sig dálitlu fylgi, A-flokkarnir stóðu uppi móðir, en jafnvígir, Kvennalistinn var ennþá til, en BJ horfið. Þetta ástand var það sem JBH og Svavar kepptust við að kalla „stóra áfallið" og þóttist hvor hafa hitt þann nagla á höfuðið á undan hinum ritstjóri og tveir fréttastjórar (tiltölu- lega óspjallaðir í flokkapólitík en með rétta tilhneigingu) voru fengnir til að ráða alla aðra blaðamenn upp á eigin spítur og gefið tveggja ára frítt spil til að sanna hæfni sína. Hún sannaðist fyrst þegar þeim tókst að ráða tiltölulega vel blandaðan hóp af útvarpi, sjónvarpi og hinum blöðun- um til að sinna almennum fréttum og þjónustu. Nýjum Birtingi var þó aldrei ætlað 52 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.