Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 22
fjölskylda í fasteignaviðskiptum NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // íBÚÐAkAuP Í byrjun maí skrifuðum við hjónin loksins undir kaup- samn ing á nýju eigninni okkar eftir verulega flókið og stressandi ferli, án þess þó að geta staðið við tilboðið þar sem ekki var hægt að þinglýsa lánum vegna verk- falla. Við erum bara dæmigerð íslensk fjölskylda með þrjú börn á aldrinum 4-10 ára og einn gára. Í fyrrahaust fannst okkur í fyrsta skipti orðið heldur þröngt um okkur og um áramótin gaf heimilisbókhaldið til kynna að við ættum fyrir útborgun á stærri eign. Við ákváðum að það væri óhæft að „selja ofan af okkur“. Við yrðum hreinlega að kaupa fyrst, selja svo. Við fengum þau ráð að „drífa okkur bara að skoða og skoða nógu mikið“. Í byrjun febrúar fórum við því á fyrsta opna húsið. Þetta var upphafið að tæplega tveggja mánaða kappskoðunartímabili, þar sem við náðum að fara og skoða einar 25 eignir. Eignirnar fundum við allar á netinu og við vorum búin að skoða auglýsingar þar í þaula áður en við höfðum sam- band við fasteignasölurnar. Í fyrstu skiptin skrifuðum við fasteignasölum eða hringdum til þeirra og sögðum eitthvað á þessa leið: „Sæl(l), við höfum áhuga á eigninni að Löngutöng 7. Getum við fengið að skoða hana?“ Alltaf fengum við svör um að við gætum fengið söluyfirlit sent og í framhaldinu gert ráðstafanir til þess að skoða. Við áttuðum okkur fljótt á því að „söluyfirlit“ er lykilorðið, nokkuð sem við tileinkuðum okkur afar fljótt. Okkur fannst þetta reyndar dálítið kómískt, því söluyfir- litið sagði okkur oftast nákvæmlega ekkert sem við höfð- um ekki þegar fengið upplýsingar um í auglýsingunni, fast eignaskrá og/eða teikningaskrá yfir fasteignir hjá sveitarfélögunum. Einhverjir geta e.t.v. nýtt sér upp- lýsingar sem koma fram um þau lán sem hvíla á eign- unum í söluyfirliti en það átti ekki við um okkur. Við höfðum undirbúið okkur ágætlega og vitum afar vel að kostnaður við viðhald getur orðið hár, sérstaklega í eldri eignum. Það gerði það að verkum að við settum upp nokkur atriði sem við spurðum alltaf um: Þak, lagnir, rafmagn, rúður, glugga og byggingarefni. Auk þessara atriða skoðuðum við innréttingar og gólfefni vel. Við þurftum nánast alltaf að spyrja sérstaklega um öll þessi atriði. Í mörgum söluyfirlitum er dálkur sem heitir „gallar“ og þar var einstaka sinnum talið upp eitthvað sem hreinlega var í ólagi og í þeim tilfellum benti salinn á það. Annars virtist það oft koma fasteignasölum og eigendum á óvart að fá spurningu eins og „hvenær voru lagnir síðast athugaðar?“ eða „Má ég sjá rafmagnstöfl- una?“ „Nú hvá ..hefur þú vit á þessu?“ var alveg klassískt svar. Við hjónin höfum hvorugt sérþekkingu á sviði bygg- ingarfræða, aðra en þá sem stafar af því að vera mann- eskjur í hinum vestræna heimi sem búa í húsum sem þurfa reglulegt viðhald. Við vitum t.d. að einu sinni voru rafmagnsleiðslur tjörubornar, að gamlar málmlagnir í byggingum eiga það á hættu að tærast með tilheyrandi lekavandamálum og að rúður geta orðið óþéttar; allt atriði sem hækka útgjaldaliði heimilisins. Þess utan treystum við því að ef við sæjum eitthvað óeðlilegt myndum við hafa vit á því að sækja aðstoð sérfræðings 22

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.