Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 19
Evrópska neytendaaðstoðin Langþráð sumarfrí eru á næsta leiti og þá er algengt að ferðamenn leigi sér bíl. Yfirleitt ganga viðskipti við bílaleigur vel og án vandræða en þó berst töluvert af kvörtunum vegna slíkra viðskipta til ECC (Evrópska neytendaaðstoðin). ECC-netið starfar í öllum löndum innan ESB auk Íslands og Noregs. Ef íslenskir neytendur lenda í vandræðum með bílaleigu sem starfrækt er í öðru landi innan EES-svæðisins geta þeir leitað til ECC á Íslandi. ECC Ísland sendir málið þá til systurstöðvar sinnar í því landi þar sem fyrirtækið er staðsett og saman aðstoða stöðvarnar neytandann við að komast að samkomulagi við viðkomandi fyrirtæki. Nánari upplýsingar um ECC-netið má finna á heimasíðunni ena. is. Rétt er að hvetja þá neytendur sem hyggjast leigja bíla til að fara að öllu með gát til að forðast óþarfa kostnað og þá er gott að hafa eftirfarandi í huga. Fyrir pöntun á bílaleigubíl: Töluverð samkeppni virðist ríkja á bílaleigumarkaðnum og úr mörgu að velja þegar leitað er eftir hagstæðu verði, t.a.m. á netinu. Það getur borgað sig að skoða vel hvað felst í auglýstu verði, en oft er það miðað við lág- marksupphæð án trygginga og aukabúnaðar. Algengt er að bílaleigur erlendis geri ráð fyrir því í skilmálum sínum að leigutaki skili bílaleigubíl án þess að fylla hann af elds neyti, og er þannig innheimt fyrir fullan tank við skil bifreiðar. Þá er leigutakinn í raun að tapa peningnum sem hann notar til að kaupa eldsneyti áður en hann skilar bifreiðinni. Einnig geta afpöntunarskilmálar verið misjafnir og það er varla skemmtilegt að lenda í því að óvæntar aðstæður leiði til þess að fresta þurfi fríinu og þurfa að auki að greiða fyrir leigu á bílaleigubíl sem aldrei verður notaður. Móttaka bílaleigubíls og á meðan leigu stendur: Það er góð regla að hafa meðferðis útprentun bókun- arinnar. Áður en bílaleigusamningur er undirritaður er mikilvægt að skoða vel alla skilmála og ef bíllinn hefur verið bókaður fyrirfram þarf að skoða hvort samn- ingurinn sé í samræmi við bókunina. Upp hafa komið tilvik þar sem undirritaður hefur verið samningur um bílaleigubíl og við uppgjör komið í ljós að aukaliðum sem leigutakar kannast ekkert endilega við að hafa beðið um eða samþykkt hafi verið bætt í samninginn. Eftir að búið er að undirrita samning þar sem aukaliðurinn kemur fram er því miður oft lítið hægt að gera, enda almennt kominn á skuldbindandi samningur. Einnig er mikilvægt að kynna sér vel hvaða tryggingar eru innifaldar og hvaða tryggingar eru í boði. Það getur borgað sig að bæta við aukatryggingum, en það fer að sjálfsögðu eftir kostnaði. Einnig er rétt að kanna hvort ferða- eða korta- tryggingar taka sérstaklega á leigu á bílaleigubílum. Slíkar tryggingar geta gert aðrar tryggingar óþarfar og í sumum tilvikum getur það skemmt fyrir að taka sérstaka tryggingu hjá bílaleigunni þar sem þá falla korta- eða ferðatryggingar niður. Ef bíllinn bilar er rétt að hafa strax samband við bílaleiguna og fylgja leiðbeiningum hennar. Ef farið er með bílinn á verkstæði án samþykkis bílaleigunnar getur leigutaki lent í því að fá sjálfur senda kröfu vegna viðgerðarinnar. Við skil á bílaleigubíl Öruggast er að skila bílaleigubíl á opnunartíma bílaleig- unnar og óska eftir því að vera viðstaddur skoðun á bifreiðinni. Ef bílaleigan heldur því fram að bifreiðin hafi skemmst er hægt að andmæla því, en ef engar athuga- semdir eru gerðar er ráðlegt að óska eftir undirritaðri yfirlýsingu, þá helst með dagsetningu og kílómetrastöðu, um að bifreiðinni hafi verið skilað án athugasemda og í góðu lagi. Ef ekki er unnt að skila bílaleigubíl á opnunar- tíma skal gæta að því að leggja bifreiðinni í rétt stæði. Einnig er ráðlegt að taka myndir af ástandi bílsins, þá helst með dagsetningu og kílómetrastöðu, til sönnunar þess að bílnum hafi verið skilað í góðu ásigkomulagi. Ætlar þú að leigja bíl í sumar? NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // BíLALEIgA 19

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.