Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 4
Frá neytendaaðstoðinni: NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // NEYTENDAAÐsToÐIN Hjón keyptu borðstofuskenk sumarið 2012 en strax við afhendingu kom í ljós að skápurinn var gallaður og ekki í samræmi við sýningareintak í versl- uninni. Skápurinn var strax sendur til baka til viðgerðar en eftir viðgerðina reyndist hann ekki enn vera í sam- ræmi við pöntun. Var hann því aftur tekinn til viðgerðar hjá seljanda. Frekari gallar komu fram í kjölfarið og fóru hjónin fram á að seljandi endur- greiddi þeim skápinn en þeirri kröfu hafnaði seljandinn. Eftir milligöngu Neytendaaðstoðarinnar og töluverð samskipti við seljanda tókst að lokum að ná sáttum um að hann endur- greiddi borðstofuskápinn. Kona keypti sér leðursófa en ekki leið langur tími frá því að sófinn var tekinn í notkun og þar til áklæðið fór að flagna verulega. Konunni hafði verið sagt að sófinn væri úr leðri og því taldi hún endinguna mjög lélega og kvartaði því til verslunarinnar. Kom þá í ljós að sófinn var ekki úr leðri heldur efni sem líktist leðri og átti að vera mjög endingar- gott. Konan taldi efnið í sófanum vera gallað en verslunin var ófáanleg til að koma til móts við hana þar sem langur tími var liðinn frá kaupunum, en sófinn hafði verið í geym- slu í nokkurn tíma eftir kaupin. Þar sem konan var í Neyt- endasamtökunum leitaði hún til Neytendaaðstoð arinnar og eftir langar samningarumræður var komist að samkomulagi og verslunin endurgreiddi um helming upphaflegs kaup- verðs sófans. Kona keypti sér sérsmíðaðan sófa en fljótlega komu í ljós gallar á honum og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að gera við sófann. Konan fékk afslátt vegna þessara galla. Hún var þó enn ekki sátt og fór fram á að seljandi tæki sófann til baka. Seljandi féllst ekki á það og í kjölfarið leitaði konan til Neytenda aðstoð arinnar. Eftir milligöngu NS í málinu samþykkti seljandinn loks að taka sófann til baka gegn endurgreiðslu kaupverðsins. Skápur stenst ekki væntingar LeðurSófi? SóFI ENDURGREIDDUR Félagsmaður fékk símtal frá sölumanni ákveðins fyrirtækis og var boðin áskriftarþjónusta sem m.a. innihélt netþjón- ustu. Félagsmaðurinn samþykkti tilboðið með þeim fyrir- vara að hann gæti nýtt sér routerinn (beininn) sem hann væri þegar með. Svo fór að fyrirtækið sendi nýjan router og sagði hann nauðsynlegan svo að viðkomandi gæti nýtt sér þjónustuna. Félagsmaðurinn endursendi hann strax og tilkynnti fyrirtækinu að hann vildi ekki nýta sér þjónustu þess. Fyrirtækið var tregt að losa manninn undan samningum og krafðist uppsagnargjalds. Eftir að Neytenda- aðstoðin setti sig í samband við fyrirtækið féllst það á að afturkalla þjónustuna og fella niður ógreidda reikninga sem höfðu verið sendir. samningur með fyrirvara Félagsmaður í NS átti gjafabréf í heilsurækt en gildistími þess var eitt ár. Þremur mánuðum eftir að gjafabréfið var keypt var hins vegar tilkynnt um að heilsuræktinni yrði lokað eftir tvo mánuði. Á endanum var því raunverulegur gildistími gjafabréfsins aðeins fimm mánuðir. Vegna óvið- ráðanlegra aðstæðna gat handhafi bréfsins ekki nýtt sér það innan þessa tíma og fór því fram á að fá gjafabréfið endurgreitt. Því var hafnað og borið við að nægur tími væri til að nýta bréfið á þeim tveimur mánuðum sem eftir væru. Í kjölfarið var leitað til Neytendaaðstoðarinnar sem gekk í málið og fékk félagsmaðurinn gjafabréfið endurgreitt enda upphaflegar forsendur bréfsins brostnar. Félagsmaður í NS átti í viðskiptum við ákveðið fjarskipta- fyrirtæki vegna símnotkunar sonar síns. Hann greiddi fyrir símanotkun með því að fylla á frelsisinneign í gegnum vef- síðu fyrirtækisins. Af einhverjum ástæðum byrjaði fyrir- tæk ið að virkja sjálfvirka áfyllingu þannig að tekið var reglulega af kreditkortinu án hans samþykkis og vitundar. Þetta gerðist í nokkur skipti og var því orðið um nokkuð háa upphæð að ræða, eða hátt í 50 þúsund krónur. Eftir að Neytendaaðstoðin setti sig í samband við fyrirtækið náðust þó samningar. ónýtt gjafabréf Sjálfvirkar færSlur Leiðbeininga- og kvörtunarþjónusta Neytendasamtakanna skipti nýverið um nafn og heitir nú Neytendaaðstoð NS. Hér má lesa frásagnir af nokkrum málum sem nýverið hafa komið til kasta Neytendaaðstoðarinnar, en bent er á að mun fleiri frásagnir og reynslusögur er að finna á ns.is. 4

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.