Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 5
Skrítin krafa frá bílaleigu LEIGJENDA ðstoðin Íslensk hjón áttu flug frá Tenerife á Spáni til Gatwick- flugvallar í London. Þaðan áttu þau tengiflug áfram til Íslands með öðru flugfélagi. Vegna bilunar í flugvélinni seinkaði flugi hjónanna til Gatwick um sjö klukkutíma og misstu þau því af tengifluginu áfram til Íslands. Þau höfðu þá samband við flugfélagið sem þau flugu með frá Tenerife og kröfðust staðlaðra skaðabóta í samræmi við reglugerð um réttindi flugfarþega, eða 400 evra vegna hvers farþega. Flugfélagið hafnaði kröfu hjónanna, sem höfðu í kjölfarið samband við ECC á Íslandi og óskuðu eftir aðstoð í málinu. ECC á Íslandi sendi málið út til systurstöðvar sinnar í Bret- landi og krafðist þess að flugfélagið greiddi hjónunum skaða bætur. Eftir milligöngu ECC-netsins samþykkti flug- félagið að greiða hjónunum skaðabætur að upphæð 800 evrur samtals líkt og krafist var. Fimm franskir ferðamenn flugu með íslensku flugfélagi frá Frakklandi til Bandaríkjanna með millilendingu á Íslandi. Af einhverjum ástæðum barst farangur þeirra ekki með flug- vél inni til Bandaríkjanna og kvörtuðu þeir strax við flug- félag ið. Þeir fengu þau svör að farangurinn yrði sendur til þeirra við fyrsta tækifæri. Svo fór að á meðan 19 daga dvöl þeirra stóð komst ekki allur farangurinn til skila. Ferða- menn irnir neyddust því til að kaupa sér ýmsar nauðsynjar auk þess sem þeir þurftu að kaupa eða leigja ýmiss konar útivistarbúnað en megintilgangur ferðarinnar var að fara í útilegu. Ferðamennirnir kröfðu flugfélagið um að fá útlagð- an kostnað endurgreiddan. Það bar ekki árangur og settu þeir sig þá í samband við ECC-netið. Þeir höfðu gætt þess vel að geyma allar kvittanir og gátu því sýnt fram á raun- veruleg útgjöld. Eftir milligöngu ECC á Íslandi fengu ferða- mennirnir endurgreiddan útlagðan kostnað, að upphæð 1.173 evrur, ásamt því að flugfélagið bauð þeim gjafabréf sem sárabætur fyrir öll óþægindin. Biluð flugvél veldur töfum Týndar útilegugræjur NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // ECC og LEIgjENDAAÐsToÐIN Íslenskur ferðamaður leigði bíl á ferðalagi sínu í Bret- landi og skilaði bílnum án nokkurra vandræða. Eftir að hann var kominn heim sendi lögreglan í Yorkshire á Englandi fyrirspurn til bílaleigunnar og óskaði eftir upplýsingum um hver hefði verið skráður leigjandi bílsins á þeim tíma sem um ræddi. Fyrir að veita lögreglunni þessar upplýsingar innheimti bílaleigan 36 pund vegna svokallaðs „administration fee“ hjá ferðamanninum. Hann hafði þá samband við lögregl- una og var tjáð að engin sekt væri skráð á bílinn. Einnig kom í ljós að það væri ómögulegt að bíllinn hefði verið á þeim stað þar sem meint brot var framið en sá staður var 362 km frá bílaleigunni, en bílnum hafði einungis verið ekið 283 km meðan á leigutím- anum stóð. Bílaleigan neitaði þó að endurgreiða ferða manninum gjaldið þrátt fyrir að það væri ómögu legt að hann hefði átt einhvern hlut að máli og þótt lögreglan hefði staðfest að það væri engin eftir- lýsing eða sekt skráð á bílinn. Ferðamaðurinn leitaði þá til ECC á Íslandi og óskaði eftir aðstoð. ECC-netið áframsendi málið til kærunefndar í Englandi og lauk því með því að bílaleigan endurgreiddi ferðamann- inum hið umdeilda gjald. Fyrst áminning, svo riftun Leigutaki leitaði til Leigjendaaðstoðarinnar eftir að leigu- sali hafði rift leigusamningi vegna meintrar slæmrar um- gengni leigutaka og mikils gestagangs á nóttunni. Leigutaki kannaðist hins vegar ekki við að hafa gengið illa um eða að hafa verið með læti að næturlagi. Samkvæmt húsaleigu- lögum verður leigusali að áminna leigutaka áður en riftun er beitt, en það hafði ekki verið gert. Með vísan til álita kæru- nefndar húsamála taldi Leigjendaaðstoðin riftun leigusala ekki gilda og samþykkti leigusali því að draga hana til baka. Frá Leigjendaaðstoðinni: Frá Evrópsku neytendaaðstoðinni: samningsákvæði andstæð lögum Leigutaki hafði leigt íbúð með ótímabundnum leigusamn- ingi í tæp þrjú ár en fékk þá uppsagnarbréf frá leigusala í desember 2014 þar sem honum var gert að yfirgefa íbúðina 1. febrúar 2015. Leigutakinn leitaði til Leigjendaaðstoð- arinnar og fékk þær upplýsingar að uppsagnarfrestur ó tíma bund inna húsaleigusamninga um íbúðarhúsnæði væri að lág marki sex mánuðir og að uppsögn tæki ekki gildi fyrr en fyrsta dag næsta mánaðar eftir að hún væri send. Af þeim sökum væri húsaleigusamningur aðila í gildi til 1. júlí 2015. Í samningi aðila kom þó fram að uppsagnarfrestur væri þrír mánuðir, en eftir að Leigjendaaðstoðin hafði bent leigusala á að lögin væru ófrávíkjanleg þegar kæmi að íbúðarhúsnæði og að slík samningsákvæði stæðust ekki samþykkti leigusali að samningi aðila væri ekki lokið fyrr en 1. júlí 2015. Leigjendaaðstoð NS hefur verið starfandi frá vori 2011 og hefur fengið um 7.000 erindi frá leigjendum á starfstíma sínum. Sjá nánar um starfið og réttindi og skyldur aðila á leigumarkaði á leigjendur.is. 5

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.