Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 7
sem þú hefur fundið. Mælt er með að þú takir með þér auglýsingar ef þú hefur séð slíkar eða útprentun af netinu. Því betri undirbúningur, því meiri eru mögu- leikarnir á að prúttið skili árangri. Bættu fleiri vörum inn í verðið Velheppnað prútt þýðir ekki alltaf að þú fáir eitthvað ódýrara. Það getur þess vegna leitt til þess að þú færð eitthvað annað í kaupbæti. Sem dæmi má nefna að ef þú ert að kaupa þér farsíma er hægt að reyna að fá með honum heyrnartól og ef þú ert að kaupa þér dýrt sjón- varpstæki er ástæða til að reyna að fá í kaupbæti vegg- festingu eða HDMI tengi. Það má líka reyna að fá ókeypis heimsendingu og/eða uppsetningu. Það er hægt að prútta um meira en vörur Það er ekki aðeins hægt að prútta um verð á vörum, það á að sjálfsögðu einnig við um þjónustu. Þetta á ekki síst við um tryggingar, en það má líka reyna að prútta um áskriftir, gistingu og kort í líkamsræktinni. Hér gilda sömu reglur og þegar prúttað er um verð á vörum. Leit- aðu tilboða frá tryggingarfélögum í allar þær tryggingar sem þú ert með. Ef þú fréttir af sérstöku kynningarverði á blaði eða tímariti sem þú ert þegar áskrifandi að má alltaf reyna að prútta og fá kynningarverðið. Síðast en ekki síst má alltaf reyna að semja um lægra verð en gefið er upp ef þú ferð í utanlandsferðir á tíma þegar ferða- manna straumurinn er tiltölulega lítill. Vertu jákvæður Á sumum menningarsvæðum taka viðskiptin oft langan tíma. Þar drekka seljandi og kaupandi te saman og segja hvor öðrum fréttir af fjölskyldum sínum. Ef kaupandinn gerir þetta ekki er hann talinn sýna seljanda ókurteisi og um leið á hann minni möguleika á góðu verði. Það skiptir einnig máli að vera glaður og skemmtilegur þegar haldið er í innkaup; það skapar strax betra samband við selj- anda. Gefðu skýrt merki um að þú hafir áhuga á að kaupa ákveðna vöru og gefðu seljanda gildar ástæður fyrir því að þú eigir að fá gott verð. Bentu á að þú sért tryggur viðskiptavinur, eða að þú veljir að versla í nær- umhverfi þínu eða að þú ætlir að kaupa nauðsynlega þjónustu vegna viðkomandi vöru. Áður en reynt er að semja um verð er gott að hafa ákveðið fyrirfram hvað er það mesta sem þú ert tilbúin/n að borga, en prófaðu samt að byrja á lægri upphæð. Vertu ákveðin/n, en pass- aðu þig á að vera ekki ergileg/ur eða með ólundarsvip þótt seljandinn fallist ekki á að lækka verðið. Líttu á prúttið sem hluta af innkaupaferlinu og mundu eftir að vera jákvæð/ur í tali. Enginn nær góðum árangri í að knýja fram afslátt ef hann er með leiðindi. Undirbúðu þig með gildum rökum Finndu góð rök til að nota. Nefna má nokkur dæmi: „Ég er nú ekki viss um að þetta sé lægsta verðið á þessari vöru. Getur þú ekki boðið mér upp á lægra verð.“ „Er þetta virkilega lægsta verðið þú getur boðið mér. Ég hafði vonast eftir lægra verði.“ „Ef þú lækkar verðið kaupi ég vöruna þegar í stað.“ Að endingu má svo segja: „Ég hef borið saman verð hjá ykkur og það sem í boði er hjá öðrum bönkum/tryggingarfélögum/símafélögum og er að hugsa um að skipta yfir til annars þjónustuveit- anda.“ Hikaðu ekki við að taka þér umhugsunarfrest; það getur jafnvel styrkt stöðu þína. Vertu heiðarlegur Stundum getur verið gott að virðast ekki of áhugasamur, en það getur ekki síður reynst vel að vera heiðarlegur og segja að þú hafir áhuga á vörunni en þú hafir úr takmörk- uðu að spila. Fáir þú vöruna á því verði sem þú óskar eftir kaupir þú hana, annars ekki. Hafðu einnig hugfast að þú getur alltaf yfirgefið verslunina ef þú nærð ekki samkomulagi um verð við seljanda. Ef þú þarft ekki á vörunni að halda þegar í stað, og þú færð verðið ekki lækkað, má biðja seljandann um að hafa samband við þig ef og þegar hann er tilbúinn að selja á því verði sem þú tilbúin/n að borga fyrir vöruna. Ákveddu í byrjun hvað þú ert tilbúin/n að borga fyrir vöruna og haltu þig við það verð. 7

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.