Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 17
(ETPA) sem telur notkun BPA í thermalpappír vera örugga og ábyrga. Vinnueftirlitið sér ekki ástæðu til að banna BPA í kassakvittunum Svíar vilja banna BPA í kassakvittunum í varúðarskyni sökum þess hve margar ungar konur á barneignaraldri vinna við verslun. Styrkur BPA í kvittunum er hár auk þess sem það er í óbundnu formi og losnar því auðveld- lega. Til að kanna afstöðu yfirvalda hér á landi var haft sam- band við Víði Kristjáns son, deildarstjóra Efna- og holl- ustu háttadeildar hjá Vinnu eftir litinu. Víðir vísar m.a. í alræmda ályktun EFSA þar sem upp- taka BPA í gegnum kassakvittanir og fæðu er sögð vera langt innan hættumarka: „Vinnueftirlitið telur ekki þörf á að meta áhættuna af notkun BPA í kassakvittunum né banna það. Fylgst verður með rannsóknum á þessu sviði og þá sérstaklega í sambandi við þau efni sem komið hafa í staðinn fyrir BPA og ef ástæða þykir til verður búið til fræðsluefni fyrir starfsfólk eða settar sérstakar reglur um notkun efnanna.“ Vinsæll dósamatur inniheldur BPA Ein helsta uppspretta BPA er í gegnum fæði sem kemst í snertingu við efnið í dósum og öðrum matarílátum. Jap- anir hafa að mestu hætt notkun epoxýhúðar í niðursuðu- dósum og skipt yfir í PET-filmur. Um leið var notkun polýkarbónatdiska hætt í skólum. Í framhaldinu er talið að styrkur BPA í blóði Japana hafi lækkað um helming. Lítið er vitað um BPA í matvælaumbúðum hérlendis svo við snérum okkur til Leifs Þórssonar, framkvæmdastjóra ORA, til að fræðast um niðursuðudósir fyrirtækisins. Leifur staðfestir að ORA dósir innihaldi BPA í snefil- magni en „reglubundnar mælingar framleiðenda sýna hins vegar að magnið í matvælum ORA er hverfandi og langt innan þeirra marka sem gefin eru í ströngum reglugerðum Evrópusambandsins.“ Leifur segir BPA vera að finna víðar í matarílátum og vísar sömuleiðis í ályktun EFSA. „Ekki hefur verið sýnt fram á áhrif á æxlunarfæri, taugakerfi, ónæmiskerfi, efnaskiptakerfi né hjarta- og æðakerfi. Líkur á áhrifum við þróun krabbameina eru taldar hverfandi. Þetta á við um fullorðna einstaklinga, börn og fóstur. Sömu rann- sóknir benda jafnframt til að inntaka fólks á BPA úr fæðu sé mun minni en áður var talið. Niðurstaða rannsóknar- innar var sú að fólki stafi engin hætta af BPA í umbúðum utan um matvæli.“ Neytendavernd eða hagsmunir fyrirtækja í forgang? Þótt flestir vísindamenn séu vissir um hormónaraskandi áhrif BPA og alvarlegar afleiðingar þess á fóstur og ung- börn, jafnvel í mjög lágum styrk, hefur hagsmunagæsla iðnaðarins ítrekað komið í veg fyrir strangari reglur um notkun þess. Ályktun EFSA var kærkominn sigur fyrir iðnaðinn þar sem hún torveldar takmarkanir á notkun BPA og skyldra efna innan ESB enn fremur. Evrópsku neytendasamtökin, BEUC, hafa kallað eftir frekari takmörkunum á notkun BPA og öruggari val- kostum til að að vernda neytendur. WHO og UNEP hafa lýst því yfir að hormónaraskandi efni séu alþjóðleg ógn við heilsu og umhverfið, en Norræna ráðherranefndin áætlaði í fyrra að árlegur kostnaður Evrópuríkja vegna hormónaraskandi efna nemi að minnsta kosti 90 milljörðum ISK. Í framhaldi hafa umhverfisráðherrar Norðurlanda krafist viðbragða ESB. Hvaða hagsmunir verða hafðir að leiðarljósi í framtíðinni þegar ákvarðanir um hormónaraskandi efni eru teknar – neytenda eða alþjóðlegra stórfyrirtækja? Anne Maria Sparf 17

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.