Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 9

Ægir - 01.04.2002, Blaðsíða 9
9 Háfadjúpi austan við Vestmanna- eyjar. Í fyrrasumar var síðan aftur mælt á þessum slóðum og liggja nú fyrir mælingar með þessari tækni af samtals 12 þúsund fer- kílómetra hafsvæði suður af land- inu, sem er álíka svæði og allur Vestfjarðarkjálkinn. Mælingun- um má líkja við landkönnun því þær veita mönnum nýja og að vissu leyti áður óþekkta sýn á þetta svæði með stórbrotnu landslagi á köflum. Þar er m.a. Mýrdalsjökulgljúfur sem Kötlu- gos hafa eflaust átt stóran þátt í að móta. Gosunum fylgdu jökul- hlaup sem báru fram gríðarleg eðjuflóð. Farvegir eðjuflóðanna komu greinilega fram við kort- lagninguna og sömuleiðis allt umhverfi Mýrdalsjökulsgljúfurs. „Það kom ekki á óvart að þessi gljúfur væru til þarna, þau voru þekkt. Hins vegar kom okkur á óvart hversu mikið landslag er í sjálfri landgrunnshlíðinni,“ segir Guðrún Helgadóttir, jarðfræðing- ur á Hafrannsóknastofnunni, sem ásamt Héðini Valdimarssyni, Páli Reynissyni og Jóhannesi Briem hefur unnið að þessum rann- sóknum. Nýtast við margvíslegar rannsóknir Sendi- og móttökubotnstykki fjölgeislamælisins eru fest neðan á kjöl Árna Friðrikssonar. Mælirinn veitir miklar upplýsingar og til þess að halda utan um söfnun og skráningu upplýsinga er öflug vinnustöð um borð í skipinu. Unnt er að fylgjast með gæðum mælinganna á tölvuskjá, sem og siglingaleið skipsins hverju sinni. Til að fá sem nákvæmastar mæl- ingar af botninum þarf mælinga- geislinn að skarast á við fyrra far. Athyglisvert er að við kjöraðstæð- ur er unnt að mæla á allt að 10 hnúta ferð, sem gerir það að verk- um að tækið er mjög afkastamik- ið. Upplýsingar frá fjölgeislamæl- inum nýtast við margvíslegar rannsóknir, til dæmis við könnun á nýjum og þekktum fiskislóðum, jarðfræði hafsbotnsins, hrygning- arstöðvum og vistkerfum botn- dýra og hryggleysingja. Upplýs- ingarnar nýtast einnig til vinnslu ýmiss konar korta, þrívíddar- mynda, sólarskuggamynda o.fl. Með því að skrá styrk endurvarps frá botninum fást upplýsingar um botngerðina, þ.e. hvort botninn Dýptarlínukort af efri hluta mælingasvæðisins. Dýptarbil er 100-1850 metrar. Þrívíddarmynd af efri hluta mælingasvæðisins. Horft úr suðaustri. Dýptarbilið á þessari mynd er 100-1850 metrar. H A F S B O T N S R A N N S Ó K N I R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.