Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 23
til þess að meta það. Þess vegna var það að okkar mati eðlilegt að fá að skoða og sjá hvort allt væri í lagi. Eignum var að okkar mati oftast lýst á þann veg sem þær komu fólki fyrir sjónir þegar það gekk um eignina, oftast afar hlutlaust nema í sérstökum tilvikum, s.s. „einstakt útsýni“, „einstaklega falleg eign“. Ef ástandi viðhalds var lýst var það vegna þess að viðhaldi hafði verið sinnt. Þegar ekkert kom fram um viðhald eigna var það yfirleitt af því að því hafði ekki verið sinnt og var jafnvel afar ábótavant. Langoftast endurspeglaði fermetraverðið ekki ástand eignarinnar, jafnvel þó að augljóst væri að fara þyrfti í margra milljóna viðhaldsaðgerðir fljótlega. Við gerðum okkur því miður fljótt grein fyrir því að viðhaldi var víða mjög ábótavant og þess þá heldur ástæða til þess að hafa listann við höndina og spyrja margra spurninga um ástand eignanna. Við fengum að heyra að viðhald eigna á markaði í dag endurspeglaði vel að á landinu hefði verið kreppa sl. ár. Við höfðum væntingar um að við myndum frekar kjósa að hitta fasteignasala við skoðun á eignum. Svo fór þó að við kusum heldur að hitta eigendurna, sérstaklega í þeim tilfellum þar sem eigendur höfðu átt eignina í einhvern tíma og gátu raunverulega sagt frá því sem gert hafði verið við hana. Eftir svoleiðis skoðun höfðum við strax afar góða tilfinningu fyrir því hvort við hefðum nánari áhuga eða ekki og hefðum í flestum tilfellum getað sagt eigendum það við útidyrahurðina hvort við myndum hafa samband eða ekki. Opin hús hentuðu okkur ekki vel. Við höfðum á tilfinningunni að verið væri að skapa keppnisstemningu, sem við kunnum illa við. Fasteigna- salinn er vissulega til staðar ásamt bunka af fjölfölduðum söluyfirlitum. Vandamálið er þó bara það að við höfðum áhuga á því að ræða hvað/hvernig/hvenær hlutir höfðu verið gerðir við eignina, en það var nokkuð sem fast- eignasalinn gat yfirleitt ekki frætt okkur um umfram það litla sem stóð í söluyfirliti. Við upplifðum þó nokkrum sinnum að ástandi eigna var verulega ábótavant miðað við lýsingar auglýsinga og söluaðila. Eitt skiptið fórum við í opið hús þar sem ná- kvæmlega ekkert kom fram í söluyfirliti um að ástandi eignarinnar væri ábótavant. Ekkert! Sölumyndirnar litu afar vel út og eignin staðsett í góðu skólahverfi á höfuð- borgarsvæðinu. Þegar á staðinn var komið var jafnframt augljóst að hér var um vinsæla eign að ræða. Fólk flykkt- ist að og ætla má að í húsinu hafi verið 30 manns að skoða þegar við komum að. Þegar inn var komið og gengið á söluaðila með listann kom hins vegar ýmislegt í ljós. Reyndar frábað söluaðilinn sér allri ábyrgð á því sem hann segði og benti okkur á að þessa eign yrði að „ástandsskoða“ því hún hefði aldrei fengið neitt viðhald, ekki bara væri þakið ónýtt, lagnir og rafmagn í ólagi, heldur húsið einnig klætt asbestplötum. Í annað skipti, einnig á vinsælum stað í höfuðborginni, fórum við að skoða lítið einbýlishús ásamt átakanlega mörgum öðrum sem einnig höfðu talið húsið álitlegt. Í því tilfelli höfðum við haft vit á því að hringja bara og spyrja áður, til þess að forða okkur frá annarri eins fýluferð og í fyrra skiptið. Við fengum sannarlega uppl ýsingar um það að þak- kantinn þyrfti að laga fljótt, en að öðru leyti væri húsið „gott“. Okkur mætti svo einbýlishús með ónýtu þaki, sprungur um allt í útveggj um, bílskúrinn ókláraður og gat í þaki hans, og garðhús sem var einn haugur af fúnu timbri og brotnu gleri (í auglýsingunni stóð „sérlega skemmtilegt garð hús“). Það virtist óhjá kvæmi legt að sóa mörgum klukku stundum í svona fýluferðir. Þegar við höfðum fundið eign sem okkur leist verulega vel á höfðum við samband við sérfræðing og skoðuðum eignina aftur með þeim aðila áður en við tókum ákvörð- un um að gera tilboð. Við fengum tækifæri til þess að skoða tvisvar sinnum, fá sérfræðiálit og hugsa okkur um í nokkrar vikur áður en við buðum í eignina. Þessi atriði reyndust afar mikilvæg, því þau gerðu það að verkum að við höfðum góða tilfinningu fyrir kaupunum, þrátt fyrir að finna fyrir miklu álagi af öllu hinu sem tilheyrði ferl- inu. Fá pössun fyrir börnin og skreppa í eignaskoðun, bíða eftir sölu á okkar eigin eign (með tilheyrandi mynda töku, halda öllu tandurhreinu vikum saman, sýn- ingum og ástandsskoðun mögulegra kaupenda), bíða eftir greiðslumati í bankanum, stressi yfir dómínó- áhrifunum sem okkar kaup og sala voru orðin að – fjögurra liða keðja – og andvökunætur sem tóku á taug- arnar. Við erum afar sátt við að hafa fengið „næði“ til þess að setja upp reikniskjalið, áætla viðhald m.t.t. álits sérfræðings og velta upp kostum og göllum. Helgi og Kristín, félagsmenn í Neytendasamtökunum og hamingjusamir húseigendur ...Langoftast endurspeglaði fermetraverðið ekki ástand eignarinnar, jafnvel þó að augljóst væri að fara þyrfti í margra milljóna viðhalds- aðgerðir fljótlega. 23

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.