Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 6
Það eru skiptar skoðanir á því hvort við eigum að prútta við seljendur þegar verslað er. Með réttu má segja að upp gefið verð sé ekki óumbreytanlegt náttúrulögmál, enda er álagning frjáls, þannig að seljendur geta selt vöruna á því verði sem þeir vilja. Ef okkur sýnist svo getum við reynt að prútta um verðið. Því er reyndar oft haldið fram að við séum lélegir prúttarar og ger um of lítið að því að prútta. Svo eru aðrir sem segja að það geti svo sem verið gott að prútta en að nær væri að hafa álagningu bara hæfilega þannig að allir borgi sann gjarnt verð sem fari ekki eftir því hve slyngur prúttari viðkomandi er. Neytendur víða um heim reyna að borga minna fyrir vörur og þjónustu með prútti. Þó svo að því sé haldið fram að t.d. Svíar séu slakir í því að prútta sýna samt rannsóknir að 80% Svía hafa reynt að semja um lægra verð en gefið er upp. Þó svo að þetta eigi við um bæði kynin eru konur harðari í að fá verð lækkað á meðan karlar láta sér frekar nægja að fá aðra ódýrari vöru eða þjónustu í kaupbæti. Sömu rannsóknir sýna að helst prútta Svíar um verð á bílum, húsnæði og þjónustu fasteignasala. Samkvæmt rannsókn breska neytendablaðsins Which? frá sl. vori má spara mikið á því að prútta eða allt að 80.000 kr. á ársgrundvelli. Um 80% Breta náðu árangri þegar þeir prúttuðu um verð á þjónustu ferðaskrifstofa og tryggingarfélaga. Neytendur í Bandaríkjunum náðu bestum árangri á að prútta um verð á húsgögnum og spöruðu sér þannig að meðaltali rúmar 40.000 kr. árlega við kaup á þeim sam- kvæmt rannsókn neytendablaðsins Consumer Reports. Fyrir þá sem vilja fara þessa leið er því bara að undirbúa sig með rökum og prútta – þú hefur allt að vinna en engu að tapa! Hér koma nokkur ráð en þau eru byggð á sænska neytendablaðinu Råd & rön. Að finna rétta augnablikið og rétta fólkið Að prútta um verð á vöru sem er ný í búðinni getur verið erfitt. Það er auðveldara að gera það þegar varan er að fara af markaði. Það sama á við um árstíðarbundnar vörur, t.d. er betra að prútta ef skíði eru keypt í maí. Ef þú sérð minniháttar galla sem þú getur vel sætt þig við er sjálfsagt að biðja um afslátt. Ef þú ætlar þér að kaupa fleiri vörur í sömu verslun er gott að kaupa þær allar í einu og jafnvel að leita uppi vini og vandamenn sem hafa það sama í huga. Það gefur að sjálfsögðu betri samnings- stöðu við prúttið. Talaðu við aðila sem ber ábyrgð á við- komandi verslun, t.d. verslunarstjóra eða staðgengil hans sem hefur heimild til að veita afslátt. Kannaðu málið fyrst Því meira sem þú veist um vöruna og „eðlilegt“ verð henn ar því sterkari er staða þín og rökstuðningur. Leit- aðu upplýsinga um verð í verslunum og á netinu. Ef þú finnur lægra verð hjá samkeppnisaðila eða á netinu átt þú allavega að fara fram á að fá vöruna á lægsta verði NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // AÐ PrÚTTA Listin að semja um verð - prúttum líka heima - ekki bara í sólarlöndum 6

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.