Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 14
Neytendasamtökunum hafa á undanförnum árum borist margar athugasemdir vegna vátryggingarsamninga. Í mörgum tilfellum snúast þessar kvartanir um binditíma slíkra samninga og það að þeim er ekki hægt að segja upp á samningstímanum, að líftryggingum undanskildum en þeim hefur verið hægt að segja upp hvenær sem er. Þannig hafa þeir neytendur sem hafa lent í ágreiningi við sitt tryggingarfélag eða viljað segja upp samningi vegna betri kjara annars staðar ekki haft erindi sem erfiði. Þann 1. júlí næstkomandi mun sú framkvæmd heyra sög- unni til því Alþingi hefur samþykkt breytingar á lög um um vátryggingarsamninga sem gera það að verkum að neytendur geta sagt upp slíkum samningum með eins mánaðar uppsagnarfresti hvenær sem er á samnings tím- anum. Þannig geta neytendur fært sig á milli vátrygg- ingarfélaga t.d. ef betri kjör bjóðast annars staðar. Undanfarin ár hefur þetta ekki verið möguleiki. Nú endurnýjast vátryggingarsamningur sjálfkrafa ef honum er ekki sagt upp og ef vátryggingartaki vill segja upp samningi verður það að gerast innan mánaðar frá því að tryggingarfélagið sendi reikning vegna gjalddaga hins nýja vátryggingartímabils. Þannig hefur sá tími sem neytendur hafa haft til þess að segja upp samningi verið mjög skammur og oft hafa neytendur alls ekki verið með- vitaðir um það að samningar endurnýist sjálfkrafa við þessar aðstæður. Eins og áður sagði breytist þetta 1. júlí næstkomandi, þegar breytingar á lögunum taka gildi, og geta neytendur þá sagt upp vátryggingarsamningum með eins mánaðar fyrirvara, en uppsögn miðast við næstu mánaðarmót þar á eftir. Þannig telst vátrygging- arsamningi sem sagt er upp 20. febrúar vera lokið 1. apríl sama ár, svo dæmi sé tekið. Vátryggingartaki getur því eftir 1. júlí sagt samningi upp ef hann hefur ekki lengur þörf fyrir vátrygginguna, ef fyrir hendi eru aðrar sérstakar ástæður sem réttlæta uppsögn eða ef hann vill flytja vátryggingu til annars félags. Þessi breyting er tilkomin vegna athugunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á því hvort aðkoma íslenska ríkisins að endurreisn tryggingarfélagsins Sjóvár sam- rýmd ist reglum EES-samningsins. ESA fór fram á að nokkrar breytingar yrðu gerðar á löggjöf hér á landi til að efla samkeppni, svo hægt væri að fallast á þjóðnýt- ingu félagsins, og var hreyfanleiki viðskiptavina trygging- arfélaga eitt af því sem ESA taldi að myndi hafa jákvæð áhrif á samkeppni á vátryggingarmarkaði. Að lokum er rétt að nefna að vátryggingarfélögum er óheimilt að taka gjald vegna þess kostnaðar sem getur hlotist af því að vátryggingu er sagt upp á samningstímabilinu. Hefðbundin þvottavél er u.þ.b. 60 sm breið, 85 sm há og 60 sm djúp. Í sumum tilvikum henta svo stórar vélar ekki og þá verður minni vél fyrir valinu. Í apríl birti danska neytendablaðið Tænk gæðakönnun á minni þvottavélum og náði hún til átta véla þar sem þvotturinn er settur í að framanverðu og fimm véla þar sem þvott- urinn er settur í að ofanverðu. Þessar vélar taka á bilinu 4-7 kg af þurrum þvotti. Niðurstöður gæðakönnunar- innar, sem náði til 13 véla, voru það slakar að Tænk treysti sér ekki til að gefa neinni vélanna meðmælin „best í gæðakönnun“. Sex þessara véla eru til á markaði hérlendis og eru fjórar þeirra framhlaðnar og tvær topphlaðnar. Electrolux EWS7146DU kostar 89.900 krónur, tekur 7 kg og fær 54 af 100 mögulegum í einkunn (sem var hæsta heildar- einkunnin). Gorenje W6443/S kostar 98.900 krónur og AEG L61460TL kostar 199.900 krónur. Báðar vélarnar taka 6 kg og fá 50 í einkunn. Síðarnefnda vélin er topp- hlaðin. Candy AQUA1041D1S kostar 72.995 krónur, tekur 4 kg og fær 40 í einkunn. Zanussi ZWY61205WA kostar á tilboðsverði 79.900 krónur, er topphlaðin, tekur 6 kg og fær 48 í einkunn. Loks er það svo Matsui M510WM13E sem kostar 49.995 krónur, tekur 5 kg og fær 35 í einkunn. Þetta var raunar ódýrasta þvottavélin á markaði hér samkvæmt markaðskönnun sem Neyt- enda samtökin gerðu 9. nóvember sl. í 15 verslunum og er að finna á ns.is á læstum síðum fyrir félagsmenn (sjá lykilorð á bls. 2 í þessu blaði). Rétt er að taka fram að í gæðakönnunum Neytendablað- sins eru einkunnir frá 0,5 til 5,5 en ekki 0-100 eins hjá Tænk. Máttu segja upp tryggingunum? Ekki velja litla þvottavél nema nauðsyn krefji Í stuttu máli Hingað til hafa neytendur ekki getað sagt upp samningi um tryggingar fyrr en eftir tólf mánaða bindingu hjá sama félagi, enda samningarnir gerðir til eins árs í senn. Nú heyrir það brátt sögunni til en 1. júlí nk. munu breytingar á lögum um vátryggingarsamninga taka gildi. Í þeim felst að neytendur geta alltaf sagt upp tryggingum með eins mánaðar fyrirvara án aukakostnaðar. Það mun hafa jákvæð áhrif fyrir neytendur og gerir þeim auðveldara að leita tilboða í tryggingar og flytja sig milli fyrirtækja eftir eins mánaðar uppsagnarfrest. NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // TrYggINgAr / LITLAr þVoTTAVéLAr14

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.