Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 16
NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // BPA nægilega vel rannsökuð, séu ekki til eða dugi ekki jafn vel. Frakkar halda ótrauðir áfram og beita nú þrýstingi innan ESB til að sambærilegt bann verði innleitt í öllum að- ildar löndum sambandsins. Þeir eiga á brattann að sækja þar sem um þriðjungur heimsframleiðslu BPA (um 840.000 tonn) fer fram í Þýskalandi og því hafa Þjóð- verjar mikilla hagsmuna að gæta. Valkostirnir ekki endilega skárri Framleiðendur hafa að hluta til rétt fyrir sér þar sem efnin sem koma í stað BPA virðast ekki í öllum tilfellum öruggari valkostir. Sem dæmi má nefna efnin Bisfenól-S (BPS) og Bisfenól-F (BPF) sem hafa svipuð áhrif og BPA og finnast nú þegar í ryki og þvagi manna í sambæri- legum styrk og BPA. Þess má geta að þessi efni eru oft notuð í vörum sem auglýstar eru sem BPA-lausar. Í ljósi þessa vildi Neytendablaðið ganga úr skugga um að barnapelar á markaðnum hérlendis væru nú lausir við bis fenólefni og hafði samband við nokkra af stærstu framleiðendunum. MAM segist eingöngu nota polý pró- pýlenplast (PP), sem er laust við BPA og BPS. Philips, framleiðandi Avent-pela, segir að notkun BPA hafi verið hætt árið 2009 í varúðarskyni. Pelarnir eru nú fram- leidd ir úr PET eða PP. NUK vildi ekkert upplýsa um innihaldsefnin í pelum frá fyrirtækinu, en tók fram að polýkarbónat væri ekki notað og að vörurnar væru lausar við BPA. BPS í kassakvittunum hérlendis Skýringin á því að efni sem notað er við plastframleiðslu finnst í kassakvittunum liggur í prentlausn sem notuð er víðast hvar í verslunum í dag. BPA er notað sem fram- köllunarefni í svokölluðum „thermal“ pappír í sérstökum hitaprenturum sem framkalla textann með efnahvörfum við snögga hitun. Fyrirtækið Pappír hf. er með um 80% markaðshlutdeild á kassakvittunarpappír hérlendis. Jóhannes Sigurðsson framkvæmdastjóri upplýsir að fyrir- tækið hafi skipt yfir í BPA-lausan pappír fyrir einu og hálfu ári síðan þegar verðmunurinn minnkaði nægilega til að réttlæta breytinguna. Við nánari skoðun kemur í ljós að pappírinn inniheldur BPS í staðinn. Aðspurður um það segir Jóhannes: „Ég vildi óska að ég gæti skaffað hinn fullkomna pappír, en ég er hræddur um að verð til kaupmanna verði fyrir ofan þau mörk sem þeir sætta sig við. Á sínum tíma gerðum við áðurnefnda breytingu í góðri trú um að við værum að gera það rétta og teljum okkur vera með eins góða vöru og unnt er. Að sjálfsögðu fylgjumst við með því sem gerist í þessum málum.“ Ímynd umfram allt! Haft var samband við erlendan birgja Pappírs hf., sem óskaði nafnleyndar til að forðast áhættu fyrir orðspor fyrirtækisins þar sem BPA væri „viðkvæmt mál með hátt óvissustig þar sem stakar upplýsingar geta valdið mis skiln ingi og villt um fyrir fólki.“ Fyrirtækið seg ist hafa fenóllausar pappírs tegundir í boði, en stað festir að BPS papp írinn verði oftast fyrir valinu sökum hagkvæmni. Fulltrúar fyrirtækisins treystu sér ekki til þess að meta niðurstöður rannsókna sem sýna að BPS hefur álíka hormónaraskandi áhrif og BPA og segjast frekar bíða eftir áliti ESB stofnana um öryggi BPS. Pappírsframleiðandinn segir jafnframt að áhættan af BPA sé óljós og bendir á áðurnefnda ályktun EFSA um öryggi BPA máli sínu til stuðnings. Þá vísar hann í yfirlýsingu frá European Thermal Paper Association ...Lítið er vitað um BPA í matvælaumbúðum hérlendis. 16

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.