Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 10
hrein og klár leigumiðlun sem snúist ekki um deilingu verðmæta heldur tekjuöflun og Uber og aðrar leigubíla- þjónustur séu bara leyfislaus starfsemi og hafi þannig lítið með raunverulega deilingu eða samnýtingu verð- mæta að gera. Það sé í sjálfu sér mjög jákvætt að fólk sé reiðubúið að deila eigum sínum með öðrum en gera þurfi skýran greinarmun á raunverulegu „deilihagkerfi“ og gróðastarfsemi. Eru stjórnvöld með á nótunum? Þó deila megi um hvort síður á borð við Airbnb og Uber séu í raun deilihagkerfissíður er það væntanlega óum- deilt að lög og reglur taka lítið tillit til slíkrar starfsemi. Það þarf ekki leyfi til að bjóða nýjum vinum að gista í sófanum eða bjóða einhverjum far til Akureyrar gegn þátttöku í bensínkostnaði. Þá er það ekki sölustarfsemi í atvinnuskyni að selja t.a.m. gamla fjölskyldubílinn eða sófann á Bland eða Facebook. Ef maður selur hins vegar tíu bíla og kaupir jafnvel sófa erlendis frá eða af vinum og vandamönnum í þeim tilgangi að selja á samfélags- miðlum er orðið um atvinnustarfsemi að ræða. Slík sala er þá skattskyld og jafnframt gilda lög um neytendakaup (sem veita kaupanda ríkari rétt en ella), en ekki lausa- fjárkaup, um viðskiptin. Þá þarf vissulega tilskilin leyfi til að reka leigubílastöð. Oft geta mörkin verið óljós og er það e.t.v. eitthvað sem stjórnvöld þurfa að bregðast við. Um gististaði, þ.e. þegar gisting er boðin gegn endur- gjaldi, gilda svo ákveðin lög og og reglur. Jafnvel þó um sé að ræða gistingu á heimili leigusala, eins og t.a.m. ef einstök herbergi innan íbúðar eru leigð út, gilda ákveðnar reglur. Ferli slíkrar leyfisveitingar hefur lengst af verið nokkuð flókið og óárennilegt en t.a.m. hefur þurft að afla starfsleyfis, sýna fram á að viðkomandi sé með virðisaukaskattsnúmer, leggja fram teikningu af húsnæði o.s.frv., auk þess sem umsóknin er svo send til umsagnar ýmissa aðila, eins og slökkviliðs og lögreglu. Gera má ráð fyrir að margir þeirra sem leigja út gistirými á samfélagsmiðlum og sérstökum deilisíðum hafi ekki tilskilin leyfi til slíkrar starfsemi. Þó er ljóst að slík starf- semi er komin til að vera, en þess má geta að á árunum 2005-2013 fjórtánfaldaðist fjöldi gistinátta ferðamanna í íbúðarhúsnæði meðan fjöldi gistinátta á hótelum tvö- fald aðist. Það vekur þó ákveðinn ugg að um leyfis- og eftirlitslausa starfsemi geti verið að ræða sem uppfyllir jafnvel ekki öryggiskröfur, auk þess sem gera má ráð fyrir að skatttekjur vegna slíkrar leigu skili sér ekki að fullu. Þegar þetta er skrifað er raunar til meðferðar Alþingis lagafrumvarp sem miða á að því að einfalda lög og reglur þegar um heimagistingu er að ræða og standa því vonir til að eftirleiðis verði fólki kleift að stunda slíka starfsemi á löglegan en einfaldan hátt. Hvað er framundan? Möguleikarnir til deilingar verðmæta eru í raun óþrjót- andi. Nýverið hafa t.a.m. komið fram skemmtilegar hugmyndir frá hópnum Lókal Glóbal, sem tók þátt í verkefninu „Hæg breytileg átt“, sem var samstarfs- verkefni fjölmargra aðila, m.a. Reykjavíkurborgar, velferðarráðuneytisins, Listaháskóla Íslands og Sam- taka iðnaðarins. Til dæmis er velt upp hugmyndum um samnýtingu íbúðarrýmis, þannig að íbúð geti verið tveggja herbergja eina vikuna en fimm herbergja þá næstu ‒ nágrannarnir skiptast þá einfaldlega á um að nýta þessi þrjú aukaherbergi eftir því hvort um Á Facebook má finna ýmsa hópa sem stuðla að sam- nýtingu verðmæta. Þar má t.a.m. finna hópsíðuna „litli hjálparinn“, þar sem fólk býður fram, eða óskar eftir, greiða af einhverju tagi. Þar er einnig að finna fjölmargar „gefins“ síður, auk sölusíðna, þar sem fólk getur gefið eða selt hluti sem það hefur ekki lengur þörf fyrir. Um verslun á Facebook var ítarlega fjallað í 4. tbl. Neytendablaðsins 2012, en mikill munur er á því hvort um sölu einstakra hluta er að ræða og því að salan sé stunduð í atvinnuskyni og viðkomandi seljandi hefur jafnvel umtalsverðar tekjur af. NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // DEILIhAgkErfIÐ10

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.