Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 21
Frá árinu 2010 hefur samkeppnissvið framkvæmda- stjórnar ESB rannsakað hvort Google Inc hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á svokallaðri „leit á netinu“. Google hefur yfirgnæfandi markaðsráðandi stöðu þar sem meira en 90% neytenda nota Google við leit á netinu og er þetta því mikilvægt neytendamál. Með sívaxandi viðskiptum á netinu eru sýnileiki og traust vefverslana því algjörlega háð leitarniðurstöðum Google. Hvernig eru neytendur blekktir? Stjórnarsvið samkeppnismála hjá framkvæmdastjórn inni (DG Comp) fann fjögur alvarleg brot í tengslum við þá viðskiptahætti Google að beina umferð ranglega frá samkeppnisaðilum: i. Google birtir sína eigin sérsniðnu leitarþjónustu á meira áberandi hátt en þjónustu keppinautanna (þ.e. leitarþjónustu fyrir upplýsingar um veitingastaði, hótel, viðburði og vörur). Í fyrsta lagi gera notendur sér ekki grein fyrir að niðurstöðu leitarinnar er stillt upp þannig að þjónusta Google er mest áberandi. Í öðru lagi er þjónusta keppinautarins minna sýnileg og jafnvel alls ekki. ii. Google birtir efni upprunnið af heimasíðum þriðja aðila, án samþykkis, á sínum eigin sérstaka leitarvef. Þegar neytendur leita t.d. að myndum eru þær sýndar án þess að þurfa að klikka á upprunasíðuna. Það dregur snarlega úr heimsóknum á aðrar heimasíður. iii. Samningar skuldbinda heimasíður þriðja aðila til að taka við öllum eða flestum auglýsingum leitarvefs Google. iv. Google einskorðar viðsemjendur sína um auglýsingaherferðir við auglýsingarými Google sem hamlar birtingum á auglýsingarýmum annarra leitarsíðna. Google stjórnar slíkum herferðum í gegnum leitarorð (Adword). Evrópusamtök neytenda kvörtuðu BEUC, sem Neytendasamtökin eru aðili að, voru með þeim fyrstu sem kvörtuðu formlega til Framkvæmda- stjórnar ESB. Á síðasta ári lá fyrir sáttatillaga fram- kvæmda stjórnarinnar og Google en víðtæk mótmæli, m.a. frá BEUC, komu í veg fyrir að sættir væru gerðar í málinu. Framkvæmdastjórn ESB staðhæfir að Google ýti sinni eigin leitarþjónustu um vörusamanburð vísvitandi ofar en þjónustu keppinauta sinna. Formaður BEUC, Monique Goyens, segir að það þurfi að refsa þeim sem blekkja neytendur. „Framkvæmdastjórn ESB verður skilyrðis- laust að knýja fram jafnræði til að evrópskir neytendur fái réttar og hlutlausar leitarniðurstöður. Google verður að halda sig við staðlaða reikningsforskrift fyrir ná- kvæma röðun, flokkun, uppsetningu o.s.frv. Þetta á við um allar þjónustur ‒ ekki bara verslun á Google,“ segir Monique Goyens. Leitarvélar leika mikilvægt hlutverk á rafrænum innri markaði ESB. Þær eru aðgangur neytenda að upplýs- ingum um vörur og verðsamanburð. Hagræðing niður- staðna leitar á netinu leiðir til stærri vanda fyrir rafrænt hagkerfi Evrópu þar sem markaðshlutdeild Google gerir það að verkum að fyrirtækið hefur í hendi sér hver lendir efst í slíkum verslunarglugga og hindrar þannig samkeppni sem kemur niður á vali neytenda. BEUC, sem er formlegur aðili að málinu gegn Google, fagnar því að framkvæmdastjórn ESB stendur með neytendum. Þetta mál er ekki aðeins mikilvægt til að koma reglu á viðskiptahætti eins fyrirtækis heldur einnig til að setja viðmið fyrir innri markaðinn þegar kemur að viðskiptum á netinu. Stundar ólögmæta viðskiptahætti..... NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // googLE 21

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.