Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 65

Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 65
VIÐBRÖGÐ VIÐ KLÁMI. Kvenréttindahreyfingin bandaríska hefur barist gegn klámi um tíu ára skeið og það er einkum fyrir þá bar- áttu að farið er að hreyfa þessu máli þar í landi að einhverju ráði. Svíar munu einnig vera farnir að hugsa sér til hreyfings, og svo er sjálfsagt einnig um fleiri Norðurlandaþjóðir. Pegar hafa verið skrifaðar margar bækur um þessi mál og ég hef vitnað til nokkurra hér. Ég vil geta einnar enn. Hún heitir Take Back the Night og er safnrit sem tekið var saman eftir her- ferð bandarískra kvenna gegn klámi fyrir nokkrum árum. Þá er nýkomin út í Bandaríkjunum 2000 blaðsíðna skýrsla um klámiðnaðinn þar í landi og þar er því m.a. haldið fram, að samband sé milli kynlífsglæpa og svæsins kláms (sjá t.d. Morgunblaðið 12.7. 1986). Fylgjendur klámsins vé- fengja niðurstöður skýrslunnar, en kvenréttindakonur og andstæðingar kláms fagna henni. Það þarf þó engar sérstakar kann- anir til að sjá, að sá boðskapur sem klámið flytur getur vart verið hollur ungum sálum — og jafnvel ekki harð- fullorðnu fólki. í sumar horfði ég á kvikmyndina Níu og hálf vika í kvik- myndahúsi einu í Reykjavík. Þetta var ekki talin klámmynd, heldur list- ræn mynd en djörf. í myndinni var niðurlæging konunnar fullkomnuð. Hún var algerlega á valdi karlsins, sem var „pervert“, og lét hafa sig í að gera ýmislegt sem hún vildi alls ekki gera. Og hún ætlaði ekki að geta slitið sig lausa. Það er einmitt þessi ógeðslegi „per- vertismi“ sem virðist orðinn al- gengari en áður var í kláminu. Gloria Steinem segir, að það fari í vöxt að unnustar, sambýlismenn og eigin- menn þrýsti á konur sínar og unn- ustur að „prófa" alls konar aflbrigði- legheit á sviði kynlífsins, sem konum bjóði við. Oft láti þær undan þegar þeim er sagt, að öðrum konum líki þetta eða hitt, þær séu bara gamal- dags eða borgaralega upp aldar og bældar. Við á íslandi höfum lengi vel verið blessunarlega laus við svæsið klám, en svo virðist sem í þessum efnum ætlum við að verða dálítið seinheppin — eins og reyndar í svo mörgum öðr- um málum. Nú er engu líkara en klámbylgjan sé að skella á okkur af fullum þunga, einmitt þegar hún virð- ist vera í rénun í nágrannalöndunum. Við erum víst alltaf tíu árum á eftir tímanum, hvað sem bættum sam- göngum líður. Mér finnst furðulegt, að starfsemi á borð við þá sem Pan-hópurinn stundar skuli vera látin afskiptalaus og yfirvöld depli ekki auga þótt fram komi í fjölmiðlum, að vændi þrífist í tengslum við hópinn. Ég held að ekki sé hægt að túlka afskiptaleysi ákæru- valdsins á annan hátt en þann, að íslenskt samfélag sé búið að meðtaka og samþykkja bæði hugmyndafræði og birtingarform nútímaklámiðn- aðar. Helga Sigurjónsdóttir er kennari í Reykjavík. Helstu heimildir: Andrea Dworkin: Pornography. 1981. B. Ehrenreich and D. English: For Her Own Good. 1979. Evelyn Reed: Woman‘s Evolution. 1979. Germaine Greer: Sex and Destiny. 1984. Gloria Steinem: Erotica and Porno- graphy. J.M. Masson: The Assault on Truth. 1984. Mary Daly: Gyn/Ecology. 1981. „Hafa karlmenn ef til vill aldrei náð sér eftir að hafa „drepið“ eigin móður?“ Eldhús inraettuigar — Nýjar gerðír'- □□□□□□□□ • E I. i) H i; s • I MVirinwmaumkJ JL Byggingavörur kynna nýjar gerðir eldhúsinnréttinga frá breskum framleiðendum. Þetta em smekklegar og stílhreinar innréttingar. Verðið er mjög hagstætt og greiðsluskilmálar viðallrahæfi. Komið og skoðið uppsett kynningareldhús í nýrri verslun okkar að Stórhöfða. Stórtiöfða, Sími 671100 5JJ BYGGINGAVÖRUR ÞJÓÐLÍF 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.