Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 61

Þjóðlíf - 01.09.1986, Blaðsíða 61
um að verða aftur lítið barn, sem móðirin tekur í faðminn og huggar. Karlar hafi ekki komist yfir sárs- aukann sem aðskilnaður við móður veldur hverju barni. Konur bjargist betur því þær verða sjálfar mæður. í heimi vélvæðingar og tvíhyggju, þar sem aðskilnaður manns og nátt- úru, efnis og anda, heila og hjarta verður sífellt meiri, magnast sálar- angistin. Karlmaðurinn þráir innst inni hið fagra og góða, eins og allar manneskjur gera. Hvorugt á upp á pallborðið í nútímamenningu, þannig að allar slíkar tilfinningar verður hann að bæla niður. Það eykur enn á innri togstreitu og vansæld og getur að lokum brotist út sem ofbeldi og árásargirni. Og þá er konan gjarnan nærtæk. Aðrar fræðikonur, t.d. Evelyn Reed, telja að karlinn hafi upphaf- lega verið í sálarlegu jafnvægi og tek- ið yfirburði mæðra/kvenna sem sjálf- sögðum hlut. Móðirin fæddi nýtt líf, hún hafði ótvíræða yfirburði yfir karl- inn og var því sú volduga og sterka, sú sem leiðbeindi börnunum og leiddi til þroska og fór skynsamlega með vald sitt. Þetta forna vald móðurinn- ar var þó allt annars eðlis en það vald sem við þekkjum meðal valdhafa. Það fólst ekki í drottnun, kúgun og yfirgangi heldur nauðsynlegri stjórn- un (sjá Adrienne Rich: Of Woman Born, 1976). Móðurinni var óhætt að treysta. Hún bjó yfir sköpunarmætti og krafti, sem karlar gátu aldrei öðl- ast. Um það þýddi ekki að fást. Gríska skáldið Æskýlos er að velta fyrir sér niðurlægingu móðurinnar/ kvenna í leikritinu Óristeia. Upp- reisnarseggurinn Óristes drepur móð- ur sína til hefnda eftir föður sinn og er sýknaður af verkinu. Oftast er leikritið túlkað sem sagan um það þegar móðirin beið ósigur yfir föð- urnum í mannheimi — þegar feðra- veldi tók við af mæðraveldi. ÓTTI OG OFBELDI. Mér er ljóst að þessar skýringartilraunir duga skammt til að skýra allan þann andlega fáránleika, sem karlamenn- ingin hefur framleitt um aldir og kall- að sannindi eða vísindi og komist upp með það. Konur eru nú í óðaönn að gaumgæfa þessa sérkennilegu menn- ingu og þá mun án efa margt fróðlegt koma í ljós. Þangað til mun uppruni karlamenningar vera á huldu. Hins vegar þurfum við ekki að seilast langt til að sjá og skilja, að mannleg við- brögð við ótta og óöryggi er einmitt árásargirni og ofbeldi. Af hvoru tveggja er til nóg í heimi þar sem konur hafa engin völd og lítil áhrif. Við hvað eru karlar svona hræddir? Hafa þeir e.t.v. aldrei náð sér eftir að þeir „drápu“ eigin móður? Hvernig á líka nokkur að ná sér eftir slíkt voða- verk? Glæp allra glæpa; þann glæp sem árþúsundum saman var talinn óhugsandi. Eitt er víst: það er erfitt að búa í „móðurlausum" heimi. Ef við höldum áfram sálfræði- legum skýringum á viðbrögðum karla í heimi þar sem konur eru taldar hættulegar er ljóst, að ofbeldið er vörn þeirra eða sálrænir varnar- hættir, þar sem efniviðurinn er ótti og einmanaleiki. Og það þarf sífellt að halda konunum, hinum ímynduðu óvinum, í skefjum. Aðferðirnar eru mismunandi eftir stað og tíma, en hugsunin sú hin sama. Meðan kirkjan var voldug stofnun voru prestarnir uppteknir af því að endurreisa synd- ugar konur og reka úr þeim Djöful- inn. í upphafi vísindaaldar (1400- 1700) kostaði þessi fyrirgangur marg- ar milljónir kvenna lífið. „Vísindin", sem hinn rangsnúni hugsunarháttur bjó til, sögðu að konurnar væru í þingum við Djöfulinn. Þess vegna urðu þær að deyja. Hvað er pornó og öfuguggaháttur — ef ekki þetta? ÞÁTTUR LÆKNA OG SÉRFRÆÐINGA. Heiftarleg átök urðu milli karla- og kvenna- menningar við upphaf „vísindaald- ar“. Þær komu til af því að karlar fóru að sækja inn á svið kvenna með Frá sýningu Pan-hópsins í vetur. (Ljósmynd: DV) Lækningar voru kvennastarf þar til ungir karlmenn fóru að lesa læknis- fræði í háskólum á 15. og 16. öld. Raunar voru fræðin lengi vel aðallega rit Aristótelesar og Platós, en á 19. öld voru vinnbrögðin orðin vísinda- legri. Það var frá upphafi amast við konum í þessum skólum og snemma á 19. öld tóku hinir lærðu læknar mjög að seilast inn á svið ljósmæðra. Þeir vildu fá fæðingarnar í sínar hend- ur. Meðal allra þjóða og þjóðflokka hafa fæðingar verið einkamál kvenna og körlum stranglega bannaður að- gangur. Talið er, að ein ástæða þessa sé sú bannhelgi sem hvílir á kynfær- um kvenna. Þau má ekki opinbera hverjum sem er. Konur biðu lægri hlut í þessum átökum. Þeim var ekki aðeins meinað að læra læknisfræði, heldur var einnig reynt með góðum árangri að taka frá þeim ævaforna þekkingu og spilla samstöðu þeirra og sam- heldni. ,Gamli klámiðnaðurinn var afurð borgaranna — róttæklingarnir styðja hinn nýja.“ náttúru- og raunvísindi að vopni. Þetta er of Iöng saga til að hún verði rakin hér, en þó verður að minnast á þátt lækna (sjá t.d. B. Ehrenreich and D. English: For Her Own Good, 1973). Auk þess urðu miklar deilur um hvort konur ættu að sætta sig við karlkyns lækna. Það stríddi gegn sið- ferðishugmyndum þeirra og eðlilegri blygðunarkennd að bera sig fyrir karlmönnum. Um tíma voru starf- ÞJÓÐLÍF 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.