Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 33

Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 33
hýðs, lím og gólfefni, korkur á gólf og veggi, teppi og marmari, loft- hreinsitæki og flúrpípur sem gefa frá sér nákvæmlega sama ljós og dags- birtan. „Við leitum uppi þær vörur, einkum í byggingariðnaði, sem hafa jákvætt notagildi fyrir neytendur,“ segir Ing- ólfur H. Ingólfsson. „Gerviefnin hafa kostað okkur geysileg náttúruspjöll, þau eyðast á mjög löngum tíma og nú er svo komið, að náttúran tekur ekki lengur við úrgangsefnunum. Gervi- efnin hafa einnig reynst manninum hættuleg. Nýlega var skýrt frá því í einu dagblaðanna að grunur leikur á því að formaldehýð í spónaplötum sé krabbameinsvaldandi. Fosfatið í þvottaefnum hefur steindrepið allt líf í vötnum og ám margra landa í kring- um okkur. Og svona mætti endalaust áfram telja. Eitt megineinkenni kapí- talismans hefur verið framleiðsla með mestum gróða. Ekki hefur verið spurt að því hvað framleitt er — þar til nú að við stöndum frammi fyrir því að jarðkúlan og andrúmsloftið eru mett svo að þetta getur ekki gengið svona lengur. Því er áherslan að fær- ast yfir á þá spurningu hvað á að framleiða og til hvaða nota. Sem dæmi má nefna að gervi- og eitur- efnaiðnaðurinn er orðinn einn helsti framleiðandi byggingarefna, sem er reyndar rökleysa því flest þessara efna hafa slæm áhrif á fólk og eru jafnvel hættuleg og eiga því ekkert erindi inn á heimili þess.“ Eruð þið þá að nýta ykkur áhersl- una á heilsuvernd, sem nokkuð hefur borið á á Vesturlöndum að und- anförnu? „Ekki bara við heldur eru fram- leiðendur á Vesturlöndum í sí- auknum mæli að færa sig yfir á það svið að framleiða vörur sem ekki valda umhverfismengun né hafa heilsuspiliandi áhrif. Nefna má að Sameinuðu þjóðirnar gefa fram- leiðendum gæðastimpil og nota til þess svokallaðan „Bláa engil“ fyrir góða vöru sem ekki mengar umhverf- ið, og allir keppast nú um að hljóta þann stimpil og hampa honum mjög ef þeir fá hann. Við veljum hins veg- ar vörur sem gerðar eru meiri kröfur til, séu þær fáanlegar." Finnst ykkur það mikil umræða vera hér um mengun og orsakavalda sjúkdóma að almenningur sé tilbúinn að huga fyrst og fremst að þessum þœtti við val á t.d. málningu og lökkum? „Umræðan hér á landi hefur að vísu verið af miklu skornari skammti en í nágrannalöndum okkar,“ svarar Ingólfur. „En þótt loftið sé hér til- tölulega hreint og mengun lítil er eng- in ástæða til að huga ekki að um- hverfinu. Híbýli fólks eru yfirleitt yfirfull af mengunarvaldandi efnum, sem er að finna í málningu, lökkum, spónaplötum, límum, gólfdúkum o.fl. o.fl. Einmitt vegna tiltölulega lítillar mengunar utandyra hjá okkur ættum við að huga þeim mun betur að híbýlum okkar. Og það eru margir farnir að gera nú.“ Verðið á mörgum vörum frá Nat- ura Casa mun verða það sama og á sambœrilegum vörum á markaðnum, t.d. á málningunni, en önnur verða í efri verðflokkunum, svo sem lökkin. Pœr hafa allar þann kost að menga ekki og vera ekki heilsuspillandi. En lengi hefur það orð legið á „náttúru- vörum “ að vera óhentugri en gerviefn- in og verra að vinna með þau. Ingólfur segir þetta á misskilningi byggt. Náttúruefnin hafi verið van- rækt vegna áherslu á gerviefnafram- leiðslu en verið bætt mjög á undan- förnum árum því tækninni hafi fleygt fram. „Svo má ekki gleyma því, að mörg þessara efna eru mun endingar- betri en gerviefnin," segir Ingólfur. „Þetta gildir t.d. um harpix- og lín- olíulökkin sem þurfa að vísu lengri tíma að þorna, en endast rniklu betur og eru fallegri en plastlökkin.