Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 12
NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // spjaldtölvur- GÆÐaKöNNuN Hvað var kannað? Heildareinkunnin er sett saman úr eftirfarandi þáttum: Afköst 10% Spjaldtölvan er prófuð á mismunandi máta til að mæla hve hröð hún er. Einnig er prófað hve góð virkni spjaldtölvunnar er. Skjár 20% Prófuð eru gæði skjásins er við mismunandi að- stæð ur og hve þægilegt er að nota hann. Einnig er athugað hve vel skjárinn bregst við snertingu. Þægindi 20% M.a. er prófað hve þægilegt er að hala niður smá- forritum, að setja þau upp og að koma tónlist eða myndböndum á spjaldtölvuna. Einnig er prófað hversu þægilegt er að vafra á netinu og nota staf- ræna lyklaborðið. Sérstök verkefni 25% Algengar aðgerðir í spjaldtölvunni eru prófaðar eins og að horfa á myndbönd, að vafra á netinu, að skoða vefpóst og að lesa texta. Rafhlaða 15% Hér er prófað hve lengi rafhlaðan endist þegar spjaldtölvan er í notkun. Annar útbúnaður 10% Prófað er hve góðir efnislegir hlutar spjaldtölv- unnar eru og hvernig hægt er að tengja hana við netið og önnur tæki. Einnig skiptir hér máli hversu mikið pláss er í vélinni fyrir skjöl. Gæðakönnun á spjaldtölvum Apple og Samsung fá bestu einkunn Markaðskönnun Alls reyndist 132 mismunandi tegund vera til í þeim 13 verslunum sem könnunin tók til. Verð var kannað á heimasíðum verslananna. Ódýrasta spjaldtölvan kostaði 11.900 kr. og er hún með 7” skjá og 8 GB harðan disk. Sú dýrasta kostaði hins vegar 279.900 kr. og er með 12“ skjá og 256 GB harðan disk. Markaðskönnunin er birt á heimasíðu Neytendasamtakanna, ns.is, á læstum síðum fyrir félagsmenn en lykilorðið er birt neðst á bls. 2 í þessu blaði. Þar koma fram upplýsingar um tegundir, verð, seljendur, skjástærð, stærð á vinnsluminni og hörðum diski og loks hvort tölvan sé með 3G/4G (til að komast á netið án þess að nota þráðlausa tengingu). Sömu teg undir spjaldtölva fást oft í fleiri en einni verslun og þá sérstaklega spjaldtölvur frá Apple og Samsung. Oft er um verulegan verðmun að ræða og því hagkvæmt fyrir væntanlega kaupendur að skoða markaðskönnunina vandlega. Gæðakönnun Af þeim spjaldtölvum sem fundust hér á markaði var 60 í gæðakönnun ICRT. Hæstu heildareinkunn, 4,5 af 5,5 mögulegum, fá 9 spjaldtölvur. Í öllum tilvikum eru þetta spjaldtölvur frá Apple og Samsung. Sú ódýrasta, Sam- sung Galaxy Tab S 10,5 WiFi SAMT800WH, kostar 69.900 kr. en sú dýrasta, Apple iPad Air 2 4G 128 GB MH1G2, kostar 143.995 kr. Heildareinkunnina 4,4 fá 16 spjaldtölvur og eru þær allar frá Apple og Samsung fyrir utan eina sem er frá Nokia. Um mánaðamótin apríl-maí sl. kannaði Neyt- enda blaðið framboð á spjaldtölvum. Ljóst er að þeir sem eru í kauphugleiðingum hafa úr mörgu að velja. Apple iPad Air 1 WiFi 128 GB ME898NF/A fær 4,5 í heildar- einkunn og kostar 118.590 kr. Skjástærð er 9,7” og harður diskur 128 GB. Samsung Galaxy Tab S 10,5 WiFi SAMT800WH fær 4,5 í heildar- einkunn og kostar 69.900 kr. Skjástærð er 10,5” og harður diskur 16 GB. 12

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.