Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 11
NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // sjóNVArPsÁskrIfTIr Séreignarstefnan: Skemmst er að minnast auglýsinga ákveðinnar byggingarvöruverslunar þar sem gert var grín að „Geira lánara“ sem bað nágranna sinn ítrekað um að lána sér hluti á borð við sláttuvél, útigrill og vaðlaug. Skilaboðin voru þau að Geiri gæti nú bara keypt sér þessa hluti sjálfur enda óþarfi – og skelfilega hallærislegt ‒ að samnýta hluti þegar svo ódýrt væri að kaupa þá. „pabbaviku“ er að ræða, ættingjar eru í heimsókn o.s.frv. Einnig væri hægt að samnýta ýmislegt sem snýr að daglegri neyslu, eins og t.a.m. matjurtaræktun og hænsnahald. Með internetinu og samfélagsmiðlum, svo ekki sé talað um tilkomu snjallsíma, hefur heimurinn minnkað til muna. Við erum opnari fyrir því að kynnast nýju fólki og prófa eitthvað nýtt. Þá má segja að tæknin leiði líka til þess að „traust“ hafi aukist. Þannig er auðvelt að „gúggla“ fólk og fyrirtæki enda allir með umfangsmikil netspor og jafnvel er hægt að fylgjast með fjölskyldu- bílnum með þar til gerðri tækni og komast þannig að því hvort sá sem fékk hann lánaðan fór upp á Sprengisand eða bara í Hafnarfjörð eins og hann lofaði. Ef um íbúðaskipti er að ræða segir húsið þér svo einfaldlega hvað var að gerast í fjarveru þinni – hvort gluggum var lokað, slökkt á ofninum o.s.frv. Þannig er stutt í það að öll tæki á heimilinu tali einfaldlega saman á netinu og sendi svo skilaboð í snjallsíma eigandans. Ósagt skal látið hvaða áhrif tækni af þessum toga gæti haft á traust í samböndum vina og hjóna, eða á möguleika til persónunjósna, en víst er að hún ætti að leiða til þess að fólk hafi síður áhyggjur af því að lána „dótið“ sitt. Það er ljóst að til að eyða ekki að fullu þeim takmörkuðu auðlindum sem við höfum aðgang að þurfum við að draga úr sóun og nýta hlutina betur. Því er mikilvægt hafa opinn huga gagnvart því að við þurfum ekki að eiga allt sjálf og ein, kaupa allt nýtt, og keyra ein í bíl til vinnu, heldur sé hægt að samnýta hluti með öðrum. Svo má líka færa rök fyrir því að deilihagkerfið sé hreinlega bara svo skemmtilegt! HH Sjónvarpsáskriftir – allt eða ekkert? Stífur og ógegnsær markaður Ertu áhugamaður um formúluna eða þýska boltann eða er uppáhaldstöðin þín Animal Planet? Kannski viltu eingöngu kaupa þær sjónvarpsrásir sem þjóna þínum áhugamálum en til þess þarftu jafnvel að kaupa rándýran pakka með 90 stöðvum. Dönsku neytendasamtökin (Forbrugerraadet Tænk) hófu nýlega herferð um frelsi neytenda til að velja sjálfir hvaða sjónvarpsrásir þeir vilja gerast áskrif- endur að. En þjónustusalar hafa efasemdir um að það geti gengið að neytendur fái að velja sjálfir af hlaðborði sjónvarpsrása sem bjóðast. Neytendur eru neyddir til að greiða fyrir sjónvarps- rásir sem þeir horfa ekki á. Neytendasamtökin dönsku vilja meina að það sé vandamál fyrir neyt- endur og í herferðinni „Hvers vegna í fj… eigum við að greiða fyrir eitthvað sem við horfum ekki á?“, sem fór í gang í mars sl., er þess krafist að neyt- endur geti valið sér stöðvar í áskrift. Að mati Tænk er ekki um frjálst val neytenda að ræða þegar kaupa þarf pakka með mörgum sjón- varpsrásum til að geta horft á þessa einu eða tvær rásir sem neytandinn vill í raun hafa aðgang að. Því sé mikilvægt að finna aðra lausn þar sem neytand- inn velur einungis þær sjónvarpsrásir sem hann vill horfa á. Áskriftarsalar fyrir sjónvarp segja að pakkatilboðin þeirra séu næstum því frjálst val með tilkomu nýrra og sveigjanlegri pakkatilboða og reyna eins og þeir geta að gera þau spennandi og áhugaverð. En Tænk segir að hvað þetta varðar sé ekkert sem heitir „næstum því“; annað hvort er frjálst val eða ekki. Viljir þú bara kaupa eina ákveðna rás ertu ennþá þvingaður til að kaupa fleiri rásir í pakka. Í herferð Tænk er þetta fyrirkomulag gagnrýnt með skemmtilegu myndbandi þar sem neytandi kemur í sjoppu og kaupir sér bland í poka. Áður en af- greiðslu daman vigtar pokann bætir hún ofan í hann fullri skeið af sælgæti og vigtar svo og rukkar. Þetta er vandamálið í hnotskurn; neytendur eru að greiða fyrir eitthvað sem þeir velja ekki sjálfir og þessu vilja dönsku neytendasamtökin breyta. Eins og á öðrum mörkuðum eiga neytendur að fá sjálfir að ákveða hvað þeir kaupa. Taenk.dk 11

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.