“ Hvernig stóð á því að þú fórst út í einkabisness — þetta hataða starf vinstri manna til skamms tíma? Ingólfur brosir. „Eg er kannski á þeim aldri þar sem menn hafa ákveðinn metnað í sínu fagi,“ segir hann. „Ég vann hjá ríkisstofnun áður, Tryggingastofnun, og þar fannst mér ég vera að vinna mestan part fyrir skrifborðsskúffuna. Ég hygg, að svona sé þetta víða hjá ríkinu. í öðru lagi var kaupið ekki beinlínis til að hrópa húrra fyrir. Hvorugt þessara atriða er gott fyrir smáborgaralega metnaðargirni!" Ingólfur ræðir nokkra stund um þjóðfélagsbreytingar undanfarinna ára og viðhorfsbreytingar. Hann seg- ir vinstri menn lengi hafa trúað því að fátt væri auðvirðilegra en að vinna að gróðamyndun. „Það er auðvitað miklu auðveldara fyrir sálartötrið að vera í hlutverki hins kúgaða!" segir hann. „En þessi auðvelda leið hefur ekki að sama skapi borið vænlegan árangur." „Það hefur margt breyst síðustu áratugina,“ heldur hann áfram. „Móthverfurnar milli launavinnu og auðmagns eru ekki lengur meginatr- iði í framrás sögunnar. Hún er ekki lengur eins afgerandi og hún var. Tækniframfarir hafa gert lifandi vinnuafl nánast óþarft í verðmæta- sköpuninni. Hins vegar hefur arðrán náttúruauðlinda og mengun umhverf- isins sett á auðmagnið ákveðin tak- mörk, sem verður að virða. Auðvaldið býr yfir miklu meiri möguleikum en margir vinstri menn vilja viðurkenna — eða muna eftir, því allt stendur þetta í fræðunum ef menn vilja leggja það á sig að lesa þau. Auðvaldið er ekki aðeins ákveð- ið form heldur hefur það einnig ákveðið innihald, sem er ákaflega fjölskrúðugt, ekki síst í dag. Við sjáum þetta á verkalýðshreyfingunni — hún er ekki og getur aldrei aftur orðið það afl sem hún áður var, nema breyta þá algjörlega um form. Til- raunir ASÍ-manna í að gera pólitíska kjarasamninga sýnir þetta auðvitað vel. Forystumennirnir vita að það snýst ekki allt lengur um launavinnu og auðmagn eða þref um launahækk- anir — aðrir hlutir eru farnir að vega meira, svo sem heilsuvernd og að- búnaður. Samfélagið hefur breyst. Það er á góðri leið með að verða almenningseign án sósíalisma. Nú er t.d. millistéttin mjög áberandi og hún gerir sínar pólitísku kröfur. Þjóðfé- lagið er taktlaust, en fjölbreytt og því ekki ýkja erfitt fyrir okkur vinsti menn að gerast auðvaldsseggir án þess að tapa andlitinu!“ Við vinstri menn þekkj- um betur vandamálin. Getið þið tekist á við að vera at- vinnurekendur — hafið þið hlotið nœgilega skólun, hafið þið réttu hug- myndafræðina til að hrinda hlutum í framkvæmd? „Ég held einmitt að við séum miklu betur í stakk búnir til að taka við atvinnurekstri en hægri menn,“ svarar Ingólfur. „Hin klassíska auð- magnshugmyndfræði er byggð upp á því að fá sem mestan gróða, án tillits til afleiðinga og notagildis. Auðvald- ið verður einmitt að losa sig við þessa þröngsýni ef eitthvert framhald á að verða. Við vinstri menn þekkjum betur vandamálin og göngum til verka með betri hugmyndafræði.“ Hefurðu nokkurn móral út af þessu? Nú hlær Ingólfur. „Nei, því skyldi ég hafa það? Skoð- anir mínar hafa í engu breyst og ég er ekkert að ganga á þær. Ég tel þetta reyndar beint og eðlilegt framhald af mínum skoðunum. Við vinstri menn höfum verið í miklu tómarúmi á und- anförnum árum. 68-kynslóðin var í rauninni aðeins að syrgja gamla tíma, við vorum að færa til grafar gamla hugmyndafræði. Við vorum ekki að búa til neitt nýtt og þegar við kom- umst að því brá okkur mörgum illi- lega í brún. Það var enginn að gera neitt nýtt, nema hugsanlega sósíal- demókratarnir. En nú er ég að koma minni hugmyndafræði í verk!“ ÞJÓÐLÍF 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.